19. júní - 19.06.1986, Side 17
og sinnti uppeldisstörfunum og þaö
var mögulegt af því að við höfum gert
afskaplega litlar veraldlegar kröfur og
búum þröngt. Mér finnst stórkostlegt
að eiga þrjú fullkomlega heilbrigð
börn, og mér finnst það skipta meira
máli en steinsteypa. Hlutirnir eru
farnir að skipta of miklu máli og þá
einkum þessi framhlið sem fólk er að
koma sér upp. Ég veit ekki hvort
maður getur talað um að skilja
eitthvað eftir sig, en mig langar að
hverfa héðan sáttur við það sem ég hef
gert og þá sent ég hef þjónað. Ég ætla
ekki að arfleiða börnin mín að neinu
veraldlegu, ég vil heldur styðja þau á
annan hátt því börn og unglingar þurfa
mikið á stuðningi og vináttu foreldr-
anna að halda. Ég held að fólk geri
ekki nóg af því að hugsa sig um og
ræða málin, því breytingarnar, sem
orðið hafa á þjóðfélaginu og lífi okkar
á undanförnum árum hafa vissulega
verið miklar og djúpstæðar. Makar
þurfa að gefa sér tíma til að halda fund
og ræða um verkaskiptingu, hlutverka-
skiptingu og hvað hvort um sig vill gefa
til þess að fá lífsfyllingu. Núerþaðlífs-
fylling margra feðra að vera meira
með börnunum sínum og lífsfylling
sumra kvenna að vera minna með
þeim, síðan getur þetta verið öfugt.
Ef efnahagurinn leyfði gæti ég vel
hugsað mér að hægja á ferðinni og
vinna ntinna til þess að geta sinnt börn-
ununi meira, svo ekki sé nú talað um
barnabörnin þegar þar að kemur. Það
var oft sagt við mig þegar börnin voru
minni að ég skyldi bara bíða og sjá
þegar þau yrðu unglingar, þá byrjuðu
vandamálin. Þetta finnst mér vera
mesta reginvitleysa. Það er afskaplega
gaman að eiga unglinga og ég er núna
að endurlifa unglingsárin í gegnum
þau. Mér finnst ég hafa svo rnikið að
þakka fyrir og ég er farinn að trúa á
kraftaverkin því allt gengur svo vel.
Fyrsta væntingin gagnvart barni er að
það sé heilbrigt og síðasta væntingin
gagnvart barninu er í rauninni sú
sama. Heilbrigði og hamingja er það
sem skiptir rnáli hvar svo sent börnin
manns finna hana.“
Heiðar við störf á heimilissýningu í Laugardalshöll.
Heiðar ásamt Marieilu Smith-Masters, sem varfyrsti snyrtikennarinn hans, á tískusýn-
ingu hjá Jean Varon árið 1973. Mariella er ein af þremurfremstu snvrtisérfrœðingum i
Bandaríkjunum í dag og séroft um forsíðuna á Vogue.
17