19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 18

19. júní - 19.06.1986, Síða 18
Maður KVENFRELSAST EKKI - Hverskonar fyrirmynd hafðir þú í œsku um hlutverk karla og kvenna í sambúð? Ja, ég er sveitamaður, og það má segja að á yfirborðinu hafi hlutverka- skiptingin verið mjög heföbundin. En fósturmóðir mín var afskaplega skelegg kona, og hún tók þátt í útiverkum þegar þess þurfti. Auk þess þótti fóst- urföður mínum sjálfsagt að taka að sér inniverkin ef hún þurfti að bregða sér af bæ. Þannig að það má segja að ég hafi alist upp við það að það væri sjálf- sagt að ganga í öll verk. - Nú varst þú í heimavistarskóla sem unglingur, geturðu lýstþvíhvers konar hugmyndir þú gerðir þér um slúlkur þá? Ég hef alltaf átt auðvelt með að eignast vinkonur og lék mér mikið með stelpum sem strákur í sveitinni, og þessi eiginleiki fylgir mér enn. Þegar ég var í M.A. fannst mér til dæmis skiptingin í bekki eftir kynjum fáránleg. En ég var alltaf svo nálægt kvennaheiminum vegna þessara vin- áttusambanda að mér fannst ég vera fyrir vikið minna spennandi sem karl- maður. Mér fannst ganga betur að ná í stelpu ef ég lék mig töff, hörkulegan. Unglingsstrákar eiga bágt Það er alltaf verið að væla um það hvað konur eigi bágt, en það eru ung- lingsstrákar sem eiga bágt. Þeir þurfa að „standa sig“, þeir þurfa að afmeyja stelpurnar, og svo kemur þessi sívax- andi krafa um að fullnægja þeint. Aumingja strákarnir, þvílíkt hundalíf fyrir marga þeirra. Og ég held að ein- mitt þessi pressa valdi varnarviðbragði sem er næstum hatur, eða a.m.k. kvenfyrirlitning. Yngri stráka langar ekkert aö taka þátt í þessunt leik sent strákar leika, þessum lygum um að þeir hafi komist yfir þessa eða hina stelpuna. Æskuástarhugmyndin er í rauninni sterkari í þeim, en þeir verða alltaf að standa á tánum, reyna að vera töff. Mér finnst vera stríð milli kynjanna. Kannski er hóruhúsakerfið hjá katol- ikkum ekki svo vitlaust að þessu leyti. - Hvað meinarðu? Þegar pabbinn fer með strákinn sinn á hóruhúsið til að ná úr honum hroll- inum - minnka óttann við konuna og kynlífið. - Þú kynntist hóruhúsum þegar þú ferðaðist með vörubílstjórum um Bras- ilíu sem unglingur. Hvers varðstu vís- ari? Það má segja að í Brasilíu hafi ég fengið kjaftfylli mína af karlremb- unni. Mér fannst staða konunnar vond. Það mátti skila eiginkonunni eins og gallaðri vöru ef hún reyndist hafa sofið hjá fyrir brúðkaupsnóttina. Vörubílstjórar gista í hóruhúsahverf- um, og ég rambaði um á daginn og rabbaði við stúlkurnar þegar þær voru að undirbúa sig undir kvöldið. Sumar þeirra höfðu lent í þessari atvinnu vegna þess að þær höfðu trúlofast, freistast til að sofa hjá honum, og verið fleygt á dyr. Þetta eru lágstéttarstúlkur og þær áttu engra annarra kosta völ en að stunda vændi. Þar var ég líka var við leikinn sem gildir milli kynjanna. Þetta var eins og að vera baksviðs í leikhúsi áður en sýning hefst. - Þú giftirþig um tvítugt eftir óvenju- leg unglingsár. Hvers konar hug- myndir gerðirðu þér um hjónabandið? Ég dembdi mér í hlutverk heimilis- föður strax og hafði háleitar hug- myndir um jafnrétti. En eftir að börnin fæðast og maður þarf að vakna til þeirra grátandi á nóttunni í stað þess að geta einbeitt sér að háskóla- náminu sínu, þá reynir fyrst á jafn- réttið. Konur eru betur jarðtengdar - Finnst þér þú vera kvenréttinda- maður? Nei, mér finnst ég vera óttaleg karl- remba. Ég reyni að koma mér hjá ábyrgðinni að reka heimili. Konan mín er dugleg, mikil verkmanneskja, en ég aftur á móti latur, svo ég læt hana gjarnan um tiltektir. Mikilvægi heimil- isstarfa viröist meira hjá konunni. Karlinn getur alltaf fundið sér eitthvað sem er miklu mikilvægara. Og það eru mikil forréttindi sem karlar íaka sér að sinna starfi og áhugamáli og ganga síðan að notalegum hvíldarstað sem einhver annar tekur ábyrgð á. Af því að konur ala börnin verða þær betur jarðtengdar, skynja betur nauðsyn þess að heimilishaldið virki. Karlmað- urinn verður að gefa gildismati kon- unnar sjens, og hún aftur slaka á kröfum ntóður sinnar um fínpússningu á heimilinu. Síðan er fundinn meðal- vegur, byggður á þessum tilslökunum. - Þú varst heimavinnandi húsfaðir í tvö ár í Frakklandi á meðan kona þín var við nám. Hvernig gekk það? Það gekk satt að segja ekki nógu vel. Það reyndi óskaplega á hjóna- SEGIR ÆVAR KJARTANSSON 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.