19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 19

19. júní - 19.06.1986, Síða 19
bandið. Börnin gátu ekki komið í stað framhaldsnáms míns, og mér tókst ekki að taka á mig fulla ábyrgð á heim- ilishaldinu, konan mín var ekki stikkfrí. Hún er líka svo miklu dug- legri en ég. Karlmenn hégómlegri — Hversvegna er svo erfitt fyrir karl- mann að gefa eftir í þessu sambandi? Karlmenn eru hégónilegri en konur. Þeir sækjast ekki endilega bara eftir góðum launum, heldur eftir „prestige", áliti. Konur greina betur í sundur hvað er mikilvægt. Karlar taka gjarnan karlaleiki sína alvarlega. Sem vinstri- maður finn ég hvað mönnum finnst mikilvægt að berjast fyrir hugsjón og mannréttindum, en gleyma svo börn- unum sínum. Konur missa sig sjaldnar í þessa dellu, en karlar hella sér í hana. - Nú langar mig að spyrja þig út í börnin þín? Þegar átök eru um kynhlutverk á heimilinu er það erfitt fyrir börnin. Stelpa má ekki finna að karlmenn séu ræflar, og strákur ekki alast upp of mjúkur. Varðandi verkaskiptinguna þá finn ég að sonur minn kemur sér frekar hjá heimilisstörfum, eflaust af því að ég geri það. Mér finnst annars að uppeldi sé að gera hvern einstakling færan um að sjá um sig sjálfan: menntun, heimilisstörf og umönnun barna. Sonur minn á að passa yngri frændsystkin rétt eins og systir hans. - Hvers óskarðu þér handa dóttur þinni? Að hún geti haft l'ull umráð yfirsínu lífi og það hefti hana ekki að vera kona. Eg vona að hún þurfi aldrei að missa mjúku gildin í samkeppninni um störf. - Hvernig finnst þér að finna með konum? Ég hef unnið mikið með konum, og líka verið í þeirri aðstöðu að yfir- maður minn var kona, og mér líkaði það vel. Konur líta síður á persónur sem tæki til að koma sér áfram. Ég verð hinsvegar skelkaður þegar ég rekst á karl-konur sem hafa tekið upp leikreglur karla, vegna þess að þau gildi eru ómanneskjuleg. - Hvort finnstþér áhrifameira ísam- skiptum kynjanna, þessi persónu- bundnu átök um stöðu eða sértækt afl eins og kvenréttindahreyfingin? Ja, grunnurinn er samskipti mann- Viðtal: Sigrún Harðardóttir eskja á milli. En kvenfrelsistal hefur fært samskiptin inn í opna umræðu. Karlar geta líka vitnað í kvennabók- menntir. Þær eru orðnar menningar- legt viðfangsefni. Við höfum lesið kvennabókmenntir og það hefur haft áhrif á form, tjáningarmáta jafnréttis- baráttunnar. Ég er hrifinn af kvenna- framboði og kvennalista og hreyfing- unni almennt. Hún er mjög athygl- isverð. En kvenfrelsishreyfingin er menningarlegt og félagslegt fyrirbæri, ekki trú. Maöur kvenfrelsast ekki. - Nei, það gera konur. (Ljósm. AFG.) 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.