19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 20
JON VERÐA BÆÐI
AÐ SKIUA SJÓNARMIÐ HINS
OG GEFA EFHR
segir Guðmundur Ámason, 25 ára sölu- og skrifstofumaður
- Hvernig mórall var í kringum þig
gagnvart stelpum þegar þú varst ung-
lingur?
„Ég var í hópi með dansfríkum, og
við fórum út að skemmta okkur og
dansa. Það var enginn metingur um að
komast yfir stelpur. Það voru að vísu
glanspíur í kringum okkur, en þær
höfðuðu ekki til mín, og konan mín
var ekki í þeirra hópi.“
- Nú fóruð þið að vera saman þegar
þú varst 17 ára, hvernig hugmyndir
gerðirðu þér um sambúð?
„Ég var svo ungur þá að ég held ég
hafi ekki gert mér neinar sérstakar
hugmyndir. Við vorum saman í þrjú
ár, keyptum okkur svo íbúð, giftum
okkur og skelltum okkur í ekta brúð-
kaupsferð til útlanda á eftir. Hún vann
Viðtal: Sigrún Harðardóttir
úti þar til við eignuðumst dóttur
okkar, var svo heima í nokkurn tíma
og er í hlutastarfi núna. Sjálfur var ég
fyrst í stað í þremur störfum. Svo það
má segja að ytri aðstæður hafi ráðið
öllu um fyrirkomulagið hjá okkur.“
- Akváðuð þið þá ekki formlega
neina verkaskiptingu?
„Nei, sá sem var uppistandandi eftir
daginn eldaði matinn. Þegar hún var
heima með barnið sá hún um heimilið.
Núna elda ég stundum."
Konur skipuleggja tíma sinn
ekkinóg
- Getur þú hugsað þér að vera heima-
vinnandi?
„Já, það væri meiri tími til að vera
með barninu og fjölskyldunni. Mér
finnst konur ekki skipuleggja tímann
sinn nógu vel sér til hagsbóta. Þó að
húsmóðurstörf séu vinna, þá eru þau
ekki eins erfið eins og t.d. að vera í
fiski. Krakkinn bindur að vísu ein-
hvern tíma dagsins, en með skipulagn-
ingu er hægt að sinna áhugamálum
sínum. Konur hafa alltaf þessa ógur-
legu skyldu að rjúka heim og elda mat-
inn eins og karlinn sé ósjálfbjarga, sem
er auðvitað vitleysa. Það er alinn upp
í manni aumingjaskapurinn.“
- Nú heyrir maður unga menn tala
um áhugamál sín og það er eins og það
fari enginn tími í það hjá þeim að vera
með fjölskyldunni.
„Það er yfirborðskjaftæði. Það er
ekki hugsanlegt að það fari 52 helgar
á ári í tómstundir utan heimilis hjá
þeim.“
- En efhjónin hafa bœði áhugamál?
„Það er sama. Ef viljinn er fyrir
hendi þá geta bæði stundað áhugamál-
ið, og samt átt helgar saman. Svo
finnst mér allt of mikið gert úr þessum
þætti.“
- Hafið þið hjónin sameiginleg
áhugamál?
„Nei.“
Ást, traust og skilningur
- Á hverju finnst þér þá hjónaband
byggja?
„Ást fyrst og fremst, traust og skiln-
ingi. Þetta afbrýðikjaftæði skil ég
ekki. Ég treysti konunni minni og hef
ekki ástæðu til annars. Ég treysti henni
líka í fjármálum. Hjónaband gengur
aldrei upp ef það á að byggja á einu
sjónarmiði. Bæði verða að skilja sjón-
armið hins, gefa eftir, jafnvel reyna að
venja sig af því sem fer í taugarnar á
hinum. Það má ekki gera of mikið úr
smáatriðum, en auðvitað verða
árekstrar. Hjónaband byggist líka á
fjölskyldutilhneigingum, ég tel mig
vera fjölskyldumann. Það byggist síst
af öllu á íbúð og bíl. Ef ást er ekki fyrir
hendi og byggt á efnislegum hlutum er
þetta út í hött.“
- Hefur konan þín einhvern tíma
haft hærri tekjur en þú?
20