19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 24

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 24
þaö kemur fram í því aö þeir vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast viö þess- ari nýju sjálfstæðu konu sem veður uppi. Þeir finna fyrir einhverri hræðslu gagnvart þessu. En nú hafa þeir þó tækifæri til þess að verða sjálfstæðir, og þá á ég við að það er ekki sjálf- stæður maður sem getur ekki sjálfur séð um frumþarfir sínar, til dæmis að matbúa." Öfgarnar hafa neikvœð áhrif Næst var spurt um neikvæðar hliðar jafnréttisbáráttunnar, hvort þær væru til staðar og hverjar þá. Og það stóð ekki á svörunum: „Umfjöllun um jafn- réttismál finnst mér og mörgum kunn- ingjum mínum á stundum hreint öfga- kennd og við grínumst með það okkar á milli að þær sem eru heitastar í umræðunni sjái aðeins í svörtu og hvítu. Svoleiðis öfgar hafa mjög nei- kvæð áhrif og spilla fyrir þeim hópi sem heldur uppi rökfastri umræðu," sagði Jens Kristjánsson og „róttæki jafnréttissinninn" vildi koma eftirfar- andi á framfæri: „Það er þetta kvenna- rannsóknakjaftæði sem er nýkomið upp. Það er eins og konur megi einar rannsaka sögu sína og nú keppast þær við að athuga hvort Bergþóra hafi nú ekki afrekað fleira en segir í Njáls- sögu. Þetta finnst mér della. Konur gera alltof mikið af því að velta sér upp úr kúgun fyrri tíma og vola yfir því. Þær ættu frekar að einbeita sér að því að benda á hvað á að koma í staðinn.“ Og annar viðmælandi sem kaus að vera nafnlaus hér ræddi mikið um laus fjölskyldutengsl þegar þessari spurn- ingu var varpað til hans: „Fjölskyldu- formið er alltof laust í dag og allir keppast við að gera kröfur þvers og kruss í sambúðinni vegna áhrifa frá jafnréttisbaráttunni. Mér finnst það mjög slæmt hvað þetta kemur illa niður á börnunum. Skilnaðir hafa auk- ist og börnin eru skilin eftir sem rót- lausir einstaklingar með eitt foreldri sem vinnur úti allan daginn. Fólk ætti að slaka á kröfunum barnanna vegna og mér finnst það slæmt hvað er taliö sjálfsagt og eðlilegt að einn aðili sjái um afkvæmi tveggja aðila. Eg held líka að konur geri okkur rangt til með því að kenna okkur um alla sína eymd og volæði, þær geta oft á tíðum kennt sjálfum sér um aðstæður sínar.“ Þess má geta að þar sem sú skoðun að lausari fjölskyldutengsl væru sök jafnréttisbaráttu kom frá fyrsta við- mælandanum, þá þótti undirritaðri ástæða til að bera það undir hina fimm. Svör þeirra allra voru neikvæð en sumir höfðu þó orð á því að „sjálf- stæðari konur gera eðlilega meiri kröfur en áður, og þar sem gamla hlut- verkaskiptingin er að víkja verður fólk að byggja samband sitt á öðrum for- sendum." Þær forsendur voru að mati flestra sterkt tilfinningasamband og einn orðaði þetta svo: „Fólk verður að byggja samband sitt á þörfinni fyrir félaga í gegnum þykkt og þunnt." Purfum við að breyta áherslum í umrœðunni? í lok greinar sem þessarar á lesandi eflaust von á að sjá dregnar saman ein- hverjar heildarályktanir. En slíkt er erfitt þegar úrtak viðmælenda er svo lítið sem hér. Það vekur þó athygli að þessir sex karlar eyddu miklum tíma í að ræða þá breytingu sem hefur orðið á viðhorfi samfélagsins til tilfinninga- lífs karla. Og í annan stað má benda á að allir viðmælendurnir voru hálfhissa þegar þeir voru spurðir hvernig þeim fyndist verkaskipting á heimili eiga að vera og þótti sumum spurningin óþörf: „Þetta er sameiginlegt verkefni, þannig á það að vera, það er augljóst og rökrétt." Þarna er greinileg breyt- ing á milli tveggja kynslóða, því hver hefði heyrt slík svör frá sex körlum sem valdir voru af handahófi, fyrir svo sem tuttugu árum? En við skulum ekki hrósa sigri of fljótt, margt er enn ógert í baráttunni við hugsunarháttinn og kannski þurfum við að breyta áherslum og endurskoða aðferðirnar. Of mörg neikvæð svör við spurning- unni um ávinning karla af jafnréttis- þjóðfélagi gefa það svo sannarlega til kynna. Sveinn Haraldsson: „Það eru komnir brestir í karlmannsímyndina sem hlutverkaskipting kynjanna hefur byggst á.“ (Ljósm. AFG.) 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.