19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 30

19. júní - 19.06.1986, Síða 30
Tilfinningasamspil í bókinni eru margar lýsingar karl- mannanna vissulega þungbærar og átakanlegar á köflum. Einmanaleik- inn og óöryggið er oft falið á bak við áfengisneyslu, einhverskonar falskt öryggi oft með því að slá eign sinni á eða bindast hlutum og fólki (kven- fólki). í frásögnum þeirra verða oft rofin tengsl móður, ástkonu og eigin- konu tilefni til rótleysis og sálar- kreppu. Væntingar til hjóna- og fjöl- skyldulífs eru oft miklar og kröfurnar óljósar, þess vegna verða vonbrigðin oft sárari þegar eitthvað úrskeiðis. Tilfinningasamspil er með flóknari leikjum, hvað varðar dýpt og aðferðir. Það reynir á marga þætti persónuleik- ans og tjáningaleiðir. Einstaklingar sem stofna til fjölskyldu með ólíkan bakgrunn og uppeldi þurfa því að ganga í gegnum töluverðan hreinsunar- eld áður en að friður kemst á. Ólíkar uppeldisaðferðir og mótun kynjanna gegna hér veigamiklu hlutverki. Samspil kynjanna er í brennidepli. Tölur um hjónaskilnaði síðustu tvo áratugina gefa okkur til kynna að æ fleiri hjónabönd endi nú með skilnaöi en áður. Fjölskyldan er ekki sá horn- steinn sem hún áður var. í þessu sambandi er áhugavert að velta fyrir sér hvernig elskhugar og ást- konur framtíðarinnar verða. Hvaða veganesti fá þessir einstaklingar með sér út í lífið, hvað varðar hæfni og trúnað í mannlegum samskiptum og nánum tilfinningalegum tengslum? Hérna er umræðan komin langt út fyrir hin þröngu kynjamörk, en inn á jafnréttisumræðu sem grundvallast á samkennd og samábyrgð gagnvart framtíðinni og þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera manneskja. í bók um til- finningalíf karlmanna finnst mér vanta umræðuna um föðurhlutverkið. Elsk- hugahlutverkið og föðurhlutverkið eru nátengd. A sama hátt og augu kvenna hafa opnast fyrir styrkleika í eigin störfum þá eru stöðugt fleiri karl- menn sem taka sitt föðurhlutverk til endurskoðunar. Valdabarátta Straumar samfélagsins undanfarin ár hafa legið í þá átt að átök kynjanna hafa orðið opnari og almennari en áður. í ráðgjafar og meðferðarstarfi í rúman áratug þá er það reynsla mín að það færist sífellt í vöxt að fólk leiti sér aðstoðar við því sem kalla mætti lífs- vandamál sem eiga oft rætur að rekja í einhverskonar kynjahreppu. Þar er um að ræða ólík viðhorf og þróun kynjanna eftir að út í hjónaband er komið. Hjá þeim yngri er það oft verkaskiptingin sem tekist er á um en hjá þeim eldri ólíka þróun kynjanna gegnum árin og þar með ákveðna fjar- lægð sem hefur komið upp á milli hjónanna. Hjá konum virðist þróunin vera í þá átt að þegar búsáhyggjum og barnauppeldi sleppi, vilja þær fara meira út á við, fá sér vinnu, læra eitthvað, markasér braut ulan heirnil- isins. Hjá körlunum hinsvegar virðist þróunin vera í öfuga átt, þeir vilja beina athyglinni meira að fjölskyld- unni inn á við og eru jafnvel á seinni hluta ævinnar tilbúnir til þess að gang- ast við ýmsum „mýkri“ hliðum í sínum persónuleika. Þannig má rekja ýmsa erfiðleika sem fólk er að glíma við nú til valdabaráttu kynjanna, óöryggis um kynímynd sína og erfiðleika sem tengj- ast breytingum á verkaskiptingu og hlutverkum í samfélaginu. Stundum er þetta orðað á þá lund að upplifun kynjanna sé ekki svo ýkja ólík, en sá máti sem þau komi hlutunum frá sér á, tjáningaraðferðin, séólíkogbjóði upp á misskilning. Þetta speglast meðal annars oft í því að konurleggja áherslu á að tjá tilfinningar og skoða málið frá ýmsum hliðunt en karlmaðurinn leggur áherslu á að færa þétt rök fyrir mál- staðnum og komast að niðurstöðu. Þannig liggur við að þau tali sitthvort tungumálið. Dæmi um þetta er það þegar konur fela reiði bak við tár en karlmenn fela tár á bak við reiði. Aukin sálarkreppa karla Vitundarvakning kvenna síðari ár hefur á vissan hátt aukið sálarkreppu karlkynsins. Það er hinsvegar engin lausn að konur fari að telja sér trú um að þær geti „hjálpað“ eða „bjargað“ körlunum út úr þessari sálarkreppu. Ég tel að umræður og umfjöllun um karlmannshlutverkið þurfi að eiga sér rætur í vitundarvakningu karla sjálfra, út frá þeirra reynslu og afstöðu og með neista í þeirri breyttu stöðu sem þeir eru nú að glíma við. Allt annað verða lýsingar „utan frá“, skilgreiningar kvenna á þeirra raunveruleika. Reyndar væri það konum líkt og í rökréttu framhaldi af hefðbundnu hlut- verki þeirra að ætla sér með móður- legum ábendingum og kvenlegum skilningi að „hjálpa" körlunum úr spennitreyju karlmannshlutverksins. Hjálparkomplexinn þekkja víst konur af eigin raun, enda hefur fyrirbærið verið staðfest með félagsfræðilegum könnunum um, samúð konunnar með þeim sem kúga hana eða beita hana ofbeldi, hvort sem viðkomandi birtist í hlutverki elskhugans, nauðgarans eða karlkynsins yfirleitt. Konur ættu hinsvegar að þekkja það vel úr eigin baráttu að vitundarvakning er að hluta til spurning um skilning út frá eigin reynslu. Þau verk getur enginn unnið fyrir annan. Þegar konur hættu að bíða eftir riddaranum á hvíta hestinum og sett- ust sjálfar upp á klárinn hófst vitund- arvakning þeirra fyrir alvöru og varð að fjöldahreyfingu. Hitt er svo annað mál hvort uppgjör kvenna við hið hefðbundna kvenhlutverk verður körlum ekki hæfileg erting til þess að þeir losni úr viðjum mótstöðu og dofa sem allt of lengi hefur verið svar þeirra við kvennabaráttunni. Þjóðfélags- legar breytingar taka oft ótrúlega langan tíma; þroski og breyting á kyn- hlutverkum eru dæmi um þetta. Kannski er ennþá langt í það að íslenskir elskhugar og íslenskar ást- konurgeti mæst á jafnréttisgrundvelli, en til þess að svo megi verða þurfa ein- staklingarnir að hafa haft möguleika á að þróa með sér heilsteypta sjálfsmynd, geta tekið við frá öðrum án þess að finnast það ögrun við eigið sjálfstæði og getað gefið af sér án þess að óttast að týna sjálfum sér. 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.