19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 33
HÆTTUM
ADHERMA
EFTIR
KÖRLUNUM
Fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum
hefur ekki aukist í réttu hlutfalli við
aukinn hlut þeirra á vinnumarkaðnum
á síðustu áratugum. Pað kemur enn í
hlut flestra útivinnandi kvenna að fylla
flokk undirmanna á vinnustöðum og
það vekur athygli, ef ekki undrun, að
sjá konu við stjórnvölinn í atvinnulíf-
inu.
Erlendis hafa á undanförnum árum
komið út fjölmargar bækur um jconur
og stjórnunarstörf, auk blaða- og
tímaritsgreina sem ritaðar hafa verið
um þetta efni. Athygli íslenskra
kvenna hel’ur einnig beinst að þessum
málaflokki að undanförnu. í vetur var
t.d. haldin sérstök ráðstefna á vegum
Iðntæknistofnunar og Verkstjórnar-
fræðslunnar undir heitinu „Konur við
stjórnvölinn".
Þegar konur fóru fyrst að hasla sér
völl í stjórnunarstöðum, reyndu þær
gjarnan að apa eftir þeiin körlum sem
þar voru fyrir. Þær leituðust sem sagt
við að temja sér þá stjórnunarhætti,
sem þegar tíðkuðust. Þetta varð til
þess að þær tileinkuðu sér gjarnan
framkomu sem var töluvert yfirgangs-
samari og frakkari en þeim var eðlis-
læg. Þannig hegðuðu karlmenn sér við
stjórnunarstörf og þeir voru jú einu
fyrirmyndirnar, sem þessir fyrstu
kvenstjórnendur höfðu. Þar að auki
þurftu þessar konur að vinna með og
standa jafnfætis körlum, sem voru
gjörsamlega óvanir að mæta konum á
þeim vettvangi. Þeir breyttu í engu
sínu atferli eða aðferðum. Konurnar
urðu því að aðlagast þessum aðstæö-
um, ef þær á annað borð ætluðu sér að
hafa langa viðdvöl „á toppnum".
Nú virðast stjórnunaraðferðir karla
hins vegar ekki lengur vera jafnsjálf-
sagðar og óumdeildar og áður. Oll
umræða um stjórnun, bæði hér á landi