19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 34

19. júní - 19.06.1986, Page 34
og erlendis, beinist nú að því að kven- legir eiginleikar geti engu að síður reynst gagnlegir við stjórnun en eigin- leikar, sem kenndir hafa verið við karla. Það er þó ekki þar með sagt að allar konur séu efni í góða stjórnendur - áreynslulaust. Pað er ekki nóg að búa yfir kvenlegum eiginleikum, ef við- komandi kann ekki að nýta sér þá í vinnunni. Greind, menntun og reynsla munu einnig alltaf skipta máli varð- andi það hverjir eru líklegir til að vera góðir stjórnendur og hverjir ekki. í þessu máli er ekki um neina töfrafor- múlu að ræða, fremur en á öðrum vett- vangi. Pegar fullyrt er að kvenlegir eigin- leikar geti komið að gagni við stjórn- unarstörf í atvinnulífinu, er að sjálf- sögðu gengið út frá því sem staðreynd að konur séu frábrugðnar körlum í mörgum grundvallaratriðum. Konur leggja t.d. meira upp úr tilfinningum og mannlegum þáttum mála. Þetta gerir það að verkum að konur eru oft næmari fyrir ýmsum tilfinningum, sem bærast með fólki, og eru vanari að bregðast við þeim. Móðurhlutverkið hefur hingað til fremur verið álitið dragbítur á frama kvenna á vinnumarkaði, en nú virðist sú skoðun á undanhaldi hjá framsýnu fólki sem kynnt hefur sér frammistöðu þeirra við stjórnunarstörf. Mæður þurfa nefnilega sífellt að vera að stjórna á heimilunum, þær þurfa að til- einka sér skipulagshæfni og þær þurfa að koma á sáttum milli „stríðandi aðila“, bæði barnanna innbyrðis og á milli föður og barna. Þar að auki þurfa mæður að rækta með sér þann eigin- leika að geta hlustað með eftirtekt og gefið góð ráð. Síðast en ekki síst verða mæður að geta brugðist rétt við þegar upp koma óvæntar aðstæður og erfið- leikar. Nýjustu kenningar varðandi konur og stjórnunarstörf eru greinilega jákvæðar og ættu því að vera uppörv- andi fyrir kvenkynið. Konur eru ekki lengur hvattar til að temja sér þá stjórnunarhætti, sem einkennt hafa karla í gegnum aldirnar, heldur er þeim einmitt bent a áð nýta hina kven- legu eiginleika sína í starfi. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvenær áhrifamenn í íslenskum fyrirtækjum og hinu opinbera stjórnkerfi landsins meðtaka þessa nýju strauma og taka að ráða fleiri konur í stjórnunar- stöður. Vonandi verður þess ekki langt að bíða. Til gamans var leitað til tveggja ungra karlmanna, sem eiga það sam- eiginlegt að vinna undir stjórn kvenna. Hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykja- víkurborgar, SKÝRR, vinnur ungur maður að nafni Ari Harðarson. Fyrir- tækinu er skipt í fimm svokölluö „svið“ og hverju þeirra stjórnar sér- stakur sviðsstjóri, sem síðan er ábyrgur gagnvart forstjóra fyrirtækis- ins. Sá sviðsstjóri sem hefur yfir Ara að segja er Lilja Ólafsdóttir. „Ég hafði nú ekki veitt því sérstaka athygli að yfirmaöur minn er'kona,“ voru fyrstu viðbrögð Ara Harðarson- ar, þegarhann var beðinn um aðtjásig um þetta mál. - Pér finnst það sem sagt ekki neitt sérstaklega merkilegt að kona skuli segja þérfyrir verkum? „Veistu - ég hef látið stjórnast af konum frá því að Ijósmóðirin tók á móti mér hérna um árið. Mér finnst þetta akkúrat ekkert mál, eins og maður segir. Þar að auki hefur hver starfsmaður hérna sitt afmarkaða verksvið, svo maður finnur ekki svo mjög fyrir „stjórnun“. - Finnurðu þá ekki fyrir neinum mun á því að vinna fyrir karl eða konu? „Ég hef einnig unnið undir stjórn karlmanns og mér finnst munurinn fremur persónubundinn en kynbund- inn. Ég er líka það ungur að konur hafa yfirleitt kennt mér í gegnum tíð- ina. Þetta er því engin nýlunda." AKKÚRAT EKKERT MÁL - segir Ari Harðarson hjá SKÝRR Það er sannarlega ekki algeng reynsla meðal íslenskra karla. Ungu mennirn- ir tveir gerðu hins vegar afar lítið úr þessu og sáu lítinn mun á því að vinna hjá konu eða karli. Viðtölin fara hér á eftir. Ari Harðarson - Hvernig eru viðbrögð fólks þegar það heyrir að þú hefur konu sem yfir- mann? „Mér finnst sú staðreynd ekkert frásagnarverð sem slík, og held henni því lítið að fólki. Þess vegna get ég tæpast sagt að ég hafi fengið nein við- brögð hvað þetta varðar." — Pú ert svei mér erfiður! Segðu mér þá hvort þú átt jafnauðvelt með að bera virðingu fyrir skipunum konu og karls á vinnustað. Nú brosir Ari út í annað munnvikið og nýtur þess að gera spyrjandanum erfitt fyrir. Ætlar að minnsta kosti ekki að falla átakalaust fyrir því forriti sem blaðamaðurinn notar. „Hver segir að maður þurfi endilega að bera virðingu fyrir þeim, sem skipar manni fyrir? Fyrirskipanirnar verða að réttlæta sig sjálfar, ekki satt?“ - Er jafnrétti á þínum heimavelli, Ari? „Ég myndi segja að það gilti jafn- ræði þar, já.“ - Pú býrð vœntanlega ekki einn? „Nei, nei. Ég er giftur og á eitt barn.“ - Og vinnur konan þín utan heimil- isins? „Nei. Hún er enn í námi.“ Frekari yfirlýsingar fengust ekki frá Ara Harðarsyni að sinni. 34

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.