19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 35
Eggert Þorvaröarson
HVORKI
VERRA
NÉ BETRA
- rætt við Eggert Þorvarðarson
hjá Stjómunarfélagi fslands
Eggert Þorvarðarson hóf síðastlið-
inn vetur störf hjá Stjórnunarfélagi
Islands, en á þeim bæ ræður Lára
Ragnarsdóttir ríkjum. Þó Eggert hefði
ekki starfað lengi undir stjórn Láru
þegar blaðamaður hafði samband við
hann, lét hann til leiðast að tjá sig um
þessa tiltölulega óvanalegu reynslu.
Fyrsta spurningin kom reyndar frá
viðmælandanum sjálfum, sem virtist
þeirrar skoðunar að ef til vill væri verið
að gera of mikið mál úr sjálfsögðum
hlut. „Á það að skipta nokkru máli
hvort maður hefur konu eða karl sem
yfirmann?“ Eggert komst hins vegar
ekki upp nieð það til lengdar að snúa
hlutverkunum við og var spurður um
eigin heimilishagi.
„Ég er giftur og á einn dreng, sem er
tveggja ára. Kona mín er í hálfu starfi
hjá Rekstrartækni. Hún er á lægri
launum en ég. Það gerir það að
verkum að hagstæðara er fyrir okkur
að hún vinni aðeins hlutastarf."
- Gœtir þú hugsað þérað vera heima
með drengnum, ef eiginkonan hefði
sömu tekjur og þú?
„Já, ég gæti vel hugsað mér það, að
minnsta kosti hálfan daginn. Reyndar
gæti ég bara mjög vel hugsað mér þetta
fyrirkomulag!
Það eru margir kostir við það að
vera heima hluta úr degi. þá er t.d.
hægt að fara í gönguferð niður í bæ
þegar vel viðrar, eða keyra upp í Blá-
fjöll og taka sleðann með.“
- Myndi það ekki koma niður á
heimilisverkunum, sem óneitanlega
þarfað sinna líka?
„Þau þarf bara að skipuleggja vel.
Ef það er gert, gengur þetta allt auð-
veldlega upp.“
— En svo við snúum okkur að tilefni
viðtalsins, Eggert. Hvernig er að vinna
undir stjórn konu?
„Ég segi nú bara aftur: Á þetta ekki
að vera eins?
En í fúlustu alvöru, þá verð ég ekki
var við að það sé á neinn hátt annað en
að vinna undir stjórn karlmanns.
Munurinn er hreinlega enginn, að því
er ég fæ séð. Það er hvorki verra eða
betra að vinna hjá Láru en hjá þeim
körlum sem ég hef haft sem yfirmenn.
Það fer eftir persónunni en ekki kyn-
inu, hvernig yfirmaður reynist."
- Verður þú var við undrun eða
önnur viðbrögð í þá veru, þegar fólk
fréttir um kyn yfirmpnns Stjórnunar-
félagsins?
„Nei, ég hef alls ekki orðið var við
neina undrun í því sambandi."
- Áttu jafnauðvelt með að bera virð-
ingu fyrir og fara eftir fyrirskipunum
konu og karls á vinnustað?
„Já, það held ég. Ég ber engu minni
virðingu fyrir mínum núverandi yfir-
manni en þeim, sem ég hef áður unnið
hjá. Ég virði fyrirmæli hennar full-
komlega. Það er ekkert að því að kona
sé yfirmaður og stjórni - svo fremi að
hún viti nákvæmlega hvað hún er að
gera, auðvitað."
- Þú finnur sem sagt alls ekki fyrir
neinum mun á kynjunum í yfirmanns-
stöðum?
„Ég er kannski ekki frá því að kona
leggi sig meira fram við að kynnast og
fylgjast með fjölskylduhögum starfs-
manna. Hún er „mannlegri" á þann
hátt, ef svo má að orði komast. Man
kannski nafn maka manns, kyn og
aldur barnanna, og þess háttar.“
I vestfirska'
FRETTABLASID
er landsmálablað
sem kemur út á
fimmtudögum
gefur innsýn í lífsbaráttu
fólks, sem býr strjált
í harðbýlum landshluta
er ekki ríkisstyrkt blað
er ekki tengt neinum
stjórnmálaflokki og
á gengi sitt allt
undir vinsældum
sínum meðal lesenda
svo og því áliti, sem það
nýtur hjá auglýsendum
er sent í pósti til
áskrifenda um land allt
Auglýsinga- og
áskriftarsími blaðsins eru
94-4011 94-3223 og 94-3100
utan almenns vinnutíma
»i ■»■■■■»■■■■■»»■■» j
[ vestfirska 1
FRÉTTABLASIS
PÓSTHÓLF 33 400 ÍSAFIRÐI