19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 36

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 36
Þegar talað er um hjónabandið á ís- landi nú á tímum og stöðu þess, fer varla hjá því, að margur finni til kvíða vegna þeirrar ágjafar, sem þessi virta stofnun hefur orðið fyrir. Og þó ber hinu ekki að neita, þegar skoðaðar eru allar þær breytingar sem sú kynslóð, er nú byggir landið, hefur gengið í gegnum, þá veldur það engri furðu, þótt ýmsir þeirra þátta, sem fyrr voru svo sjálfsagðir, að vart þurfti að ræða um þá, hafi sveigst frá þeim raunveru- leika, sem fyrr gilti. Við getum nefnt ýmislegt, sem hefur breytt þeirri undirstöðu, sem hjónabandið hvíldi á, og haföi staðið svo til óbreytt um aldir. Þjóðfélagið var myndað utan um þann kjarna, sem voru fjölskyldurnar. Þær aftur á móti voru ekki einvörðungu einstaklingar, sem áttu heima í sama húsinu, á sama bænum, heldur var um að ræða vinnu- einingu um leið. Hin rómantíska lýs- ing frá baðstofulífi fyrri tíma, þar sem einn las og hinir sinntu margvíslegum störfum, er ekki eingöngu glansmynd samstöðunnar í andstöðu við það mið- flóttaafl, sem nú virðist helzt ríkja, heldur var þarna um að ræða fyrirtæki, sem var rekið innan vébanda heimilis- ins. Flestir bjuggu að sínu. Búðarráp vegna daglegra nauðsynja var bæði óþarft og heldur ekki mögulegt. Þar var síður en svo um að ræða þá skipt- ingu í frumframleiðslu og síðari stig til fullunnings varnings, sem nú þjakar marga í einhæfum störfum sífelldra endurtekninga, heldur var allt tekið fyrir, frá því kýrin var mjólkuð eða kindin rúin, hvort heldur var um undirbúning fæðu til daglegrar neyzlu eða til varðveizlu til seinni tíma, eða flíkin var ofin, spunnin, sniðin og saumuð. Hjónabandið í föstum skorðum Allt var gert heima. Líka þar sem fiskur var dreginn úr sjó. Þar Iögðust allir á eitt við að undirbúa róðurinn, koma afla í land og vinna hann og síðan að huga að bátnum, gera við hann eða verja hann tjóni. Og þarna var ekki aðeins um framleiðsluþættina 36 að ræða. Hið nána samfélag heimilis- ins annaðist að miklu leyti kennsluna að ógleymdum þeim þætti, þar sem eru skemmtanir og tilbreyting frá hinu daglega. Allt var gert heima. Farkenn- arar komu að vísu en ábyrgðin hvíldi ekki einvörðungu á þeim, heldur á hinum fullorðnu, sem litu til með börnunum. Og þó að kirkjuferðin væri mikils virði, bæði í trúarlegum og félagslegum skilningi, þá voru hús- lestrar fluttir og passíusálmar lesnir. Heimilið var sjálfu sér nógt. Þarna þróaðist það samfélag, sem lítt raskað- ist, ár frá ári, öld fram af öld. Það var því ekkert óeðlilegt, þó að hjónabandið væri í l'östum skorðum líka. Enda var langt frá því, að þar hafi alltaf verið stofnað til samfélags út frá þeim sterku straumum einum, sem stafa frá tilfinningahitanum. Margt annað kom til, og þá ákveðin viður- kenning þeirra þátta, sem að framan er getið. Og þó að það slettist upp á vinskapinn í hjónaböndum fyrri tíma, þá var sízt hugað að þeim möguleika að leggja leið sína til prestsins og fara að sækja um skilnað. Hvoru tveggja kom til að festan í þjóðfélaginu bauð ekki upp á slík slit og eins hitt, að ekki var víst, að hjónin hefðu það nokkuð skárra, þó að þau færu út í það að skilja, heldur en þó þau héldu áfram að búa í hjónabandi, þar sem ýmislegt bjátaði á. Og auk þess bar að taka tillit til þess, að fjölskyldan, vinnueiningin, já, megum við ekki jafnvel kalla það fyrirtækið, var miklu þýðingarmeira heldur en hamingjan í hjónabandinu ein. Þjóðfélagið og hefðin stuðlaði því að því, auk hins efnahagslega þáttar, að halda hjónaböndunum innan sinna marka án skilnaðar. Öllu snúið við Breytingarnar miklu, sem á hafa orðið, eru öllum kunnar. Þjóðfélagið virðist um margt frekar reikna með hjónaskilnuðum, heldur en að stuðn- ingur komi fram á öllum þeim þýðing- armiklu sviðum, sem hafa áhrif á hjónin. Löggjöf ýtir ekki undir hjóna- bandið í álagningu skatta, heldur þurfa hjón oft á tíöum að greiða meira
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.