19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 38

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 38
rúmið nú til dags, þar sem heimilið er ekki lengur miðdepill alls og hjóna- bandið þar með ekki undirstaða ein- staklinganna, sem leggja miklu meir upp úr tilfinningum sínum og fyrir- mælum hjartans, heldur en tíðkaðist eða þótti eðlilegt hér áður fyrr. Og það sorglega við þjóðfélagið eins og það er í dag, er það, að fleira virðist verða til að brjóta í sundur hjónarúmið, heldur en veitt er til að forðast slíka athöfn. Og hver er afleiðing þess, ef þriðja hvert hjónaband á það fyrir höndum að lenda í skilnaði? Síðan ég fékk þessa tölu, hef ég ekki komizt hjá því, ef ég t.d. gifti þrenn hjón sama laugar- daginn, (sern nú heyrir reyndar til undantekninga í mjög fækkandi hjóna- vígslum) að spyrja mig að því, hvort það sé óhjákvæmilegt lögmál, að ein þessara hjóna lendi í því að stíga þung skref til skilnaðar og upplausnar heimilisins? Og ef slíkar hugsanir ásækja mig, þá geta þær auðveldlega líka orðið til þess að draga úr viðnáms- þrótti einhverra hjóna, sem láta berast með straumnum í stað þess að synda í móti honum. Gangi þjóðfélagið út frá því, að skilnaður sé ekkert annað en eðlileg afleiðing tilfinningabreytinga, þá er þar að finna alveg jafnmikil áhrif eins og í því þjóðfélagi forðum, sem taldi skilnað ekki meðal þeirra lausna, sem heimilinu stæðu til boða. Pað sem ég hef verið að leitast við að benda á hér að framan, er því hvorki frumlegt né óvitað. En þær breytingar, sem orðið hafa á þjóðfélagi okkar og þar með hjónabandinu, eru engin lögmál. sem við hljótum að beygja okkur undir án þess að leitast við að sporna þar nokkuð við. Kvennaára- tugurinn er að baki og þau áherzlu- atriði, sem þar giltu, hafa skilað miklum árangri. En einmitt vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa á högum kvenna, hlýtur að verða að skoða næsta áratug með tilliti til hjónabandsins, samvinnu karla og kvenna innan vébanda þess, og hvað bæði þjóðfélagið og félagasamtök geta gert til þess að styðja þá innviði, sem þar mega ekki gliðna svo, að hjóna- rúmið sé barið í sundur. Það er að segja, ef hugur er fyrir því hjá leið- togum þjóðar og samtaka að styðja þar við bakið á þessari helgu stofnun aldanna allra. Og þá er eðlilegt að spurt sé, hvort allar þær breytingar, sem orðið hafa, séu sjálfsagðar, hvort þær séu eðlilegar og hvort þær séu æskilegar. Og þegar slíku er svarað, þarf að taka tillit til einstaklinganna sem ganga í hjónaband, síðan þeim sem sjá dagsins ljós vegna þessa sam- félags, fjölskyldnanna sem tengjast vegna þessa og síðan þjóðfélagsins alls, sem er vitanlega ekkert annað en samansafn þessara þátta. Og því væri það ekki lítið verk eða óverðugt, ef kvennasamtök tækju sér fyrir að efna til ráðstefna og umræðna um hjóna- bandið í samtímanum, hvert ber að stefna með það, og hvort svo er sjálf- sagt sem verið hefur, að skilnaður sé einfaldasta lausnin, þegar einhverjir árekstrar verða. Og þá um leið að skoða þessa árekstra og rætur þeirra. Kraftaverki líkast Frá mínum bæjardyrum séð fylgirsorg í flestunr tilfellum skilnuðum. Pess eru vitanlega dæmi, þegar ekkert annað virðist vera til staðar cn skilja. Og þó er sú spurning áleitin, þegar þannig stendur á, hvort ekki hefði verið hægt að grípa inn í fyrr og þá hefði lausnin hugsanlega orðið önnur. Og þó verð ég að játa það, þegar ég virði þjóðfé- lagið fyrir mér og skoða allar breyting- arnar, sem orðið hafa, að mér finnst það næstum kraftaverki líkast, hversu mörg hjónabönd hafa þó varðveizt og hversu margir einstaklingar sækja hamingju sína til þess og heimilisins. En þá kemur líka alltaf sú áleitna spurning, hvort nóg hafi verið gert til þess að stuðla að því, að fleiri hjóna- bönd komist yfir til þessa kraftaverka- þreps. Og þá er svarið hiklaust: Nei. Hvorki þjóðfélagiö né hin margvís- legu samtök gera nóg til að styrkja inn- viði hjónabands og heimilis. Og undanskil ég þá alls ekki heldur það samfélag, sem ég þjóna, þar sem er kirkjan. En hitt veit ég, að þarstendur ekki á því að starfa með þeim öðrum, sem virða þýðingu hjónabandsins fyrii einstaklingana og samfélagið allt. ÁBÓT Á VEXTI GULLS IGILDI ÚTVECSBANKINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.