19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 43
un til fjögurra ára í senn sem lögð er fyrir félagsmálaráðherra. Ráðherra skal síðan leggja fyrir ríkisstjórn og Alþingi fjögurra ára framkvæmda- áætlun, þar sem höfð er hliðsjón af áætlun Jafnréttisráðs. - Heldur ráðið fundi reglulega? Já, við höldum fundi hálfsmánaðar- lega. Ráðið gegnir tvíþættu hlutverki, annars vegar að gera stefnumarkandi áætlanir fyrir framtíðina og hins vegar að sinna ýmsum ágreiningsmálum, sem vísað er til Jafnréttisráðs. Þar sem ágreiningsmálin krefjast oft skjótrar úrlausnar, taka þau verulegan hluta af tíma okkar. Klögumóilaráð - Nú er Jafnréttisráð best þekkt meðal almennings sem Klögumálaráð; hvernigmálum er helst vísað tilykkar? Þeim má skipta í þrjá aðalflokka: auglýsingar, launamál og stöðuveit- ingar. Samkvæmt jafnréttislögunum mega auglýsingar ekki vera öðru kyn- inu til minnkunar eða stríða gegn jafn- rétti kynjanna á nokkurn hátt. Auk þess er óheimilt að auglýsa eftir fólki til vinnu aðeins af öðru kyninu, nema verið sé að stuðla að jafnari kynja- skiptingu innan atvinnugreinarinnar. Lögurn samkvæmt bera körlum og konum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf, en þar vill stundum verða misbrestur á. Eins tekur umfjöllun um stöðuveit- ingar töluverðan tíma hjá ráðinu. Skyldur ráðsins - Hver eru helstu verkefni ráðsins? Ef við lítum fyrst á þær skyldur, sem lögin um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla leggja Jafnréttisráði á herðar, þá eru þau eftirtalin: 1. Sjá um að ákvæðum 2.-12. gr. laga þessara sé framfylgt, en þar er eink- um fjallað um atvinnu og menntun. 2. Vera stefnumótandi aðili í jafnrétt- ismálum hér á landi. Skal ráðið vinna framkvæmdaáætlun til fjög- urra ára í senn og leggja fyrir félags- málaráðherra. Þar skal kveðið á um aðgeröir til að koma á jafnrétti kynjanna. 3. Vera ráðgefandi gagnvart stjórn- völdum, stofnunum og félögum í málefnum er varða jafna stöðu og jafnrétti með konum og körlum. 4. Sjá um fræðslu og upplýsingastarf- semi til félagasamtaka og almenn- ings. 5. Fylgjast með þjóðfélagsþróuninni sem m. a. varðar þetta lagaefni, og gera tillögur til breytinga til sam- ræmis við tilgang laganna. 6. Stuðla að góðri samvinnu við sam- tök atvinnurekenda og launafólks og önnur félagasamtök svo að stefnu og markmiði þessara laga verði náð með eðlilegustum hætti. 7. Taka til rannsóknar af sjálfsdáðum stöðu kvenna og karla að því leyti er lög þessi varðar. Opinberum stofnunum, atvinnurekendum og félagasamtökum á vinnumarkaði er skylt að veita Jafnréttisráði hvers konar upplýsingar hér að lútandi. 8. Taka við ábendingum um brot á ákvæðum þessara laga, rannsaka málið af því tilefni og senda að rannsókn lokinni niðurstöður til þeirra aðila sem málið snertir. 9. Hafa samband við jafnréttisnefndir sveitarfélaga. Auk þess er æskilegt að jafnrétt- isráð sé lifandi vettvangur fyrir alla umræðu um jafnréttismál. - Hvernig takið þið' á þessum málum? Varðandi launa- og stöðuveitinga- mál er fyrst kallað eftir skriflegum skýringum frá atvinnuveitanda. Aö þeim fengnum er fjallaö um málið. Ef Jafnréttisráð kemst að þeirri niður- stöðu að ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hafi verið brotin, þá beinir ráðið rök- studdum tilmælum um úrbætur til við- komandi aðila, þar sem það á við. Fall- ist viðkomandi aðili ekki á tilmæli ráðsins, er ráðinu heimilt að höfða mál til viðurkenningar á rétti aðila í sam- ráði við hann. Sambærilegar starfs- reglur gilda um starfsaugiýsingar. Hinu er ekki að neita að banni við kyngreindum starfsauglýsingum er mjög illa framfylgt. A vegum Jafnrétt- isráðs var gerð könnun í desember s. 1. um fjölda kyngreindra starfsauglýs- inga. Kom þá í ljós að verulegt átak þarf að gera í þessum málum ef Jafn- réttisráð á að fylgja því eftir að ákvæðum laganna sé framfylgt. Voru fjölmiölum og auglýsingastofum sendar niðurstöður könnunarinnar, en þessir aðilar eru nú, auk þess er aug- lýsir, ábyrgir, og þess óskað að þeir létu af uppteknum hætti. Fyrirhugað er að gera nýja könnun í vor og kanna, hvort breyting hafi orðið til batnaðar. Reynist svo ekki vera, þá veröur að fylgja þessum málum eftir með harðari aðgerðum. - Hefur verið gripið til málshöfðun- ar? Að jafnaði hefur svo ekki verið. Þó hefur Hæstiréttur nú þegar dæmt í einu launamáli, þar sem viöurkennt var, að bæði skynin skuli fá sömu laun fyrir sambærileg störf. Nú eru horfur á að stöðuveiting fari fyrir dómstóla. - Eru það eingöngu konur sem leita til ráðsins? Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem leita til ráðsins eru konur. En dæmi eru til þess að karlar leiti til ráðsins, enda er ráðið jafnréttisráð. - Hvernig starfar ráðgjafarnefnd Jafnréttisráðs? Hún sinnir langtímaverkefnum, svo sem útgáfustarfsemi, undirbúningi ráðstefna o.fl. - Hvaða hlutverki gegnir skrifstofan? Skrifstofan er að Laugavegi 116 og er opin alla daga. Þar starfa frarfi- kvæmdastjóri í fullu starfi og skrif- stofumaður í hlutastarfi. Þar er unnið mjög gagnlegt starf, veittar upplýs- ingar og svarað fyrirspurnum, sem ekki þurfa álits ráðsins með. Eins er þar unniö að gagnasöfnun fyrir þau mál sem ráöiö þarf að gefa umsögn um auk margra annarra verkefna. - Hver eru í þínum augum veiga- mestu framtíðarverkefni Jafnréttis- ráðs? Ég tel í rauninni veigamesta þáttinn í starfsemi ráðsins þann að marka stefnu sem leiðir til hugarfarsbreyt- ingar í þjóðfélaginu. Það þarf að byrja á byrjuninni, og brjóta niður múrana sem standa milli kynjanna og skipta störfum þeirra í hefðbundin karla- og kvennastörf. Til þess þurfa stúlkur það áræði að hásla sér völl í námi og starfi á þeim sviðum, þar sem karlmenn hafa hingað til nánast einokað og flest gefa hærri laun. Konur þurfa líka að skilja að mörgum þeim störfum fylgir ábyrgð, sem verið er að borga fyrir, og þær verða að vera tilbúnar að axla. Þær þurfa líka að geta skapað sér rýmri tíma. Hver kannast ekki við hina „ómissandi“ karlmenn sem ávallt geta unnið lengur, ef eftir því er leitað. Ekki þurfa þeir að gæta bús og barna, þó auðvitað séu á því heiðarlegar undantekningar. Þegar konur ná jöfn- um rétti á heimilunum, ná þær einnig jöfnum rétti á vinnumarkaðinum. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.