19. júní - 19.06.1986, Page 44
HÉR OG ÞAR • HITT OG ÞETTA • HÉR OG ÞAR •
Fyrir framtaksamar konur
/
Skyldu ekki margar konur
víða um land luma á ýmsum
snjöllum hugmyndum um
framleiðslu eða þjónustu af
einhverju tagi sem þær blóð-
langar að reyna að koma í
framkvæmd, stofna til þess
eigið fyrirtæki og verða þar
með sjálfs sín herrar (eða
dömur)? Eru ekki líka
margar í þeim sporum að
komast ekki lengra í eigin
starfi eða bara orðnar leiðar
á að láta aðra segja sér fyrir
verkum?
I nágrannalöndum okkar,
einkum Svíþjóð og Noregi,
hefur markvisst verið unnið
Sjónvarp:
Þar sem
karlarnir
tala
að því á allra síðustu árum
að örva konur til að koma á
fót eigin atvinnurekstri. í
Svíþjóð hafa verið haldin
námskeið, bæði stutt og
löng, fyrir þær sem telja sig
búa yfir góðri hugmynd eða
hafa þegar ráðist í stofnun
eigin fyrirtækis. Það er Ut-
vecklingsfonden í Svíþjóð
(einskonar Byggðasjóður)
sem staðið hefur fyrir starf-
semi þessari og styrkt.
í vetur hefur verið unnið
að undirbúningi og athug-
unum á því að koma svip-
uðu starfi af stað hér á
landi. Frumkvæðið kemur
frá nokkrum starfsmönnum
Iðntæknistofnunar Islands
og iðnaðarráðuneytisins en
aðilar að undirbúningsstarf-
inu er eru auk þess Jafnréttis-
ráð, Framkvæmdanefnd um
launamál kvenna og KRFÍ.
25. apríl sl. var haldinn
fræðslufundur um fram-
kvæmdina á þessum málum
hjá frændþjóðunum. Þar
hélt Margareta Bergmark,
ráðgjafi hjá Utvecklings-
fonden í Nyköping í Sví-
þjóð fróðlegt erindi um til-
högun námskeiðanna í landi
sínu og var áhugi fundar-
gesta greinilegur. Einnig
miðlaði Ellen Sjödin frá
Þrændalögum í Noregi
undirbúningshópnum af
reynslu Norðmanna, en þeir
reka sérstakan skóla fyrir
þá sem hyggja á eigin rekst-
ur auk námskeiðahalds líkt
og Svíar.
Árangur þessa starfs er
þegar að sjá dagsins Ijós.
Fyrsta námskeiðið fyrir
konur fer fram í lok maímán-
aðar hjá iðnrekstrardeild
Iðntæknistofnunar.
JMG
Norskt kvennaútvarp
Árið 1984 var gerð könn-
un á því í Noregi hver skipt-
ing kynjanna væri í sjón-
varpsfréttum norska sjón-
varpsins.
Könnunin stóð í tvær
vikur og var gerð þannig að
athugað var hlutfall kvenna
sem fréttamanna og við-
mælenda og í öðru lagi hve
lengi konurnar töluðu. í
ljós kom að hlutfall kvenna
sem fréttamanna var 8% og
sem viðmælenda 14%. Sam-
tals töluðu allar þessar
konur í 11 mínútur á meðan
karlarnir töluðu í tvo tíma
og 24 mínútur. í heildina
talið voru 87,5% þeirra sem
töluðu í fréttaþættinum
karlar, en 12,5% konur.
Þess má geta að fjórðungur
af þessum 12,5% var ein og
sama konan, nefnilega Gro
Flarlem Brundtland!
Pýtt og endursagt - vd.
í október 1982 stofnsetti
hópur kvenna útvarpsstöð-
ina RadiOrakel í Osló í
Noregi. Konurnar höfðu
enga reynslu af vinnu við
útvarp. Hugmyndin að
kvennaútvarpi kom upp í
hópi sem vann að því að
setja á stofn menningarmið-
stöð kvenna og í upphafi
var stöðin fjármögnuð með
fé frá kvennamenningar-
hátíð sem haldin var 1979.
Rita Westvik, sem var
útvarpsstjóri RadiOrakel
fyrstu tvö starfsárin, segir
svo frá í viðtali við norska
blaðið Kvinner í Media:
„Þegar við stofnuðum
RadiOrakel ákváðum við
að við vildum hafa sam-
vinnu við karla en að konur
skyldu alltaf vera í meiri-
hluta, bæði sem starfsmenn
og stjórnendur. Við vildum
kunngjöra styrk kvenna,
hugmyndaauðgi, framtak
og framfarir... RadiOrakel
er staður fyrir stelpur sem
óska eftir reynslu af fjöl-
miðlum á öðruvísi hátt.
Línan sem við gáfum okkur
var „Konur í hversdagslíf-
inu, í baráttu og gleði“. Við
létum áhugann ráða í efnis-
vali, spurðum okkur hvað
okkur líkaði og prófuðum
svo að framkvæma það.“
Islenskar konur, er þetta
ekki möguleiki sem við
ættum að athuga nánar?
Pýtt og cndursagt úr
Kvinner i Media - vd.
Iþrótta-
fréttaritun
- við hæfi kvenna?
í norska blaðinu Kvinner
i Media er ýmislegt for-
vitnilegt, og eftirfarandi
frásögn er einmitt þaðan:
Þegar fyrsta konan sótti
um inngöngu í Félag
norskra íþróttafréttaritara
árið 1973, olli það miklum
taugatitringi innan félags-
ins. Staðfesting á umsókn-
inni var látin bíða í lengstu
lög. Ástæðan var sú að
venja var að sýna klám-
myndir á fundum félagsins.
En að lokum var komist að
þeirri niðurstöðu að félagið
gæti ekki verið þekkt fyrir
að útiloka metnaðargjarnar
konur sem vildu standa
jafnfætis körlum á þessu
sviði sem öðrum.
Eftir vandræðalega reynslu
er fyrsta konan sat fund í
félaginu var bundinn endir
á þessa sérstöku kvikmynda-
hefð. í dag eru fjórar konur
í félaginu og þó nokkrar í
viðbót starfa á héraðs- og
bæjablöðum. Öllum er
þeim sagt að íþróttafrétta-
ritun sé ekki fyrir kvenfólk.
„Strákar samþykkja slíkt
ekki“ er ástæðan sem þeim
er gefin. Önnur afsökun
sem er gjarnan notuð er að
íþróttamennirnir vilji ekki
láta konur taka við sig
viðtöl. Starfandi konur í
faginu segja frá því að
íþróttamennirnir snúi sér
oft fyrst til ljósmyndarans í
þeirri trú að blaðakonan sé
bara kærasta sem hafi
fengið að fljóta með...
l’ýtt og endursagt úr
Kvinner i Media - vd.
44