19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 46

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 46
í gær fékk ég bréf frá Birnu, bróður- dóttur minni. - Hún var stundum hjá mér í sveitinni á sumrin þegar hún var lítil. Hann pabbi hennar, hann Baldur bróðir minn, var feginn að losna við hana þegar þau hjónin voru að frílysta sig í útlandinu. Þetta var besta stúlka, hún Birna, gjörólík honum pabba sínum, sem er satt best að segja dálítill sperrileggur. Hann var nú svo sem settur til mennta, hann Baldur bróðir minn. Ekki vildi hann búa í sveit, þó það væri nógu gott handa mér. - Hann fór allt upp í háskóla og er nú einhvers konar aðstoðarforstjóri. Mér varð að nægja að fara í grautarskóla, þó mér gengi alltaf betur að læra en Baldri. - Og ég varð bara sveitakona og karlinn minn er með mosann í skegginu, eins og þeir segja fyrir sunnan, þegar þeir eru að reyna að vera fyndnir á kostnað bændafólks. En hún Birna mín fékk að læra, enda gekk henni vel. - Ætli hún hafi ekki námsgáfurnar frá mér? - Ekki hefur hún þær frá honum föður sínum eða konuskepnunni hans sem elskar silfur, kristal og postulín og tilbiður Baldur aðstoðarforstjóra. - Þau áttu engan strák svo þau urðu að senda Birnu í langskólanám. Hún stóð líka fyrir sínu stúlkan. Tók öll sín próf með ágætum. - En þegar hún var nýútskrif- aður lögfræðingur kom steinn í göt- una. Það er að segja piltur, og saga hennar breyttist nokkuð. Ég man vel eftir hátíðlega bréfinu sem hann bróðir minn sendi mér þegar hann var að bjóða okkur að vera í brúðkaupi dóttur sinnar og Sigurðar Sigurðssonar, cand. jur. Á boðsbréf- inu var tekið fram að samkvæmis- klæðnaður væri æskilegur. Það var nú svo. Karlinn minn blessaður átti engin kjólföt, ogekki einu sinni að sparifötin hans væru dökk. Hann sat bara heima. Ég átti peysuföt svo ég gat klæðst skammlaust. Hann var nú aðeins stélbrattur, hann bróðir minn þegar hann teymdi hana Birnu sína inn kirkjugólfið og afhenti hnossið væntanlegum eigin- manni. Blessuð stúlkan mín var ósköp glöð að sjá. Hún bjóst sjálfsagt við miklu. - En mér fannst ekkert til um piltinn. Hann var þó snoppufríður og gæða- legur á svipinn. - Ég vonaði að hann yrði henni vænn. Ég hef ekki nema einu sinni heim- sótt hana Birnu síðan hún fór að búa. Ég Ieit inn til hennar þegar ég var á ferð. Hún var ekkert hress þann daginn. Svo var hún með kolsvört gler- augu. Það var nú rigning úti svo ekki þurfti hún að vera með sólgleraugu. Hún sagði mér að hún hefði meitt sig, rekið sig á snerilinn á skápnum þeim arna og fengið glóðarauga. Hún tók Smásaga eftir Valborgu Bcntsdóttur snöggvast ofan gleraugun. Það var ósköp að sjá hana. Það var sprungið fyrir á augabrúninni. Ég gat nú ekki skilið hvernig hún gat rekist á þennan sneril. Hann var svo hátt uppi að hún hlýtur að hafa staðið á stól. En hún eyddi öllu tali þar um og fór að hella á könnuna. í stofunni var stærðar vasi fullur af rósum. - Er einhver merkisdagur hjá þér, vina? varð mér að orði. Henni varð eins og hverft við. - Nei, nei. Hann Siggi kcmur stundum með rósir. - Það er fallegt af honum sagði ég til að segja eitthvað. - Það fékk engan hljómgrunn. Það var bara eins og hún gretti sig. - Mér fannst Birnu minni brugðið og stóð stutt við. Síðan eru liðin nokkur ár. Og bréfið kom í gær. - Það gladdi mig á vissan hátt, þó efni þess væri ekki neitt gleði- efni. En mér fannst ég allt í einu hafa endurheimt tápmiklu stúlkuna mína úr tröllahöndum. Hér er svo bréfið: Elsku frænka. Þú ert eina manneskjan sem ég get leitað til og ég veit að þú bregst mér ekki. Ég veit að þú stendur við bakið á mér meðan ég er að koma undir mig þeim fótum sem ég ætla mér að standa á hér eftir. Ég kem til þín á morgun með börnin mín þrjú og verð hjá þér meðan ég er að átta mig á því fráleita lífi sem ég hef lifaö, ef líf skyldi kalla. Ég er loksins að fara frá honum Sigga. Ég hefði átt að vera farin fyrir löngu. - Ég hefði átt að fara áður en mér var beinlínis farið að vera illa við hann, fara meðan ég hélt að mér þætti vænt um hann þrátt fyrir allt. Hann er 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.