19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 56

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 56
Frá Lækjartorgi á kvennafrídaginn 1985. (Ljósm. Gunnar V. Andrésson), 19. júní leitaði til nokkurra kvenna á ýmsum aldri og bað þœr segja í stuttu máli frá hlutsínum í kvennafrídögunum tveimur sem Lilja Olafsdóttir gerir að umtalsefni í grein sinni hér að framan. Konurnar voru beðnar að svara því hvernigþátttökuþeirra varháttað meðþað íhuga aðfá fram saman- burð þessara hliðstœðu viðburða. Einnig voru þœr spurðar álits á því hvað hefði áunnist í jafnréttismálum á kvennaáratug- inum. Hérfara svörþeirra og látum við les- endum eftir að draga af þeim ályktanir. BIRNA KJARTANSDÓTTIR, KENNARI I' LEYFI: Mérfannst ég eiga heiminn Ég tók mér frí 24. okt. 1975 frá heimili og börnum, en maðurinn minn tók að sér að sjá um börn og bú. Ég fór ásamt frænku minni á fund- inn niðri í bæ og sá fundur verður mér ávallt minnis- stæður. Þar kemur einkum tvennt til. Allar þessar konur sem stóðu svo þétt hver við aðra þarna í miðbænum að vart var hægt að hreyfa sig. Og svo hún Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir. Hún verður mér ógleymanleg þegar hún stormaði fram á sviðið og hélt þessa þrumandi ræðu blaðalaust. Ég fylltist slík- um eldmóði á þessum fundi að mér fannst ég eiga heim- inn. Tíu árum síðar á kvenna- frídaginn fór ég hvergi, enda með 9 daga gamalt barn heima. Ég hefði að sjálfsögðu farið á fundinn annars. Pess vegna hlýnaði mér um hjartarætur þegar kunningjakona mín kom síðla dags í heimsókn og færði okkur mæðgum rós í tilefni dagsins. Hún var að koma beint úr Kvenna- smiðjunni og með glóð- volgar fréttir úr miðbænum. í dag spyr maður sig hvað áunnist hafi á þessum tíu árum. Mér finnst það lítið og þá á ég einkum við launamálin. Umfjöllun um málefni og störf kvenna hefur aftur á móti aukist og er það vel. BIRNA ÞÓRISDÓTTIR, FULLTRÚI: Umönnun barna sama áhyggjuefni nú sem fyrr 24. október 1975 varég í fríi bæði frá heimilisstörfum og vinnu. Ég fór á fundinn á Lækjartorgi og í kaffi hjá Rauðsokkahreyfingunni á eftir. Mér fannst dagurinn stórkostlegur og mikill hugur í konum. 24. október 1985 var ég í vinnunni hálfan daginn, en fór síðan á fundinn á Lækj- artorgi með hálfum huga þó, því mér fannst um að ræða endurtekningu frá ’75 og hæpið að það tækist. Enda fannst mér andinn ekki samur og fyrir 10 árum. Mér finnst að á síðustu tíu árum hafi uppeldisað- ferðir og hugsunarháttur breyst að einhverju marki. Nú eru líka fleiri konursem afla sér inenntunar en áður og konum hefur fjölgað í ábyrgðarstöðum. Þráttfyrir þennan ávinning er það enn svo að konur hópast fyrst og fremst í hefðbundin kvenna- störf og það hefur sáralítið breyst hvaða námsbrautir karlar velja. Á þessu sviði er þörf hugarfarsbreyting- ar. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.