19. júní


19. júní - 19.06.1986, Side 58

19. júní - 19.06.1986, Side 58
óhikað að beita áhrifum sínum. Meðan karlar skipa flestar áhrifamestu stjórn- unarstöður í landinu, verður jafnréttið meira á orði en á borði. VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR RITHÖFUNDUR: Slógum í gegn á heimsmœlikvarða Ég tók mér að sjálfsögðu frí á „Kvennafrídaginn" F'rir 10 árum, þó ég hefði frekar kosið að fara þá leið að gera verkfall og setja fram fastmótaðar kröfur sem síðan hefði verið fylgt eftir af fullri hörku. Pessi mjúka, kvenlega baráttuað- ferð sléttaði yfir öll átök og setti punkt aftan við kröftugt starf þeirra rót- tæku kvenna sem voru leið- andi fram að þeim tíma. Kvennafrídagurinn var ein allsherjar sáttagerð. Allir voru glaðir og góðir og umfram allt sammála. Það var í raun og veru þjóðhá- tíð. íslenskar konur slógu í gegn á heimsmælikvarða. Karlarnir voru stoltir af þeim en daginn eftir var eins og ekkert hefði gerst. Allt féll í sama gamla farið, enda ekki til sá vinnuveit- andi að hann drægi af kaup- inu þótt dömurnartækjusér frí einn dag, en hann var heldur ekkert að hækka það. 58 Kjörin hafa ekki batnað á áratugnum, þau eru almennt verri en þau voru og vinnuþrælkun launafólks hefur aukist ef nokkuð er. Hefur þá ekkert unnist? Ég var líka á fundinum á Torginu í haust. Það var á margan hátt góður fundur þótt ekki væri hann eins glæsilegur og samkoman fyrir 10 árum. Konurnar voru ekki eins bjartsýnar og þá, ekki eins barnslega glaðar, en þær voru fastar fyrir, meðvitaðri um stétt sína og stöðu og færar um að takast á við þau erfiðu verkefni sem eru framund- an. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR LYFJATÆKNIR: Jafnrétti fremur en forréttindi 1975 tók ég mér ekki frí, en ég var þá tæplega þrítug og heimavinnandi. Kvenrétt- indabaráttan, eins og mér fannst hún rekin á þeim árum, fór óheyrilega í taug- arnar á mér. Mér fannst hún öfgafull og ofstækiskennd og heimavinnandi konur níddar niður. Persónuleg mótmæli mín gegn þessum áróðri voru að breyta í engu mínum störfum á kvenna- frídaginn; fannst þetta stúss aðeins vera fyrir þær sem ynnu utan heimilis. 1985 fannst mér umræðan um stöðu kvenna vera farin að fjalla meira um jafnrétti, sem ég styð heils hugar, en ekki forréttindi annars kynsins. Nú tók ég mér frí þótt ekki væri samstaða um það meðal kvennanna á vinnustaðnum. Ég fór á fundinn og fannst þar mjög góður andi. JÓNÍNAG. MELSTEÐ HJÚKRUNAR- FRÆÐINGUR: Mikil eining um aðgerðir 1975 var ég 27 ára með 3 börn á ýmsum aldri, en tók mér frí frá heimilisstörfum og fór á fundinn. 1985 vann ég á stórri heilsugæslustöð. Þar var mikil eining um aðgerðir. Vinnustaðnum var lokað og við gengum í kröfugöngu á Lækjartorg. Að fundi lokn- um heimsóttum við Kvenna- smiðjuna. Mér finnst hafa orðið hugarfarsbreyting á þessu tímabili. SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR RÖNTGENTÆKNIR: Oflítið ciunnist 1975 var ég heimavinnandi. í mér var mjög mikill hugur og þótti sjálfsagt að mæta á fundinn og lagði mig alla fram við að fá vinkonur mínar og mæður okkar og tengdamæður á fundinn. 1985 vann ég á stórum vinnustað í heilbrigðisgeir- anum. Mér fannst sorglegt hve þar ríkti annar mórall meðal kvennanna en 1975. Þar vildi meiri hlutinn hafa frí aðeins frísins vegna en ekki til að mæta á fundinum eins og ég gerði. Mér finnst allt of lítið hafa áunnist á þessum 10 árum og starf kvenna eins og húsmóðurstarfið enn aðeins metið í orði en ekki á borði. HANNA EIRÍKSDÓTTIR BANKAMAÐUR: Litlu aðfagna 1975 var ég tæplega 35 ára, heimavinnandi með stórt heimili. Ég var aldrei sam- mála þeim áróðri sem rek- inn var á þessum árum og fannst ætíð gert of lítið úr starfi húsmæðra og uppeld- ishlutverkinu. í samræmi viö það breytti ég í engu mínum daglegu störfum. 1985 vann ég fulla vinnu í banka. Þar var atkvæða- greiðsla um frídag sem var meirihluti fyrir. Ég var því fremur mótfallin sjálf, fannst svo lítið hafa áunnist í jafnréttismálum og enn svo mikil starfsflokkun í þjóðfélaginu eftir kynjum, að litlu væri að fagna.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.