19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 59

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 59
SIGRÍÐUR ÁGÚSTA ÁSGRÍMSDÓTTIR VERKFRÆÐINGUR: Ég varfiill bjartsýni og eldmóðs 1975 var ég liðlega þrítug, full bjartsýni og eldmóðs og trúði að nú myndi allt ganga vel, nú væri framtíðin okkar kvennanna, nú væri tæki- færið og leiðin framundan greið. Ég hafði verið heima- vinnandi skamma hríð, en fannst sjálfsagt að taka fullan þátt í kvennafrí- deginum og gera hluti þenn- an dag, sem ég gerði ekki að jafnaði. Heim af Lækjar- torgi fór ég full baráttuvilja og trú á órofa samstöðu kvenna. Því féll mér enn þyngra, þegar ég hóf aftur störf við sérgrein mína nokkrum mánuðum síðar, að þurfa stöðugt að heyra ásökunar- og vandlætingarhreim kyn- systra minna þegar þær spurðu eftir börnunum. 1985 vann ég á stórum, blönduðum vinnustað. Ég undraðist fram á síðasta dag hvort ekkert ætti að gera á þessum merkisdegi, fannst vanta alla bjartsýni og bar- áttuvilja, allan áróður. Tveimur dögum fyrir kvennafrídaginn héldum við konurnar vinnustaðar- fund í matartímanum. Par ákváðum við að mæta í vinnu en verja deginum í fundahöld og ræða kjör kvenna almennt og sérstak- lega á þessum vinnustað. Þegar áskorunin kom um breiðfylkingu á fundinn ákváðum við að taka henni. Allar lögðu niður vinnu, hittust í hádeginu og héldu síðan á fundinn. Mér er til efs að það hafi verið rétt ákvörðun. Vissu- lega hefði verið gagnlegra fyrir okkur sjálfar að hafa vinnustaðarfund. GUÐLAUG ÓLAFS- DÓTTIR FV. VERSLUNARSTJÓRI: Léleg eftirlíking 1975 tók ég þátt í kvennafrí- deginum af lífi og sál þótt ég væri mjög ánægð heima- vinnandi húsmóðir. Eigin- ntaðurinn sá um börnin en sjálf fór ég á fundinn. Á kvennafrídaginn 1985 lít ég sem lélega eftirlík- ingu, sem mér fannst ekki einu sinni sniðug, og tók engan þátt í honum. Ég rak mitt fyrirtæki og fannst það sérlega ánægjulegt þennan dag. En það kom mér á óvart, og kont raunar illa við mig, að þennan dag höfðum við ekki friö fyrir alls konar „erindrekum“, sem ýmist hringdu eða komu og „báðu“ um að fyrirtækinu yrði lokað. VILBORG HARÐARDÓTTIR: Eins og þegar steini er kastað í vatn 24. október 1975... Þvílík- ur dagur! Við rauðsokkar vorum að undirbúa daginn fram á nótt. Það fyrsta sem ég gerði var að lesa blöðin, spennt að sjá hvernig þar væri tekið á deginum, - og líka að sjá á prenti minn fyrsta - og eina til þessa- leiðara í Þjóðvilj- anum, sem mér hafði veist sá heiður að fá að skrifa í tilefni dagsins. Svo var hlaupið niðrá Skúlagötu 4 þar sem við „tókum útvarp- ið“. Síðan var þotið upp í Menntaskólann við Hamra- hlíð, en þar hafði ég lofað að tala á fundi nemenda. Einhverntíma um morgun- inn eða hádegið var líka lokaæfing hjá rauðsokka- kórnum fyrir útifundinn. Um hádegið voru þegar farnar að berast fréttir af að konur víösvegar um land heföu ekki mætt til vinnu sinnar og á mörgum vinnu- stöðum væru karlarnir með börnin með sér. Hvað skyldu margar koma í göng- una og á fundinn? Hápunktur dagsins hjá mér var gangan frá Hlemmi niðrá Torg. O, hvað við Hildur Hákonar vorunt stolt- ar að ganga fremstar í fylk- ingu undir rauðum fánum rauðsokkanna, sem blöktu svo fallega í golunni. Ég man, að við töluðum um, að þetta upplifðum við einu sinni á ævinni. Á leiðinni óx gangan og óx og óx og niðrá Torgi náði fundurinn yfir allt auða svæðið - aldrei hafði sést svo stór útifund- ur. Dagskráin hófst, ræðurn- ar voru fluttar og við kontum upp á sviðið með langan borða með slagorðinu „Kvennabarátta er stétta- barátta“. Þegar ég stóð þarna uppi og horfði yfir allan fjöldann var ég svo glöð að ég var næstum farin að gráta og ætlaði varla að geta byrjað að syngja vegna kökksins í hálsinum á mér. Um kvöldið ræddum við saman í Sokkholti. Hvert yrði framhaldið? Höfðum við fórnað of miklu í sam- starfinu við íhaldskerlingarn- ar? Hafði bitið verið tekið úr hugmyndinni með að kalla daginn Kvennafrídag? Var ekki þrátt fyrir allt mest um vert að konur höfðu náð saman og fundið hversu sterkar þær gætu verið í samstöðunni? Skipti ekki mestu máli hver margar konur, sem áður höfðu lítið eða ekkert leitt hugann að jafnréttis- og kvenfrelsis- málum, voru nú að vakna? Tíu árum síðar sést, að þarna var kastað steini í vatn og á fletinum mynduð- ust stærri og stærri hringir, sem náðu lengra og lengra. Þótt ekki hafi miðað eins vel í málum kvenna og við vonuðumst til þá er ólíku saman að jafna þegar litið er til almennrar vitundar kvenna um stöðu sína. Það varð vakning. 24. október 1985 var ég á heimleið frá Indlandi. Hugs- aði auðvitað heim, en í stað þess að taka nú þátt í aðgerð- unum 24. okt. höguðu örlög- in því svo, að ég hélt erindi í Haag í Hollandi, um aðstæð- ur kvenna á íslandi, samtök þeirra og baráttu og ekki síst hvernig hægt var að ná sam- stöðu um 24. október. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.