19. júní - 19.06.1986, Side 60
OG UNNIÐ STÓRVIRKI
Rætt við Láru V. Júlíusdóttur og Elínu Pálsdóttur Flygenring
Síðastliðið ár var lokaár kvennaáratugar Sameinuðu þjóð-
anna og var þess minnst á margvíslegan hátt hér á landi, eins
og flestum lesendum 19. júní er vafalaust enn í fersku
minni. I hvert skipti sem einhverjir viðburðir áttu sér stað af
þessu tilefni var þess jafnan getið að þeir væru að tilstuðlan
eða frumkvæði ’85-nefndarinnar. Þannig var meðal annars
haldin viðamikil listahátið kvenna, gefið út veglegt heimilda-
rit um tímabilið frá 1975, haldinn fjöldafundur á Kvenna-
frídaginn og sýning á störfum kvenna í Kvcnnasmiðjunni í
heila viku, allt í nafni '85-nefndarinnar.
Og hvað er svo þessi nefnd eiginlega, hvernig til komin og
samansett? Til að svara þessum spurningum og fáeinum
öðrum um starfsemi þessarar afkastaniiklu nefndar leitaði
blaðið til tveggja þeirra fimm kvenna er skipuðu fram-
kvæmdahóp ’85-nefndarinnar, þeirra Elínar Pálsdóttur
Flygenring framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs og Láru V.
Júlíusdóttur lögfræðings Alþýðusambands íslands og ný-
kjörins formanns KRFÍ. Auk þeirra tveggja skipuðu hóp-
inn María Pétursdóttir skólastjóri, Sólveig Ólafsdóttir lög-
fræðingurog Jóhanna Sigurðardóttiralþingismaður. Óhætt
er að fullyrða að starf ncfndarinnar mæddi mest á þessum
fimm konum sem lögðu góðu máli lið í ómældri sjálflioða-
vinnu og stýrðu framkvæmdum af mikilli ósérhlífni og
dugnaði.
Þœr Elín og Lára voru fyrst spurðar
hvernig hugmyndin um þessa nefnd
hefði fœðst og hverjir áttu frumkvœði
að stofnun hennar.
Elín varð fyrir svörum: „Aðdrag-
andinn var sá að árið 1983 setti félags-
málaráðuneytið á stofn undirbúnings-
nefnd til að hafa með höndum undir-
búning kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Nairobi árið 1985. Strax
vaknaði sú hugmynd í nefndinni að
gera eitthvað eftirminnilegt hér á landi
í tilefni síðasta árs kvennaáratugarins.
Var rætt um í hvaða mynd slíkt gæti
orðið og ákveðið að kalla saman full-
trúa frá áhugamannafélögum kvenna,
stéttarfélögum þeirra og kvenfélögum
stjórnmálaflokkanna. Þetta mun hafa
verið í apríl 1984. Á þessum fundi ríkti
mikill áhugi á stofnun sérstakrar
nefndar vegna aðgerða ársins 1985 og
var undirbúningshópi fengið í hendur
það verkefni að móta frekari hug-
myndir um hana. Um miðjan ágúst var
því verkefni svo lokið.“
Lára og Elín í spjalli við 19.júní. (I.jósm. AFG).
60