19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 63

19. júní - 19.06.1986, Síða 63
borgarinnar, lieldur var líka opnað nýtt leikhús, Kjallaraleikhúsið í Hlað- varpanum þar sem frumflutt var leik- verkið Reykjavíkursögur Ástu Sig- urðardóttur eftir Helgu Bachmann, það var flutt ljóðadagskrá í Gerðu- bergi, haldnir a.m.k. sex tónleikar þar sent eingöngu var flutt tónlist eftir konur, leikin af konum og loks var haldin kvikmyndahátíð 12. til 20. október með kvikmyndum eftir inn- lendar og erlendar konur í hópi kvik- myndaleikstjóra. Ég er alveg viss unt að þessi lista- hátíð á hvergi sinn líka hjá öðrum þjóðum og verður varla nokkurn tíma endurtekin. Það eina sem skyggir á ánægjuna með þessa hátíð var að hún reyndist mjög dýr og þar munaði mest um útgáfu sýningarskránna sem mikið tap varð á og reyndist ’85-nefndinni erf- iður biti. En það breytir ekki því að hátíðin sjáll' tókst mjög vel, hún var vel sótt og hún sýndi áþreifanlega hversu mikil gróska er í listsköpun kvenna einmitt nú.“ Hápunktur ársins Og þar með er komið að 24. október, þeim degi þegar tíu ár voru liðirt frá kvennafrídeginum margfræga árið 1975. Blaðamaður snýr sér nú til Láru og spyr hvernig ’85-nefndin hafi haldið upp á afmœlið. „Það má eiginlega segja að mestallt árið hafi verið undirbúningur þessa dags enda var hann hápunktur á starfi ’85-nefndarinnar. Þennan dag var margt á döfinni, þetta var útgáfudagur bókarinnar um kvennaáratuginn, Konur hvað nú?, og þennan dag var opnuð heljarmikil sýning á störfum kvenna í Seðlabankahúsinu sem fékk heitið Kvennasntiðjan. Loks var svo haldinn útifundur á Lækjartorgi sem gaf lítið eftir þeim fyrri tíu árum áður. Ef ég á að rekja dálítið tildrögin að þessu öllu var bókin búin að vera lengi í smíðum. Það var fyrsta verk ’85- nefndarinnar að leggja drög að úttekt á því hvort og þá hverjar framfarir hefðu orðið á stöðu kvenna á kvenna- áratuginum og þegar búið var að leggja línur að innihaldi slíks rits var Jónína Margrét Guðnadóttir ráöin rit- stjóri þess. Hún fékk vinnuaðstöðu hjá Jafnréttisráði, sem var meðútgef- andi að bókinni, og í samvinnu við framkvæmdahópinn allan tók ritið smám saman á sig talsvert viðameiri mynd en áætlað var í fyrstu. Við stefnd- um alltaf að því að bókin kæmi út þennan dag og afhentum Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, fyrsta ein- tak bókarinnar daginn áður. Kvennasmiðjan átti sér ekki alveg eins langan aðdraganda. Það var víst í maí sem launahópurinn ræddi fyrst hugmyndina um einhvers konar sýn- ingu á störfum og kjörum kvenna, en það var ekki fyrr en í september sem endanleg ákvörðun unt hana var tekin. Þá var búið að kanna undirtektir og fá vilyrði fyrir húsnæðinu og þegar Ragn- heiður Harvey var ráðin framkvæmda- stjóri voru ekki nema um 5 vikur til stefnu. Hún hafði sér til liðsinnis rnjög eljusaman hóp og Jóhönnu úr okkar hópi og þessar konur unnu satt að segja kraftaverk, því að sýningin var bæði umfangsmikil og falleg og þar að Fninikvæiiidahópur '85-nefndarinnar. Krá vinstri: Sólveig Ólafsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir, Jóhanna Siguróardóttir, Elín Pálsdóttir Flygenring og María Pétursdóttir. (I.jósm. ióhannes Long). 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.