19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 64

19. júní - 19.06.1986, Page 64
auki tókst að ná upp gífurlegri aðsókn á þessari einu viku sem hún stóð. Vægt áætlað er talið að um 18 þúsund manns hafi komið í Kvennasmiðjuna þessa daga. Við sem að þessu stóðum vorum í einu orði sagt himinlifandi með fyrir- tækið. Og síðast en ekki síst var það svo kvennafrídagurinn númer tvö með úti- fundi og öllu tilheyrandi. Það var dálítið merkilegt að vera vitni að því hvernig sú aðgerð varð til. Við höfðum allt síðastliðið ár verið að ræða hvað ætti að gera til að minnast dagsins svo að eftir því yrði tekið og þá var auð- vitað oft minnst á að konur tækju sér frí frá vinnu, t.d. hluta úr degi. í ’85- nefndinni voru uppi skiptar skoðanir á að endurtaka jafn velheppnaða aðgerð og árið 1975, en eftir því sem nær dró jókst þeirri hugmynd fylgi. í byrjun október var samþykkt í starfshópi vegna 24. okt. að skora á konur að leggja niður störf frá og með kl. 14, en hjá ýmsum verkalýðskonum var meiri áhugi á að taka sér frí allan daginn. Brátt náðist samstaða um að vinna hugmyndinni brautargengi og var ákveðið að birta auglýsingu í blöð- unum með undirskrift 100 kvennameð áskorun um að konur legðu niður störf þennan dag. Þessi auglýsing birtist 19. okt. og það er nær með ólíkindum að það skuli hafa tekist að ná jafn víð- tækri samstöðu um þetta eins og raun varð á með aðeins 5 daga fyrirvara. Þetta tókst með því að skrifaðar voru greinar í blöðin og svo kannski ekki síst þegar fréttist í útvarpi daginn áður að Vigdís forseti myndi ekki koma til vinnu sinnar þennan dag. Það hafði alveg ugglaust mikil áhrif. Útifundurinn á Lækjartorgi var svo í rauninni eðlilegt framhald þess hversu víðtækt „kvennafríið“ eða „kvennaverkfallið" var, hvort heldur sem konur vilja kalla það. Konur á Reykjavíkursvæðinu flykktust niður í bæ í þúsundatali í mótmælaskyni við léleg laun sín eins og ekkert væri sjálf- sagðara en að gera slíkt á tíu ára fresti. Þetta var stórkostlegt!" Elín kinkar ákaft kolli og samsinnir orðum Láru: „Já, þetta var sannarlega hápunktur ársins. Það er álitið að fjöldinn í miðbænum hafi verið nærri jafnmikill og fyrir tíu árum, þegar 25 þúsund manns komu þar saman. Þegar ég lít yfir marga vel heppnaða viðburði ársins skagar þessi dagur upp úr.“ 64 í tilefni Listahátíðar kvenna var hleypt af stnkkununi nýju leikhúsi, Kjallaraleikhús- inu, sem er til húsa í Hlaðvarpanuin við Vesturgötu. Fyrsta verkefni þess var Reykjavíkursögur Ástu Sigurðardóttur í leikgerð Helgu Backmann sem jafnframt leikstýrði verkinu. Myndin er af atriði úr sýningunni þar sem aðalhlutverk voru í hönduin Guðrúnar Gísladóttur og Helga Skúlasonar. (I.jósm. I'joó,iljinn). Eins og lítið fyrirtæki - Öll þau verkefni ’85-nefndarinnar sem þið hafið talið upp hljóta að hafa kostað mikið fé. Hvernig fóruð þið að því að fjármagna öll þessi umsvif? „Já, það er alveg rétt að umsvifin voru mikil, langtum meiri en við höfðum gert okkur í hugarlund,“ segir Elín, „svona eins og hjá litlu fyrirtæki með veltu upp á nokkrar milljónir og það voru 30 manns sem þáðu einhver laun hjá nefndinni á árinu, fyrir nú utan alla sem unnu ómælt starf í sjálf- boðavinnu. En mér finnst rétt að Lára skýri frá fjármálunum, hún er nú tekin við af Maríu.“ Lára heldur áfram: „Það er þá fyrst til að taka að við sóttum um alla hugs- anlega styrki. Ríkissjóður veitti okkur hálfa milljón til að standa fyrir verk- efnum ársins, síðan kom til styrkur frá ríki, Reykjavíkurborg og SÍS til að kosta Listahátíð kvenna sérstaklega og loks styrkti Vísindasjóður útgáfu bókarinnar Konur, hvað nú? með 100 þúsund krónum. Kvennasmiðjan skil- aði hagnaði sem um munaði og stendur hann að mestu leyti undir tap- inu sem varð á öðrum verkefnum ársins. Útgáfa bókarinnar virðist ætla að standa nokkurn veginn undir sér, en ekki er búið að selja allt upplagið, svo að kannski skilar hún einhverju til Krabbameinsfélagsins, þótt síðar verði. Það varsamþykkt í nefndinni að láta hagnað af bókinni, ef einhver yrði, renna til kaupa á færanlegu krabbameinsleitartæki vegna brjóst- krabba og það er ekki öll von úti.“ — Eruð þið þá ánœgðar með árang- ur og störf ’85- nefndarinnar? Finnst ykkur þau hafa eitthvert gildi til fram- búðar? Elín er fyrri til að svara: „Já, ég get ekki annað sagt en að ég sé ánægð með starfið í heild. Það má ekki gleyma því að þegar nefndin hóf störf stóð hún með ekkert í höndununt og það hefur verið unnið þrekvirki þótt ekki sé tekið neitt annað en að koma út bókinni um kvennaáratuginn. Mér finnst stórkostlegt að hafa nú í höndum samtímaheimild um hvernig ástatt er fyrir konum og það er að minnsta kosti áþreifanlegur afrakstur þegar allt hitt er um garö gengið. En það sama á við um allt sem gert var, að þetta var gífurlegt átak hjá tómhentri, fjárvana samstarfsnefnd að koma þessu í kring. Ertu ekki sammála þessu, Lára?“ „Jú, ég er það. Ég vil sérstaklega leggja áherslu á að þarna var að verki stór hópur mjög atorkusamra dugnað- arkvenna sem lagðist á eitt að vinna að þessu átaki. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að konur geta unnið stórvirki og við getum líka staðið sarnan." - Og svona í lokin, hvað hefur sjálf- boðastarfið í framkvœmdahópnum fœrt ykkur sjálfum persónulega? Pað liggur í augum uppi að þetta hlýtur að

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.