19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 67

19. júní - 19.06.1986, Síða 67
Friðarávarp íslenskra kvenna Við viljum undirhúa jarðveg friðarins með því að stuðla að réttlœti, vináttu og auknum samskiptum milli þjóða. Við viljum að fjármagni sé varið til />ess að seðja luingur sveltandi fólks, til heilsugæslu og menntunar, en ekki til vlghúnaðar. Við viljum leggja áherslu á uppeldi til friðar með því að sporna við ofheldi í kvikmyndum, myndböndum og stríðsleikföngum. Við viljum að tslendingar leggi lið sérhverri viðleitni á alþjóðavettvangigegn kjarnorkuvopnum og öðrum vígbútnaði. Við viljum gheða vonir manna um betri heim og bjartari framtíð án kjarorkuvopna og gereyðingarhcettu. Við viljum ekki að ísland verði vettvangur aukins vígbútnaðará norðurslóðum og höfnum kjarnorku- vopnum á landi okkur og hafinu timhverfis, hvort sem er áfriðar- eða stríðstímum. Við viljum frið sem grundvallast á réttlœti, frelsi og umhyggju í mannlegum samskiptum. Friðarávarpið sem nœr37.000 íslenskar konur undirrituðii íjúní 1985. tilefni söfnunarinnar var ennfremur gert sérstakt plakat með tveimur höndum, konu og barns, og á stóð „Framtíð komandi kynslóða er íokkar höndum“. Auk þess voru gerðir bolir nreð friðardúfunni og áletruninni „Friður ’85“. Þetta var fjárfrek aðgerð, einkum auglýsingarnar, og var í upphafi sent bréf til fjölmargra stofnana, fyrirtækja og félaga og þau beðin um að veita fjárstuðning. Brugðust margir aðilar vel við þessari málaleitan og varð Flugfreyjufélag Islands fyrst til að styðja aðgerðina. Bæði ríki og sveitar- félög veittu ríflegan stuðning eða um 280 þúsund krónur en aðgerðin kost- aði alls um 470 þús. kr. Friðarhreyfing ísl. kvenna hefur haft skrifstofu á Hallveigarstöðum við Túngötu og þar var miðstöð söfnunar- innar. Þangað gátu konur snúið sér til að fá lista og upplýsingar. Þar var hcitt kaffi á könnunni. Skrifstofan var opin allan daginn, en sínraskortur háði starfinu nokkuö þar sem við höfðum aðeins einn síma. Beðið var fram á síðustu stundu eftir listum og staðfestingu á loka- tölum, allt fram á kvöld 11. júlí, en sendinefndin til Nairobi hclt utan dag- inn eftir. Voru þá undirskriftirnar 36.239, en fleiri áttu eftir að berast. Á forsíðu cru þrjú tákn: merki ’85- nefndarinnar, merki Friðarhreyfingar ísl. kvenna og merk! kvennaárs S.Þ. Listarnir vógu 19 kíló er þeim var pakkað inn í fjóra pakka í Kaup- mannahöfn á leiðinni til Kenya. Afhending undir- skriftalistanna Afhendingin fór fram á Kvennaráð- stefnu S.Þ. 19. júlí kl. 17 að staðar- tíma. Tók frú Florence Pomes fulltrúi framkvæmdastjóra S.P. við listunum, en hún hefur með afvopnunarmál að gera. Þessi tilhögun afhendingarinnar var fyrir milligöngu utanríkisráðu- neytisins hér heima. Við aflrending- una gerði ég grein fyrir tilgangi söfn- unarinnar og inntaki friðarávarpsins og lét frú Pomes þau orð falla að friðar- ávarpið væri mjög í anda S.Þ. í fram- kvæmdaáætluninni sem samþykkt var á ráðstefnunni má finna nær öll atriði sem fram koma í ávarpinu, auk fleiri atriða, eins og urn friðarfræðslu, upp- lýsingaskyldu stjórnvalda og viður- kenningu á friðarstarfi kvenna. Viðstaddar afhendinguna voru einnig María Pétursdóttir, Esther Guðmundsdóttir og Guðríður Þor- steinsdóttir sem hafa starfað í Friðar- hreyfingu ísl. kvenna, auk íslendinga sem búsettir eru í Nairobi. í bréfi til framkvæmdastjóra S.Þ., Javier Pérez de Cuéllar, sem fylgdu undirskriftalistunum segirm.a.: „Með friðarávarpinu og undirskriftunum vilja íslenskar konur ítreka kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og láta í ljós þá skoðun að stefnubreyting verði að eiga sér stað, ef takast á að tryggja frið og réttlæti í veröld án kjarnorkuvopna. Viö bendum á að þeim peningum sem nú er varið í víg- búnað sé betur varið til menntunar, heilsugæslu og til að seðja hungur sveltandi fólks í heiminum. Við heit- um því á yður að þér beitið áhrifum yðar og kröftum til að finna raunveru- legar leiðir til afvopnunar í heiminum og heitum yöur stuðningi íslenskra kvenna við slíka viðleitni." Blöð í Nairobi greindu frá afhendingunni og fréttatilkynningu frá Friðarhreyfingu íslenskra kvenna var dreift á Forum '85, óháðu ráðstefnunni, þar scm saman voru komnir fulltrúar fjöl- margra kvennasamtaka alls staðar úr heiminum. Þennan sama dag, 19. júlí, hér heima kl. 17 að staðartíma, afhenti Margrét S. Björnsdóttir Geir Hall- grímssyni utanríkisráðherra friðar- ávarpið og staðfestingu þcss að 36.700 konur hefðu skrifað undir það. Við- staddar voru, auk Margrétar, konur frá Friðarhreyfingu íslenskra kvenna og '85-nefndinni. Ljósrit voru tekin af öllum undir- skriftalistunum. Var samþykkt á fundi í Miðstöð Friðarhreyfingar ísl. kvenna að fara þess á leit við Önnu Sigurðar- dóttur að hún veitti viðtöku Ijósriti af undirskriftum 36.841 konu undir friðarávarpið til varðveislu í Kvenna- sögusafni íslands. Sú afhending fór fram 8. mars 1986 á alþjóðadegi kvenna og á alþjóðlegu friðarári S.Þ. Viðstaddar voru konur úr friðarhreyf- ingunni. Þegar upp var staðið reyndust undir- skriftirnar tæplega 37.000 senr þýðir að nær önnur hver kona hefur skrifað undir Friðarávarp íslenskra kvenna þennan júnímánuð í fyrra. Þetta verður að teljast ágætur árangur. Undirskriftasöfnunin undir Friðar- ávarp íslenskra kvenna er stærsta aðgerð íslenskra kvenna í þágu friðar fram til þessa. 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.