19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 72

19. júní - 19.06.1986, Page 72
Um listahátíð KVENNA Hinn frægi „kvennaáratugur" hefur vakið marga til umhugsunar um fram- lag kvenna til íslenskra lista, einkum og sérílagi bókmennta og tónlistar. Einhverra hluta vegna hafa sumar aðrar listgreinar, þ.ám. leiklist og myndlist, oröiö utangátta í þeirri um- ræðu. Umræöa um myndlist íslenskra kvenna hefur koðnað niður á einhvers konar umkvörtunarstigi, þar sem mest hefur borið á sparðatíningi um niður- drepandi umsagnir karla um list kvenna, eða niðurlægjandi ummæli þeirra um „húsmæður“ og „kvenlcg- heit“. Dæmi um slíka smámunasemi er að finna í bók um stöðu íslenskra kvenna á aðskiljanlegum sviðum atvinnu- og menningarlífs, sem út kom fyrir síð- ustu jól. í annars fróðlegri grein unt myndlistarmenntun íslenskra kvenna Hluti úr mynd verki Huldu Hákonar- dóttur. (Ljósm. Svala Sigurleifsd.). þarf höfundur, Svala Sigurleifsdóttir, að snoppunga karlrembur í gagnrýn- endastétt, og nefnir til myndlistarkonu sem á að hafa fengið svo neikvæða umsögn um fyrstu sýningu sína, að hún gaf myndlistariðkun upp á bátinn. í greininni er gefið í skyn, að umrædd listakona hafi ekki borið sitt barr eftir það. Hún er nú einn virtasti grafíski hönnuður okkar og rekur stærstu auglýsingastofu landsins. En það þykir höfundi greinarinnar ekki umtalsvert. En þetta er útúrdúr, eins og raunar öll umræða um myndlist kvenna hér á landi. Vilji einhver gefa henni gaum fyrir alvöru, væri t. d. fengur aðfrekari vitneskju urn nokkrar konur, sem fengust við að mála myndur upp úr aldamótum: Þóru P. Thoroddsen, Elínborgu Thorberg, Ingibjörgu Briem, Sigríði Gunnarsson og Sigríði J. Sigurðardóttur. Listasafn íslands á verk eftir þær allar. Thoroddsen, Thorberg, Briem. Nöfnin gefa til kynna, að dætur íslenskra embættismanna, kaup- manna og gildra bænda hal'i staðið betur að vígi en önnur íslensk ung- menni, þegar að myndlistarmenntun kom. Á „betri heimilum" var teikning, ásamt hannyrðum, talin til kvenlegra dyggða langt fram eftir þessari öld. Efnafólk og embættismenn á íslandi Verk Erlu Þórarins- dóttur á Kjarvals- staðasýningunni. (Ljósm. Svala Sigur- leifsd.). Grein: Aðalsteinn Ingólfsson 72

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.