19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 73

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 73
virðast jafnvel hafa verið fúsari að styrkja dætur til framhaldsnáms í myndlist, heldur en syni. Eða er það tilviljun, að flestar helstu myndlistarkonur okkar komu frá efna- heimilum: Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Nína Sæmundsson, Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthías- dóttir? Margt bendir einnig til þess, að það hafi ekki verið fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld, að stúlkur frá alþýðu- heimilum gátu komist til framhalds- náms í myndlist. Uppruni og aðstöðumunur Mér segir svo hugur, að ekki sé hægt að ræða um „konur í íslenskri myndlist", heldur verði einnig að taka tillit til uppruna þessara kvenna og aðstöðumunar. En frekari rannsóknir ættu að leiða hið sanna í ljós. Sjálfur vildi ég gjarnan fá nreira að vita um nokkrar konur, sem koma sem snöggvast við sögu íslenskrar mynd- listar unr miðja þessa öld: Gunnfn'ði Jónsdóttur, Maju Baldvins og Drífu Viðar. Verðskulda þær frekari athygli listfræðinga? Og hvaða hlutverk léku þær erlendu myndlistarkonur, senr hér settust að í íslenskri myndlist: Barbara Árnason, Tove Ólafsson, Gréta Björnsson, Inger L. Blöndal, Karen Agnete Pór- arinsson, Myriam Bat-Yosef? Ég hef enga trú á að svör við þessum spurningum muni raska þeirri heildar- mynd, sem Björn Th. Björnsson og aðrir hafa dregið upp af íslenskri myndlist, en þau gætu leitt til endur- skoðunar á ýmsum þáttum hennar. Satt að segja vonaðist ég eftir ein- hverjum svörum við þessunr og viðlíka spurningum á Listahátíð þeirri, sem konur skipulögðu og héldu í Reykja- vík á haustmánuðum í fyrra. Ég bjóst við að aðstandendur mundu gefa sér forsendur til að vinna út frá, sögulegar sem hugnryndafræðilegar, og taldi vfst að reynt yrði að efna til umræðna um myndlist kvenna. En mér varð ekki að ósk minni. Tíminn virðist hafa hlaupið frá skipu- leggjendum hátíðarinnar, eins og allt- af gerist þegar íslendingar ætla að setja saman listsýningar. Og þegar ekki er gengið út frá ein- hverjum meginforsendum, og sögu- lega undirbyggingu vantar, þá hanga svona víðfeðmar sýningar í lausu lofti. Myndlistarsýningar á Listahátíð kvenna gerðu því ekki annað en að ítreka þá staðreynd, að íslenskar konur mála myndir, móta skúlptúra, hanna bækur og hús og taka 1 jósmynd- ir. Sem er ekki neitt leyndarmál. Ekki virðist heldur hafa verið reynt að samræma vinnubrögð við sýning- arnar, þannig að hver og ein þeirra virtist lúta eigin lögmálum. Öllum konum var boðið |að senda verk á stærstu myndlistarsýningu hátíðarinn- ar, „Hér og nú“, að Kjarvalsstöðum og um það bil eitt hundrað konur þekktust boðið. Úr þeim hópi valdi dómnefndin tuttugu og níu konur, án þess að gera grein fyrir forsendum sínum. Var það til dæmis einskær til- viljun, að engin hinna útvöldu var eldri en fjörutíu og fimm ára? Hvers áttu eldri listakonur að gjalda? Ekki veit ég heldur, hvernig staðið var að vali á ljósmyndasýningu, en giska á að einhvers konar vinnuhópur hafi verið að verki. Þar hefði einnig mátt skapa tengsl við eldri ljósmyndir kvenna á lslandi. Neikvœður andi og skilningsleysi Hins vegar er ekkert á huldu um það, hvernig sýning á arkitektúr kvenna varð til. Öllum konum í arkitektastétt, fjörutíu og fimm talsins, var boðin þátttaka. Aðeins þrettán þekktust boðið, og voru verk þeirra allra til sýnis. Bókasýning kvenna í Gerðubergi hefur sennilega verið einna mesti höfuðverkurinn fyrir skipuleggjendur því engin skrá eða samantekt er til yfir það efni. Skipuleggjendum tókst engu að síður að draga saman mikið efni, sem því miður naut sín ekki sem skyldi í skotum og ranghölum Gerðubergs. Bókasýningin var einnig sér á parti fyrir það, að henni fylgdi ritgerð, þar sem tæpt var á skilgreiningu á bóka- gerð kvenna. Hana skrifaði ungur list- fræðingur, Auður Ólafsdóttir. í öðrum sýningarskrám listahátíðar- innar var venjulegast aðeins að finna nokkur almenn aðfararorð, á stundum nokkuð misvísandi. í formála að sýn- ingunni „Hér og nú“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, listfræðingur: „Framan af öldinni mættu (list)verk kvenna iðulega skilningsleysi og voru ekki metin að verðleikum." Hún lætur einnig að því liggja, að hér hafi ríkt „neikvæður andi gagnvart þátttöku kvenna í listalrfi.“ Þá er varla nema hálf sagan sögð. Vissulega þurftu konur, sem hneigðar voru til myndlist- ar, að berjast við fjöldamarga for- dóma og margar þeirra náðu aldrei að þroska hæfileika sína. En unr leið og þær höfðu sýnt, hvað í þeinr bjó og voru farnar að taka virkan þátt í íslensku listalífi, þurftu þær ekki að gjalda fyrir kynferði sitt. Karlarnir, kollegar þeirra, tóku þeim fegins hendi, héldu jafnvel hlífiskildi yfir þeirn, eins og til dæmis kemur fram í því sem Nína Tryggvadóttir segir í viðtölum. Listakonur þóttu sjálfsagðar á öllum helstu samsýning- um, innanlands senr utan, sem haldnar voru frá og með þriðja áratugnum. Ég get heldur ekki komið auga á neina sérstaka fordóma í garð kvenna í gömlunr umsögnum um sýningar þeirra, nema hvað gagnrýnendur af karlkyni virtust stundum áfjáðir í að finna „kvenleg“ einkenni á verkum þeirra. Þegar farið er yfir skýrslur um innkaup opinberra aðila, þ.e. Mennta- málaráðs og Listasafns Islands, verður þess heldur ekki vart, að nokkur mikil- hæf listakona hafi orðið útundan. Enda hefur kona, dr. Selma Jónsdótt- ir, verið í forsvari fyrir Listasafninu frá upphafi. En víkjunr aftur að Listahátíð kvenna. Þótt margt hefði mátt betur fara í skipulagningu hennar, þá var 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.