19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 79

19. júní - 19.06.1986, Síða 79
atriði sem hvað mestum deilum höfðu valdið í nefndunum, en þau voru aðal- lega um tilvitnanir í sionisma, kyn- þáttaaðskilnað og nýtt alþjóðlegt efnahagskerfi. Einnig lá fyrir fund- inum að samþykkja í heild fram- kvæmdaáætlun SÞ fram til ársins 2000. Mjög tvísýnt var hvort lokaskjalið yrði samþykkt og mikil spenna lá í loft- inu. Nokkrum sinnum vargert fundar- hlé til að reyna að ná samkomulagi urn eitthvert atriðið og sem dæmi má nefna að 10 mínútna fundarhlé varð að 3 klst. Þegar líða tók að kvöldi var loksins samþykkt að fella niður tilvitnun í sionisma, en margar sendinefndir höfðu lýst því yfir aö það væri eina atriðið í textanum sem þær gætu ekki fellt sig við, m.a. íslenska sendinefnd- in. Margir þátttakendur á ráðstefn- unni töldu þetta því þáttaskil í störfum ráðstefnunnar, en fyrri kvennaráð- stefnur SÞ í Mexico árið 1975 og í Kaupmannahöfn áriö 1980 höfðu kloínað í afstöðunni til sionisma í skýrslum og áætlunum hvorrar um sig. Lokaskjalið var samþykkt lið fyrir lið og atkvæöagreiðsla viðhöfð um fjögur ágreiningsatriði. Nokkrir þátt- takendur lýslu því yfir að þeir ætluðu aö senda aðalstöðvum SÞ skriflegar athugasemdir viö tilteknar efnisgrein- ar. Framkvæmdaáætlun SÞ fram til árs- ins 2000 var síðan samþykkt einróma á 5. tímanum aðfararnótt 27. júlí eftir tæplega sólarhrings spennu um tvísýn endalok ráðstefnunnar. Mikill fögn- uöur ríkti meðal þátttakenda og cr tæplega hægt að lýsa því hvernig manni var innanbrjósts þegar ljóst var að við höfðum ekki setið til einskis þessar tvær vikur á ráðstefnunni. Ekki var hægt að afgreiða öll þau drög að ályktunum sem lágu fyrir og var því ákveðið að hafa þær sem við- auka við lokaskýrslu ráðstefnunnarog vísa þeim þannig til allsherjarþings SÞ sem hófst í New York í septembers.l., og væntanlega hafa þær fengið af- greiðslu þar. Lokaskjalið Lokaskjal ráðstefnunnar, sem hefur að geyma framkvæmdaáætlun SÞ fram til ársins 2000, skiptist í fimm kafla. í innganginum er lýst sögulegu bak- sviði ráðstefnunnar, gerð ergrein fyrir hinum alþjóðlegu efnahags-, félags- og stjórnmálalegu þáttum og fram- vindu, sem mun hafa áhrif á bætta stöðu kvenna næstu fimmtán árin. Fram kemur að ráðstafanir fram- kvæmdaáætlunarinnar eigi helst að koma til framkvæmda undir eins, og verði þær síðan skoðaðar og endur- metnar á fimm ára fresti. Þó er tekið fram að sérhvert land ætti að eiga kost á því að velja eigin forgangsmál, í sam- ræmi við eigin þróunarstefnu og möguleika, og að framkvæmdin verði breytileg eftir stjórnmálaþróun og stjórnkerfi hvers lands. Fyrirsagnir þriggja næstu kafla eru í samræmi við kjörorð kvennaáratugar- ins Jafnrétti - þróun og fríður. Fjallað er um hvert af þessum málum út frá þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir að markmiðinu sé náð og um aðferðir og ráðstafanir til að sigrast á þeim. Fjórði kaflinn Sérstök áhyggjuefni fjallar um aðstæður kvenna, sem auk venjulegra vandamála horfast í augu við sérstakan vanda vegna afkomu eða félagslegra skilyrða, aldurs, minni- hlutastöðu eða erfiðra stjórnmálaað- stæðna. Loks fjallar l'immti kafli skýrslunnar um alþjóðlega og svæðisbundna sam- vinnu til að styrkja stöðu kvenna. Bent er á „harla misjafnan árangur" hjá alþjóðlegum samtökum sem hvött höfðu verið til að ráða konur til starfa og veita þeim stöðuhækkanir, á kvennaáratuginum. Verkefnin framundan I fréttatilkynningu sem Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér eftir að kvennaráðstefnunni lauk, segir m.a.: „Ráðstefnan beinir þeim tilmælum til almennings um allan heim að fram- fylgt verði þeim lögum sem þegar hafa verið sett um jafnrétti; að konum verði gert kleift að nýta sér jafnrétti til menntunar og þjálfunar, einkum í tækni, stjórnun og á öðrum sviðum, þar sem konur hafa ekki almennt haslað sér völl; að viðurkennt verði að það eru konur og börn sem verða harðast úti af völdum fátæktar, þurrka, kynþáttaaðskilnaðar, vopn- aðra átaka, fjölskylduofbeldis og í samfélögum minnihlutahópa af völdum landflótta, fólksflutninga eða þjóðernisfordóma.“ í framkvæmdaáætluninni er einnig ítrekuð þörfin á að efla friðarviðleitni og vikið er að efnahagslegu gildi ólaunaðra starfa kvenna. Þá er fjallað um áhyggjuefni svo sem ofbeldi gegn konum, og ofbeldi innan fjölskyldunn- ar, nauðsyn þess að koma upp upplýs- ingabönkum utn málefni kvenna, fjöl- skylduáætlunum og nauðsyn þess að konur taki þátt í ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins í ríkara mæli en hingað til. Hliðarráðstefnan Forum 85 - hin óopinbera ráðstefna kvenna var haldin í háskólanum í Nairobi dagana 10.-19. júlí 1985. Þessa ráðstefnu sóttu yfir 13.000 þátt- takendur hvaðanæva úr heiminum. Störfuðu unt 1000 starfshópar um hin ýmsu málefni kvenna og verður að segjast eins og er að þar var mun meira fjallað um þessi málefni en á opinberu ráðstefnunni sem fyrst og fremst afgreiddi framkvæmdaáætlun sem ríkisstjórnir aðildarríkja SÞ geta haft að leiðarljósi fram til ársins 2000. Einn íslendingur sótti Forum 85, Hólmfríður Garðarsdóttir. Afríku- konur voru mjög fjölmennar á þessari hliðarráðstefnu, settu svip sinn á hana og voru mjög virkir þátttakendur. Esther og Sigríður meðal innfæddra í Kenya. Fjársöfnun ogfriðarávarp íslenskra kvenna í Nairobi afhenti María Pétursdóttir 5000 dollara sem íslenskar konur höfðu safnað í tilefni loka kvennaára- tugar SÞ. Peningarnir verða notaðir til að útbúa fræðsluefni á myndbönd um hreinlæti og gerð vatnsbrunna í Afríku 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.