19. júní - 19.06.1986, Page 81
Frá ráftstefnu uiii íslcnskur kvcnnarannsúknir scm haldin var 29. ágúst til 1. scptcmber 1985 í Odda. Ráðstefnusalurinn var jafnan þéttset-
inn áhugasömum konuni eins og sjá má á myndiniii, þar sem Inga Dóra Björnsdóttir er aö flvtja erindi sitt. (Ljósm. I)V).
Háskóla Islands eða hafa stundað þar
nám, á að halda slíkt hér og e.t.v.
tengja það lokaári kvennaáratugar
Sameinuðu þjóðanna 1985.
Við höfðum skriflega samband við
alla kvenkennara í Háskólanum og
Kennaraháskólanum, svo og þær
konur sem við vissum að hefðu fengist
við rannsóknir eða verkefni sem gætu
talist til kvennafræða eða rannsókna.
Sú skilgreining á kvennarannsóknum
sem við kusum að nota var sú aö
kvennarannsóknir væru rannsóknir
kvenna á konum eða viðfangsefnum
sem tengdust konum með einhverjum
hætti.
Og það stóð svo sannarlega ekki á
viðbrögðum þessara kvenna. Haldnir
voru margir og fjörugir undirbúnings-
fundir síðari hluta vetrar 1985 og
smám saman tók dagskráin á sig
endanlega mynd. Við ákváðum að
ekki væri ráðlegt að ráðstefnan, eins
og við nefndum hana, stæði lengur en
frá fimmtudagskvöldi til sunnudags-
kvölds. Viö hefðum samt haft efni í
mun lengri dagskrá, hvorki var skortur
á áhuga né hugmyndum.
Mynduð var framkvæmdanefnd
sem sá um alla framkvænid ráðstefn-
unnar. í henni sátu auk greinarhöf-
undar þær Gerður G. Óskarsdóttir
æfingastjóri, Guðný Guðbjörnsdóttir
lektor, Guðrún Erlendsdóttir dósent,
Guörún Jónsdóttir kennslustjóri, Inga
Dóra Björnsdóttir mannfræðingur og
Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur.
Fulltrúar nefndarinnar gengu á fund
þáverandi rektors Háskólans, Guð-
mundar Magnússonar, og fengu leyfi
hans til að halda ráðstefnuna í nafni
Háskólans og í húsnæði hans. Einnig
veitti rektor rausnarlegan fjárstyrk til
ráðstefnunnar og auðveldaði það
mjög allan undirbúning.
Eins og áður sagði voru þaö tuttugu
og sex konur sem kynntu verkefni sín
á ráðstefnunni. Á daginn voru haldnir
fyrirlestrar og umræður um þá, en á
kvöldin var greint frá verkefnum sem
einnig voru í myndformi. Sagt var frá
og sýndar myndir af lífi kvenna á
Grænhöfðaeyjum, af lífi verkakonu í
Reykjavík og kynnt listsköpun
íslenskra kvenna í máli og mynduni.
Erjár konur sem starfa erlendis
komu gagngert til landsins til að kynna
rannsóknir sínar. Þær voru Ulrikke
Schildmann sem áöur var nefnd, og
nú starfar við háskólann í Vestur-
Berlín, Dagný Kristjánsdóttir lektor í
íslensku við háskólann í Osló og aðal-
fyrirlesari ráðstefnunnar Anna G.
Jónasdóttir lektor við háskólann í
Örebro í Svíþjóð.
Fyrirlestur Önnu, sem var nokkurs
konar inngangur að ráðstefnunni,
nefndist Kyn, vald og pólitík. í fyrir-
lestrinum setti Anna fram nýstárlega
skýringu á valdi karla yfir konum. Það
vald byggir að mati Önnu einkum á
eðli tengsla og samskipta kynjanna.
Þar væri konan hin gefandi og síum-
hyggjusami aðili, en karlmaðurinn
þæði umhyggju og einkum orku kon-
unnar, sem hann notaði síðan sjálfum
sér til framdráttar og til þess að við-
halda undirgefni konunnar. Sagði
Anna að ef ekki væri hugað að eðli
samskipta kynjanna yrði seint botnað
í kvennakúgun, hvað þá unnið að
afnámi hennar.
Augljóst var á viðbrögðum ráð-
stefnukvenna (en lítið sem ekkert var
um að karlar sýndu sig) að kenning
Önnu snart þær verulega. Frammi á
göngum var mikið rætt um orkuútsog,
orkustreymi og orkutæmingu og auð-
heyrt að konunt fannst töluvert til í
því að þær gæfu ineira af sinni orku til
karlanna en öfugt. Hvort sem það væri
nú orsök eða afleiðing kvennakúgunar.
Ráðstefnan var mjög vel sótt og
giskuðum við á að samtals á annað
þúsund konur hefðu komið á ráðstefn-
una. í kynningu á ráðstefnunni lögð-
um við áherslu á að hún væri ætluð
öllum konum (og körlum), en ekki
einungis þeim sem stundað hefðu
háskólanám. Og þarna komu konur á
öllum aldri og víðs vegar af að landinu.
Andinn á ráðstefnunni var góður og
orð á því haft hversu áheyrilegir allir
fyrirlesarar væru og hve áhugi áheyr-
enda var mikill. Öllum fyrirlesurum
tókst að gera rannsóknir sínar og
niðurstöður aðgengilegar og ánægju-
legt var að sjá það að íslenskar konur
eru að hasla sér völl í æ fleiri fræði-
greinum með frjó og áhugaverð við-
fangsefni.
Messíana Tómasdóttir listakona
gerði fallegt plakat fyrir ráðstefnuna
og öll erindin nema erindi Önnu G.
Jónasdóttur voru gefin út í bók sem
seld var á ráðstefnunni. Seldist bókin
upp og eru okkur enn að berast óskir
um kaup á henni.
Svo enn sé haldið áfram að tíunda
kosti þessarar ráðstefnu, þá vil ég að
lokum vitna í Fréttabréf Háskólans
þar sem sagði um ráðstefnuna: „Hún
var annars vegar gott dæmi um það
hvernig fræðimenn geta kynnt rann-
sóknir sínar almenningi og þannig
styrkt tengsl Háskólans við fólkið í
landinu. Hins vegar var hún gott dæmi
um það hvernig auka má tengsl milli
ólíkra fræðigreina."
81