19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 81

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 81
Frá ráftstefnu uiii íslcnskur kvcnnarannsúknir scm haldin var 29. ágúst til 1. scptcmber 1985 í Odda. Ráðstefnusalurinn var jafnan þéttset- inn áhugasömum konuni eins og sjá má á myndiniii, þar sem Inga Dóra Björnsdóttir er aö flvtja erindi sitt. (Ljósm. I)V). Háskóla Islands eða hafa stundað þar nám, á að halda slíkt hér og e.t.v. tengja það lokaári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna 1985. Við höfðum skriflega samband við alla kvenkennara í Háskólanum og Kennaraháskólanum, svo og þær konur sem við vissum að hefðu fengist við rannsóknir eða verkefni sem gætu talist til kvennafræða eða rannsókna. Sú skilgreining á kvennarannsóknum sem við kusum að nota var sú aö kvennarannsóknir væru rannsóknir kvenna á konum eða viðfangsefnum sem tengdust konum með einhverjum hætti. Og það stóð svo sannarlega ekki á viðbrögðum þessara kvenna. Haldnir voru margir og fjörugir undirbúnings- fundir síðari hluta vetrar 1985 og smám saman tók dagskráin á sig endanlega mynd. Við ákváðum að ekki væri ráðlegt að ráðstefnan, eins og við nefndum hana, stæði lengur en frá fimmtudagskvöldi til sunnudags- kvölds. Viö hefðum samt haft efni í mun lengri dagskrá, hvorki var skortur á áhuga né hugmyndum. Mynduð var framkvæmdanefnd sem sá um alla framkvænid ráðstefn- unnar. í henni sátu auk greinarhöf- undar þær Gerður G. Óskarsdóttir æfingastjóri, Guðný Guðbjörnsdóttir lektor, Guðrún Erlendsdóttir dósent, Guörún Jónsdóttir kennslustjóri, Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur og Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur. Fulltrúar nefndarinnar gengu á fund þáverandi rektors Háskólans, Guð- mundar Magnússonar, og fengu leyfi hans til að halda ráðstefnuna í nafni Háskólans og í húsnæði hans. Einnig veitti rektor rausnarlegan fjárstyrk til ráðstefnunnar og auðveldaði það mjög allan undirbúning. Eins og áður sagði voru þaö tuttugu og sex konur sem kynntu verkefni sín á ráðstefnunni. Á daginn voru haldnir fyrirlestrar og umræður um þá, en á kvöldin var greint frá verkefnum sem einnig voru í myndformi. Sagt var frá og sýndar myndir af lífi kvenna á Grænhöfðaeyjum, af lífi verkakonu í Reykjavík og kynnt listsköpun íslenskra kvenna í máli og mynduni. Erjár konur sem starfa erlendis komu gagngert til landsins til að kynna rannsóknir sínar. Þær voru Ulrikke Schildmann sem áöur var nefnd, og nú starfar við háskólann í Vestur- Berlín, Dagný Kristjánsdóttir lektor í íslensku við háskólann í Osló og aðal- fyrirlesari ráðstefnunnar Anna G. Jónasdóttir lektor við háskólann í Örebro í Svíþjóð. Fyrirlestur Önnu, sem var nokkurs konar inngangur að ráðstefnunni, nefndist Kyn, vald og pólitík. í fyrir- lestrinum setti Anna fram nýstárlega skýringu á valdi karla yfir konum. Það vald byggir að mati Önnu einkum á eðli tengsla og samskipta kynjanna. Þar væri konan hin gefandi og síum- hyggjusami aðili, en karlmaðurinn þæði umhyggju og einkum orku kon- unnar, sem hann notaði síðan sjálfum sér til framdráttar og til þess að við- halda undirgefni konunnar. Sagði Anna að ef ekki væri hugað að eðli samskipta kynjanna yrði seint botnað í kvennakúgun, hvað þá unnið að afnámi hennar. Augljóst var á viðbrögðum ráð- stefnukvenna (en lítið sem ekkert var um að karlar sýndu sig) að kenning Önnu snart þær verulega. Frammi á göngum var mikið rætt um orkuútsog, orkustreymi og orkutæmingu og auð- heyrt að konunt fannst töluvert til í því að þær gæfu ineira af sinni orku til karlanna en öfugt. Hvort sem það væri nú orsök eða afleiðing kvennakúgunar. Ráðstefnan var mjög vel sótt og giskuðum við á að samtals á annað þúsund konur hefðu komið á ráðstefn- una. í kynningu á ráðstefnunni lögð- um við áherslu á að hún væri ætluð öllum konum (og körlum), en ekki einungis þeim sem stundað hefðu háskólanám. Og þarna komu konur á öllum aldri og víðs vegar af að landinu. Andinn á ráðstefnunni var góður og orð á því haft hversu áheyrilegir allir fyrirlesarar væru og hve áhugi áheyr- enda var mikill. Öllum fyrirlesurum tókst að gera rannsóknir sínar og niðurstöður aðgengilegar og ánægju- legt var að sjá það að íslenskar konur eru að hasla sér völl í æ fleiri fræði- greinum með frjó og áhugaverð við- fangsefni. Messíana Tómasdóttir listakona gerði fallegt plakat fyrir ráðstefnuna og öll erindin nema erindi Önnu G. Jónasdóttur voru gefin út í bók sem seld var á ráðstefnunni. Seldist bókin upp og eru okkur enn að berast óskir um kaup á henni. Svo enn sé haldið áfram að tíunda kosti þessarar ráðstefnu, þá vil ég að lokum vitna í Fréttabréf Háskólans þar sem sagði um ráðstefnuna: „Hún var annars vegar gott dæmi um það hvernig fræðimenn geta kynnt rann- sóknir sínar almenningi og þannig styrkt tengsl Háskólans við fólkið í landinu. Hins vegar var hún gott dæmi um það hvernig auka má tengsl milli ólíkra fræðigreina." 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.