19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 84

19. júní - 19.06.1986, Page 84
BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR Mesta áfall Aðalheiðar í bernsku var samt að sjá allar leiðir til að komast í framhaldsskóla lokast, að því er virt- ist fyrir handvömm kennara og próf- dómara. Hvaö eftir annað kemur fram að Aðalheiður hefur þráð að ganga í skóla og henni sárnar líka mjög þegar hún sér hroka og uppskafningshátt í fari menntafólks; það er í hróplegri andstöðu við þá trú hennar að menntun sé leiö til betra mannlífs. Á vinnukonuárum sínum í Reykja- vík gekk Aðalheiður til liðs við unga kommúnista og hafði raunar kynnst ritum vinstrimanna þegar heima í sinni sveit. 1942 heldur hún til Vestmanna- eyja þar sem hún vann í fiski og síðar önnur verkakvennastörf og hóf virka þátttöku í verkalýðshreyfingunni. í Vestmannaeyjum kynntist hún líka fyrri eiginmanni sínum sem hún var gift í sautján ár og eignaðist með honum börn sín fimm. Kaflinn um Vestmannaeyjar er ákaflega léttur og skemmtilegur, fullur af glettnum smásögum úr bæjarlífinu. Að hafa hugsjón Fljótlega syrti hins vegar í álinn hjá Aðalheiði og manni hennar. Hjóna- bandið var ekki gott og þau veiktust bæöi hastarlega af berklum hvað eftir annað. Það hlýtur því að vera stein- hjarta sem ekki bifast þegar Aðal- heiður lýsir því er hún missti elsta drenginn sinn úr heilahimnubólgu og veikindi hennar sjálfrar neyddu hana til aö láta yngri dóttur sína frá sér til kjörforeldra. Eftir skilnað við manninn vann Aðalheiður enn sem fyrr lágt launaða og erfiða vinnu en fluttist vegna ungra sona sinna í sveit sem ráðskona. Þar kynntist hún seinni manni sínum. Eftir að þau hjónin brugðu búi fékk Aðal- heiður enn vinnu sem ófaglærð verka- kona og hún lýsir fyrirlitningu og van- þakklæti og skammarlega lágum laun- um starfsystra sinna sem hún hefur verið í forsvari fyrir síðasta áratuginn. Hún er heldur ekki myrk í máli þegar hún lýsir verkalýðshreyfingunni og forystumönnum hennar, en er ævin- lega ákaflega sanngjörn og hreinskilin í umfjöllun um fólk. Aðalheiður er einnig sérstaklega glögg á tíðarandann og má til færa dæmi um það: „í gamla daga var í og með litið upp til fólks, sem hafði hugsjón. Það má náttúrlega segja að þá hætti fólk engu því það átti ekkert, hvorki íbúðir né bíla. En að hafa hug- sjón í dag er sama og að vera glópur“ (204). Þetta segir Aðalheiður sem sór þess ung dýran eið að berjast gegn fátæktinni og hún hefur ævinlega reynt að standa vörð um málstað þeirra sem minna mega sín, ekki síst barna. Gott hjartalag Ævisaga Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt- ur er á kjarngóðu og tilgerðarlausu máli. Þær Inga Huld hafa ekki ræðst við á „stjórnsýstumáli sem ekki er fyrir nokkurn mennskan mann að skilja“ (183). Ljósmyndirnar í bókinni hafa prentast misjafnlega vel; eru auk þess upp og ofan að gæðum, en gefa bók- inni ugglaust aukið gildi í augum þeirra sem þrá persónufræðilegan fróðleik. „Gott hjartalag er miklu meira virði en „rétt“ skoðun“ (213) segir Aðal- heiður í umræðu um stjórnmál og þó lesandinn kunni að vera ósammála henni í pólitík er það hið góða hjarta- lag sem allstaðar fær lesandann til að fylgjast með af athygli. Um gamla fólkið sem Sóknarkon- urnar aðstoða hjá heimilisþjónustunni segir Aðalheiður að það sé svo „um- burðarlynt og viturt, að það er mann- bætandi að vera nálægt því.“ Þrátt fyrir ótrúlega erfiðleika um ævina býr Aðalheiður yfir svo miklu umburðar- lyndi, fordómaleysi, réttsýni og óbil- andi baráttuþreki að það hlýtur að vera mannbætandi að lesa lífssögu hennar. Lífssaga barúttukonu var meðal mest seldu bóka á jólabókamarkaðinum.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.