19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 87

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 87
 BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR • I BÆKUR • BÆKUR Listsköpun Síðari hluti bókarinnar fjallar um list- sköpun kvenna í sjö greinum. Fyrst þeirra nefnist Bókmenntir eftir Helgu Kress bók- menntafræðing. Höfundur gerir þar töl- fræðilega úttekt á stöðu íslenskra kvenrit- höfunda á síðustu árum og áratugum samanborið við íslenska karlrithöfunda. Margt athyglisvert kemur fram í þeirri könnun. Kvenfrelsishreyfingin markar ekki tímamót í sagnagerð kvenna fremur en í Ijóðagerð, þau eru orðin áður. Ahrifin „... felast fyrst og fremst í því að auka konum sjálfstraust til ritstarfa og opna þeim ntöguleika á útgáfu" (202). Fram kemur að staða kvenna í bókaútgáfu á kvennaáratugi cr sú sama og hún var á árunum 1956-1983 að öðru leyti en þvf að þær gefa út fleiri barnabækur. „Gullöld íslenskra kvennabókmennta er á sjöunda áratugnum. Ekki aðeins tölulega séð, heldur koma þá fram höfundar og verk sent síðan hafa borið þessar bókmenntir uppi. Þetta sýnir að listræn sköpun fylgir ekki félagslegum hræringum, en gæti verið undanfari þeirra" (204). Þá bcndir höfund- ur á að íslenskir kvenrithöfundar njóta hvorki styrkja né launa í réttu hlutfalli við útgefin verk sín. I grein Aagot Óskarsdóttur tónlistar- kennara Tónlist kemur lram að konum fjölgar jafnt og þétt í stétt hljómlistar- manna. Nokkuð jafnt hlutlall karl- og kvenkennara er við tónlistarskólana en einungis 15% skólastjóra eru konur. Stúlkur eru nær helmingi fleiri cn drengir í skólunum og frá Tónlistarskólanum í Reykjavík útskrifuðust á áratuginum um 60% konur og um 40% karlar. Hljóðfæra- val stúlkna er einhæfara en drengja sem „... leiðir hugann að gömlum en lífseigum hugmyndum um „kvenleg" og „ókvenleg" hljóðfæri" (127). Konurspila í hljómsveit- um en stjórna ekki. Það telur höfundur stafa af því, að mikið skorti á að konur njóti almennt sama trausts og virðingar og karlar. Fáar konur leggja fyrir• sig tón- smíðar. Höfundur telur það stafa af því að of lítil áhersla sé lögð á uppörvun sköpun- argáfunnar í tónlistaruppeldi stúlkna. Svala Sigurleifsdóttir myndlistarmaður skrifar greinina Myndlist og greinir frá því að mun flciri konur stundi myndlistarnám á kvennaáratuginum en nokkru sinni fyrr á íslandi. Þær leita jafnt í óhefðbundnar sem hcfðbundnar greinar myndlistar og myndlistarkonur almennt hafa orðið með- vitaðar um stöðu sína sent konur og mynd- listarkonur í samfélaginu. Þetta þrennt tclur höfundur afdrifaríkast í þessari list- grein. „Blómatími myndlistar íslenskra kvenna er hér og nú" (228). Við upphaf kvennaáratugar áttu atvinnu- leikhús 25 ára sögu aðbaki hér á landi, eins og Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri segir í grein sinni Leiklist. En hefðin nær altur til aldamóta, og höfundur greinir frá fyrstu íslensku leikkonunum, sent voru virtar og dáðar af sinni samtíð og fengu sömu laun og karlar við söntu störf. Telur hún að áhrifa þeirra gæti enn. Hún telur árangur jafnréttisvakningar mikinn innan lcikhús- anna. Verkefnum unt konur og eftir konur hefur farið fjölgandi, og miklu fleiri konur skrifa leikrit á fslandi í hlutfalli við karla en í nágrannalöndunum. Guðrún Jónsdóttir arkitekt skrifar grein- ina Byggingarlist. Þar ketnur fram að af þeim 43 íslenskum konutn sem eru arki- tektar, starfi um 30% erlendis. Höfundur telur að viðhorf kvenarkitekta til starfsins sé ekki ttð öllu leyti það satna og karla. „Þær leggja yfirleitt áherslu á hlýleika og vellíðan fólks en eru minna gefnar lyrir að reisa sjálfum sér minnisvatða" (263). Hún telur aö konur eigi erfiðara með að hasla sér völl í greininni en karlar. Það sé m.a. af þeirri ástæðu að langoftast séu það karlar scnt ráða því til hverra er leitað við úrlausnir bygginga- og skipulagsverkefna. KO N U R! Velkomnar til vidskipta KREDITKORT HF. Ármúla 28, sími 685499 Þeir eigi erfitt með að ræða slík mál við konur og enn finnist mörgum þessi mál vera á karlasviði. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri skrifar um íslenska danslist, sem er svo til ein- göngu borin uppi af konum. Höfundur rekur þróunina undanfarna áratugi frá einkaskólum til stofnunar Listdansskóla Þjóðleikhússins og stofnunar íslenska dansflokksins. Það var mikilsverður áfangi sem var árangur áratuga starfs. Höfundur greinir frá því að um þessar mundir hafi 20- 30 konur atvinnu af listdansi sem dansarar og kennarar. Umtalsverður árangur hefur orðið á kvennaáratugi í þessari grein. Síðasta greinin nefnist Kvikmyndagerð eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur blaðamann. Þettaeryngsta listgreinin. Við lok kvennaáratugar höfðu 20 leiknar kvik- myndir í fullri lengd litið dagsins ljós og þar af eru þrjár eftir konur. Höfundur bendir á, að kvikmyndagerð sé fjárfrek listgrein, og að konur eigi oft erfiðara mcð að fjár- magna myndir sínar og séu síður ráðnar í vinnu viö kvikmyndir en karlar. Hönnuður bókarinnar er Elísabet Anna Cochran og er hennar þáttur veigamikill. Utlit og allt yfirbragð er með miklum ágæt- um og til fyrirmyndar. Tvær prentvillur þarf að leiðrétta. Konur buðu ekki fram á Akureyri 1908, það var fyrst 1910 (bls. 30) og Camilla Stefánsdóttir lauk stúdentsprófi 1889 (bls. 51). Eins og ritstjóri getur um í formála er ekkert um tómstundir eða almenn félagsstörf kvenna að linna í ritinu. Þar vil ég bæta við vísindastörfum margs- konar, þar sem konur hafa haslað sér völl og sent gagnlegt hefði verið að fá með í riti af þessu tagi. En allt um það er bókin Konur hvað nú? gagnmerkt heimildarit sem mikitl fengur er að og útgefendum til sóma. Að lestri loknum erokkur fulljöst að það cr í launamálunum sem brýnust þörf er á verulegu átaki í jafnréttisbaráttunni í náinni framtíð. CARTIER llmur fyrir dömur og herra PÓSTSENDUM TOPPTÍSKAN AÐALSTRÆTI 9-SÍM113760 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.