19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 4
4
2. TBL.1993
HIN TVOFALDA
MISMUNUN
FATLAÐRA KVENNA
eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur myndir: Rut Hallgrímsdóttir
ó að fatlaðir karlar eigi oft við
mikla atvinnuerfiðleika að
stríða eru þeir næstum tvisvar
sinnum líklegri til að hafa
vinnu en fatlaðar konur,“ segir
Rannveig en rúmlega 40% fatlaðra karla í
Bandaríkjunum eru á vinnumarkaðinum
samanborið við tæplega 25% fatlaðra
kvenna. Þar að auki segir Rannveig að ein-
ungis 12% fatlaðra kvenna hafi fulla at-
vinnu á meðan yfir 30% fatlaðra karla séu
í fullu starfi. „Af þessum sökum og einnig
vegna þess að laun fatlaðra kvenna eru
lægri en fatlaðra karla eru þær yfirleitt mun
verr staddar fjárhagslega en þeir,“ segir hún
og bætir því við að laun fatlaðra kvenna í
fullu starfi séu aðeins 56% af launum fatl-
aðra karla í fullri vinnu.
Þetta mynstur kemur fram sama hvaða
fötlun um er að ræða, að sögn Rannveigar.
„í Bandaríkjunum hefur nýlega verið kom-
ið á laggirnar úrræði fyrir þá sem mest eru
fatlaðir en það er „vinna með stuðningi".
Þar er sama uppi á teningnum; um þriðj-
ungur þeirra sem þess úrræðis njóta eru
konur en tveir þriðju hlutar karlar. Reynd-
ar kom í ljós í rannsókn sem gerð var á því
hverjir líklegastir eru til að missa vinnuna
að tveir þættir hafa þar mest áhrif, annars
vegar ef viðkomandi er alvarlega geðveikur,
hins vegar ef viðkomandi aðili er kona!“
Opinbcr úrrædi óluigslæAíiri
konum
Rannveig segir að ástæðurnar fyrir þess-
ari mismunandi stöðu kynjanna á vinnu-
markaðinum séu ekki ljósar. „Það kunna
að vera margar ástæður þarna að baki.
Konur virðast til dæmis eiga ógreiðari að-
gang að endurhæfingu en karlar og mun
meiri líkur eru á að þær séu útskrifaðar af
endurhæfingarstofnunum í hlutastörf eða
húsmóðurstörf. Heimilisstörf eru á hinn
bóginn aldrei álitin viðeigandi endurhæf-
ing fyrir karla heldur fara þeir yfirleitt úr
endurhæfingu í fullt starf á vinnumarkaði.“
Hún segir einnig að helstu opinberu úr-
ræðin til aðstoðar við fatlaða, svo sem ör-
orkubætur og almannatryggingar, séu mun
óhagstæðari fyrir konur en karla vegna þess
að þau tengist þátttöku í atvinnulífinu.
„Það hefur komið í ljós að fötluðum kon-
um eru ekki aðeins síður úrskurðaðar bæt-
ur en körlum heldur fá þær einnig lægri
bætur en þeir. Opinber úrræði vernda fatl-
aðar konur því ekki gegn þeirri fjárhags-
legu örbirgð sem oft er tengd fötlun, að
sama marki og þau vernda karla,“ segir
Rannveig.
Stundum hafa heyrst raddir um að geð-
hcilsa kvenna, sem bæði starfa úti á vinnu-
markaðinum og sinna heimili, hljód að
fara að láta undan vegna álags. Aðspurð
segist Rannveig kannast við slíkar fullyrð-
ingar en segir þær rangar. „Rannsóknir
hafa sýnt að konur sem vinna utan heimilis
eru við betri geðheilsu og eru ánægðari
með sig en konur sem vinna innan heimil-
isins einungis. Með því er þó ekki sagt að
vinnuálag kvenna sé af hinu góða heldur
að í stað þess, sem sumir hafa viljað meina,
að konurnar eigi að fara aftur inn á heimil-
in þurfa karlarnir að taka þátt í heimilis-
störfunum í meiri mæli en nú er,“ segir
Rannveig.
Flciri drcngir í scrkcnnslu
Fatlaðar konur hafa minni menntun en
bæði ófatlaðar konur og fatlaðir karlar.
„Námsráðgjafar beina þeim einnig oftast
inn í hefðbundin kvennastörf eða vinnu
með fötluðum eins og þær skilji ekki og
hafi ekki áhuga á öðru,“ segir Rannveig.
Hún segir að oft komi fram sérkennileg
mynd í sambandi við menntun fatlaðra því
í sérkennsluskólum sé yfirgnæfandi meiri-
hluti strákar. Þetta segir hún að eigi við
bæði hér og erlendis. í Öskjuhlíðarskóla sé
hlutfall nemenda til dæmis ekki langt frá
því að vera tveir strákar á móti hverri einni
stelpu. „Engin skýring hefur fundist á
þessu. f Bandaríkjunum líta margir svo á
að um kynþáttafordóma sé að ræða þar
sem strákarnir, sem settir eru í sérkennslu,
eru í mjög mörgum tilvikum svartir. Sú
skýring getur hins vegar ekki átt við hér.
Sú mynd að konur séu viljalausar, barna-
legar og órökvísar er mjög lík staðalmynd-
inni sem dregin er upp af þroskaheftum.
Þess vegna eru konur ekki álitnar þroska-
heftar nema þær hafi verulega greindar-
skerðingu,“ segir Rannveig. „Það kann líka
að vera að þetta háa hlutfall drengja í sér-
kennslu endurspegli það viðhorf að mennt-
un fatlaðra drengja sé talin forgangsverk-
efni, þeir séu álitnir þurfa sérkennslu til að
þroska þá hæfileika sem nauðsynlegir eru
til að geta séð sjálfum sér og fjölskyldu far-
borða seinna á lífsleiðinni.11
Rannveig segir þessa stöðu fatlaðra
kvenna á vinnumarkaðinum og í mennta-
kerfinu í raun endurspeglun á stöðu þeirra
sem kvenna. Sumar fræðikonur hafa skil-
greint fatlaðar konur sem hlutverkalausar
vegna þess að þær hafi hvorki haft aðgang
að hefðbundnum kvenhlutverkum né hlut-
verkum utan heimilisins. Þeim hafi yfirleitt
ekki verið ætluð önnur hlutverk en sjúkl-
ingshlutverk. „Fatlaðar konur hafa átt og
eiga mjög erfiðan aðgang að hefðbundn-
ustu hlutverkum kvenna sem eiginkonur,
húsmæður, mæður og ástkonur. Þær eru
venjulega ekki álitnar kynferðisverur, þær
giftast síður og það er ekki álitið eðlilegt að
þær eignist börn. Fólk óttast að þær eignist
fötluð börn, sem stenst ekki læknisfræði-
lega þar sem mjög fáar fatlanir eru arfgeng-
ar. Þessi ótti hefur á hinn bóginn leitt til
alvarlegra fordóma í garð fatlaðra kvenna,
þroskaheftra kvenna sérstaklega. Auk þess
eru fatlaðar konur oft álitnar barnalegar og
ósjálfstæðar og margir eiga erfitt með
ímynda sér þær í umönnunarhlutverki,“
segir Rannveig og bætir því við að hefð-
bundnustu hlutverk kvenna séu venjulega
ekki tekin sem dæmi um félagslega vel-