19. júní


19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 6
6 2. TBL.1993 Fötluðum konum vantreyst Fötluðum konum vantreyst: Asthildur Símonardóttir segir að sig haft stundum langað á fundi hjá kvennahreyfmgum en því miður hafi henni ekki reynst það unnt þar sem þeir hafi verið haldnir á stöðum þar sem ekki er aðgengi fyrir fatlaða. Ásthildur Símonardótt- ir, sem stundað hefur nám í félagsfræði og félagsráð- gjöf við Háskóla Islands, segir viðhorf fólks til fatl- aðra kvenna oft á tíðum einkennast af fordómum. Þær séu til dæmis ekki taldar hæfar til að sinna hefðbundnum kvenhlut- verkum. „Oft hef ég til dæmis heyrt heilbrigt fólk hneykslast á því að fatlaðar konur eignist börn. Þeim er vantreyst. Sömu aðilar og segja þetta telja sig hins vegar vera í forréttindahópi sem geti valið hvort og þá hversu mörg börn þeir vilji eiga,“ segir hún. Ásthildur þekkir málefni fatlaðra af eigin raun en sjálf hefur hún ekki getað gengið án þess að nota hækjur frá því hún veiktist af mænuveiki sem barn. Hún segist telja að fatl- aðir karlmenn eigi oft greiðari aðgang að atvinnu hér á landi en fatlaðar kon- ur og laun þeirra séu und- antekningarlítið hærri. Þá hljóti fatlaðir drengir yfir- leitt lengri skólagöngu en fatlaðar stúlkur. „Tölur sýna að allt að helmingi stærri hópur drengja nýtur sérkennslu en tíðkast með- al fatlaðra stúlkna. Þeir eiga að geta staðið sig og séð fjölskyldu farborða og eru hvattir áfram. Með fatlaðar stúlkur horfir málið hins vegar öðruvísi við íyrir fólki,“ segir Ásthildur. Hún segir það mjög gagnrýn- isvert að karlmenn, sem hljóti örorku í slysum, fái hærri bætur en konur í sömu aðstæðum og mjög brýnt sé að breyta þessu. „Meirihluti þess unga fólks sem lent hefur í slysum á undanförnum árum er karlmenn. Fullvíst má telja að þessi hópur hafi fengið meiri fýrirgreiðslu í kerfinu en raun hefði verið hefðu konur verið þar í meirihluta. Nýlegt dæmi er upphæð þeirra tryggingabóta sem ung stúlka fékk eftir að hafa lent í bílslysi í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Þegar örorkubætur hennar voru reiknað- ar út var stuðst við meðallaun iðnaðar- manna en ekki full laun heldur aðeins 75%,“ segir Ásthildur. „Það þyrfti jafn- framt að jafna kynjahlutföll í samtökum fatlaðra en þar eru karlmenn í stjórnun- arstöðum í flestum tilvikum," segir hún. Ásthildur segir nauðsynlegt fyrir fatl- aðar konur að aðgengi að húsum, þar sem fram fer starfsemi ætluð konum sér- staklega, sé bætt. „Fatlaðar konur eru mjög varnarlaus- ar gagnvart ofbeldi rétt eins og börn. Þær geta ekki hlaupið í burtu né varið sig en á sama tíma og þær eru líklegri en aðrar konur til að vera beittar ofbeldi eru samtök eins og Stígamót, sem sérstaklega eru ætluð konum sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi, óaðgengileg fötluðum kon- um. Það er einfaldlega ekki hægt að komast upp allar tröppurnar í hjólastól eða á hækjum til að ná tali af þeim ágætu konum sem þar hafa unnið mikið og þarft starf,“ segir Ásthildur. „Konur sem þurfa að flýja heimili sín vegna líkamlegs ofbeldis geta ekki fengið inni á Kvennaathvarfinu. Aðgengið þar er mjög slæmt og því nær ómögu- legt að komast þar inn í hjólastól eða á hækjum. Auk þess treysta starfskon- ur þar sér ekki til að taka við fötluðum konum þar sem þær virðast líta á þennan hóp sem stofnana- mat sem þurfi stöðuga að- hlynningu,“ segir Ásthild- ur. „I augum heilbrigðs fólks eru tröppur svo hversdagslegur hlutur að það tekur sennilega ekki eftir þeim. Fyrir fatlaða eru þær hins vegar oft á tíðum óyfirstíganleg hindrun. Það hefur til dæmis komið fyrir að mig hefur langað á fundi hjá kvenna- samtökum en ekki treyst mér þar sem þeir hafa verið haldnir á stöðum sem erf- itt eða ómögulegt er að komast inn á,“ segir Ásthildur. Hún segir ríka þörf á því að kvennahreyfingar fari að láta sig mál fatlaðra kvenna varða meira en þær hafa hingað til gert. „Það virðist sem þær hafi ekki áttað sig á því að taka þurfi á mál- efnum þessa hóps sérstaklcga," segir Ást- hildur að lokum. gengni eða frama kvenna. „Það hversu erf- iðan aðgang fatlaðar konur eiga að þessum hlutverkum lýsir því best stöðu þeirra.“ Varnarlausar gagnvarl kynferðislegu olbekli Rannveig bendir á að í þessu sé ein- kennileg þversögn. „Á sama tíma og fatl- aðar konur eru ekki álitnar kynferðisverur eru þær í meiri hættu en aðrar konur að vera kynferðislega misnotaðar. Kynferðis- legt ofbeldi hefur því oft lítið með kynlíf að gera heldur snýst miklu frekar um vald- beitingu. Kynferðisafbrotamenn leita í mörgum tilfellum að fórnarlömbum meðal þeirra sem eru mest varnarlausir en bæði fatlaðar konur og fötluð börn eru mjög varnarlaus og því auðveld bráð. Varnarleysi þeirra kemur meðal annars til af því að þau skortir oft ástúð, umhyggju og hlýju. Þau eru því fljót að falla fyrir votti af nálægð og tengslum," segir Rannveig. Að hennar sögn hafa margar rannsóknir í Bandaríkj- unum sýnt fram á hvernig fatlaðar konur hafi verið misnotaðar, sérstaklega á sólar- hringsstofnunum, bæði af starfsmönnum

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.