19. júní


19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 10
BAKSLAG - eða ný sókn? eftir Steinunni Jóhannesdóttur Þegar ég flutti heim til íslands eftir nokk- urra ára búsetu í Svíþjóð fyrir bráðum þremur ár- um var það mér að vissu leyti áfall að mæta mínu harðbýla og fagra föðurlandi á ný. Ég neyddist til að takast á við veruleika sem ég hafði verið í fríi frá í hálft fimmta ár. Veðrið var eins og það er, það sást varla stingandi strá í höfuðborg- inni, varla lifandi maður á ferli á götum úti, allir voru lokaðir inni í einkabílnum á fljúgandi ferð milli dreifðra stoppistöðva síns daglega lífs þar sem vinnan var í einni áttinni, börnin í fyrstu pössun í annarri áttinni, í annarri pössun í þriðju áttinni, í skóla í þeirri fjórðu, íþróttum, tónlist og dansi í fimmtu, sjöttu og sjöundu. Auk þess stund- uðu flestir aukavinnu í áttundu áttinni og sumir höfðu orku afgangs í félagsstörf í þeirri níundu. Þeir allra hraustustu skemmtu sér í tíundu. Mér fannst þetta geðveikt samfélag! Samt vissi ég að sumir myndu nota önnur orð og segja að íslenskt þjóðfélag væri sjóðandi af lífi. En er þetta skynsamlegt líf? leyfði ég mér að spyrja. Væri ekki hægt að spara kraftana með betra skipulagi?! Ég var orðin ákaflega „sænsk“ í af- stöðu minni. En þó að ég væri að einhverju leyti sænsk þá var ég þó aðallega íslensk og ætlaði mér aldrei að dveljast til lang- frama í öðru landi en því sem mér hlotnaðist í vöggugjöf. Þess vegna var ég aftur komin heim.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.