19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 30
30
2. TBL.1993
ANITA RODDICH, stofnandi Body Shop verslunarkeðjunnar:
KARLMENN AÐAL-
HINDRUNLN. ..
„Mér virðist konur vera mun varkárari og að mörgu leyti skynsamari í
rekstri fyrirtœkja en karlmenn en því miður skortir okkur ofi hugrekki
til að láta reyna á getu okkar, “ segir forstjóri og eigandi Body Shop fyr-
irtœkisins, Anita Roddich, sem í dag rekur 900 verslanir víða um
heim.
Anita Roddich er
bresk en af ítölskum
uppruna, fædd og
uppalin í Bretlandi.
Hún stofnaði fyrstu
Body Shop verslunina í Brigh-
ton fyrir 17 árum. Verslunun-
um fjölgaði ört og eru nú um
900 slíkar verslarnir að finna í
42 löndum. Fyrir 17 árum skar
Anita upp herör gegn dýrum
snyrtivörum og sagði í fyrirlestri
sínum að stóru, þekktu snyrti-
vörufyrirtækin græði stórfé á
glæsilegum umbúðum um varn-
ing sem í grundavallaratriðum
er aðeins búinn til úr tveimur
efnum, þ.e. olíum og vatni. „Ég
sætti mig alls ekki við það að
snyrtivörur þurfi að vera eins
dýrar og raun ber vitni auk þess
sem ég tel að vörur úr náttúr-
unni hljóti að vera manninum
hollari en aðrar vörur,“ sagði
Anita. Hún benti á að allar vör-
ur framleiddar af fyrirtæki
hennar séu úr hreinum náttúru-
afurðum.
Það kom fram í fyrirlestri
Anitu að grundvallaratriði í
rekstri hennar sé að allar vör-
urnar og umbúðirnar séu um-
hverfisvænar og hinar síður-
nefndu endurvinnsluhæfar.
„Einfaldur plastbrúsi utan af hárhreinsi-
vökva er annað hvort fylltur aftur, óski
viðskiptavinurinn þess, eða endurunninn,
t.d. í greiðu, bursta o.s.ív."
Anita Roddich er lágvaxin, fjörleg kona
er geislar af lífsgleði og starfskrafti. Hún
hefur ferðast víða um heiminn og dvalist
meðal ættflokka í Afríku og Suður-Amer-
íku til að læra að nýta náttúruafurðir þeirra
og jafnframt að skapa atvinnu fyrir þá. Leit
hennar að náttúruafurðum til framleiðslu
snyrtivarnings Body Shop hefur leitt til at-
vinnuskapandi verkefni víða í þróunar-
löndunum. „Við teljum skynsamlegra að
„Aðalhindrunin í vegi kvenna í
viðskiptaheiminum eru karl-
menn," sagði Anita Roddich,
stofnandi og eigandi alþjóðlegu
verslunarkeðjunnar Body Shop á
fundi á Hótel Loftleiðum í maí sl.
Hún byggði fyrirtæki sitt upp af
engu og er í dag talin meðal efn-
uðustu kvenna heims.
kenna fiskveiðar en að gefa
fiskmáltíð." Hún er mjög
ákveðinn umhverfissinni og
telur að iðnaðarþjóðirnar hafi
gengið allt of langt í úrvinnslu
efna úr náttúrunni án þess að
gera viðeigandi ráðstafanir til
umhverfisverndar og sjálf-
bærrar þróunar. Dæmi um
það sé eyðing regnskóganna,
eyðing ósonlagsins, o.fl. Fyrir-
tæki hennar, sem starfar mikið
á sviði mannréttinda og um-
hverfisverndar um allan heim,
rekur mikinn áróður gegn til-
raunum á dýrum m.a. í rann-
sóknum á snyrtivörum. „Mér
finnst mun eðlilegra að prófa
krem á handarbaki sjálfrar
mín en á húð dýra. Slíkt er
ómanneskjulegt og reyndar
ekki mjög raunhæft vegna
þess að dýrin eru öðruvísi en
við,“ sagði hún.
í máli Anitu á fyrrgreind-
um fundi kom fram að hún
telur að konur hafi hagvöxt og
ráðdeild í rekstri í hendi sér
en séu ekki nægjanlega dug-
legar að koma sér á framfæri
enda erfitt um vik þar sem
karlmenn stjórni fyrirtækjun-
um og þeir séu hreint ekki
ginnkeyptir fyrir því að hleypa
konum að. „Við getum að mörgu leyti
kennt okkur sjálfum um því við erum ekki
nógu harðar í því að koma okkur á fram-
færi í hörðum viðskiptaheimi karlanna.
Mér virðist konur vera mun varkárari og
að mörgu leyti skynsamari í rekstri fyrir-
tækja en karlmenn en því miður skortir
okkur oft hugrekki til að láta reyna á getu
okkar.“ Anita sagði frá því er hún reyndi
að fá lán í breskum banka til að fjármagna
fyrstu verslunina. „Ég mætti til banka-
stjórans í gallabuxum og með börnin mín
tvö með mér. Þrátt fyrir það að ég lagði
fram vel grundvallaðar hugmyndir að