19. júní


19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 21
2. TBL. 1993 21 Til að vinna markvisst með viðhorffóstr- anna og styrkja þá þ&tti sem urðu útundan í blönduðum hópi voru teknar upp sérstakar kjarkœfingar fyrir stelpurnar og nálagðar- œfingar fyrir strákana. læti, plástursþörf, þeir hlýddu ekki, létu ganga á eftir sér og voru sjálfsuppteknir. Þar að auki voru strákarnir í augum fóstranna meiri einstaklingar en stúlkurn- ar, þær ávörpuðu þá fremur með nafni en þær sem hóp. Til að vinna markvisst með viðhorf fóstranna og styrkja þá þætti í strákunum og stelpunum sem urðu útund- an í blönduðum hópi voru teknar upp sér- stakar kjarkæfingar fyrir stelpurnar og ná- lægðaræfmgar fyrir strákana. Þannig æfa stelpurnar sig í að stökkva og ganga ber- fættar í snjó eða hrauni svo einhver dæmi séu nefnd og strákarnir læra að bera um- hyggju fyrir hverjum öðrum og hlúa að vinum sínum. Til að styrkja einstaklings- vitund stúlknanna er þeim heilsað með nafni á hverjum morgni en strákunum er heilsað sem hópi. „Það má segja að þessar uppeldisaðferðir séu mitt innlegg í jafnréttisbaráttuna," seg- ir Margrét Pála aðspurð um hvort vinna hennar í kvennahreyfingum hafi ekki haft áhrif á mótun uppeldisstefnunnar. Komið hefur í ljós í rannsóknum að umhverfið styrkir mismunandi þætti í stúlkum og drengjum frá því börnin eru í vöggu en leið Margrétar Pálu er að gefa börnunum kost á að styrkja alla þá þætti sem þau búa yfir. Samkvæmt ósk stúlknanna byrja þær dag- inn með miklum reiðisöng, þær virðast hafa þörf fyrir að fá útrás fyrir aldagamla innibyrgða reiði kvenna en strákarnir þurfa hins vegar ekki á því að halda. Agi er forscnda frelsis En það er fleira en kynjaskiptingin sem einkennir uppeldisstefnu Margrétar Pálu. Þeir gestir sem heimsækja leikskólann og dagheimilið við Hjallabraut í Hafnarfirði taka fljótlega eftir því að engin tilbúin leik- föng eru notuð og engar myndir eru á veggjum til að draga athygli barnanna frá störfum þeirra. Börnin velja sér leiksvæði á morgunfundi þannig að áhugasvið hvers og eins nýtur sín til fullnustu. Þau taka þátt í daglegum störfum, leggja á borðið og sækja matinn fram í eldhús eftir ákveðnum reglum. Starfið er grundvallað á föstum reglum þannig að börnin viti ná- kvæmlega hvernig ramminn er sem unnið er eftir. „Reglurnar eru nauðsynlegar“ segir Margrét Pála, „við vinnum eftir þeirri for- sendu að agi sé forsenda frelsis.“ Hún segir að samfélagið sé grundvallað á ýmis konar reglum, þannig sé ekki hægt að leika fót- bolta án þess að hver maður viti um stað sinn og hlutverk í leiknum og eins sé ekki hægt að aka um göturnar án þess að fylgja umferðarreglunum. „Reglur eru nauðsyn- legar og við fullorðna liðið viljum ekki vera án þeirra. Við skulum þá ekki heldur svíkja börnin um þann stuðning,“ segir Margrét Pála. Þá fá börnin jákvæða styrkingu frá fóstr- unum, þau eru „frábær“ eins og þau eru hvert um sig, stelpurnar eru „hraustustu stelpur í Hafnarfirði“ og strákarnir „prúð- ustu piltarnir". Reynt er að gera þeim öll- um jafnt undir höfði, þegar 19. júní leit inn átti ein stúlkan afmæli og henni til heiðurs var sunginn afmælissöngur, hún fékk að fara ásamt einni fóstrunni fram og baka afmæliskökuna og bjóða hinum börn- unum að borða hana með sér. Og svo var afmælisbarnið tollerað og sunginn húrra- söngur. HJALLASTEFNAN, en það hefur upp- eldisstefna Margrétar Pálu verið nefnd, hefur vakið mikla athygli erlendis og er lit- ið á hana sem dæmi um hvernig þroska má bestu eiginleika beggja kynja og mikilvægi þess að byrja jafnréttisuppeldið snemma. Til að kynna þessa nýjung hefur Margrét Pála sent frá sér bókina „Æfingin skapar meistarann" þar sem fjallað er um þessa uppeldisaðferð og sálfræðingurinn Anne- Mette Kruse hefur látið vinna myndband um starfsemina. Hún leitar nú leiða til að rannsaka hvernig börnunum gengur síðar í hinu venjulega skólakerfi og verður athygl- isvert að fylgjast með því en unnið hefur verið eftir Hjallastefnunni undanfarin fjög- ur ár. Þetta fyrirkomulag hefur verið tekið upp á einni dagvistardeild í Danmörku. En er kynjaskipting þá það sem koma PUNKTA- FRÉTTIR Sparnaðarleið sem I,að reyníst mörgum segir sex! cr^tc at5 na en<Ium saman á þessum síð- ustu og verstu tímum. Kona nokkur, sem átti vanda til þess að eyða um efni fram með því að nota greiðslukortið sitt ótæpilega, fann upp á mjög frumlegri sparnaðarleið. Hún frysti greiðslukortið sitt en ekki á þann hátt sem flestum dettur íyrst í hug þegar þeir heyra sögnina að frysta notaða í þessu sambandi þ.e. að klippa kortið í sundur og loka reikning- Nei, kona þessi tók kortið sitt, setti það í mjólkurfernu fúlla af vatni og stakk ofan í frystikistu. Þegar hún síðan fékk kaupæði var svo tímafrekt að bíða eftir því að klakastykkið þiðnaði og hægt væri að nálgast kortið að þegar að því kom var kaupæðið gengið yfir. Fyrirtæki kvenna Fræðsludeiid iðn- fara síður tæFnistofnunar hefur - hallo- „ gengist fyrir nám- a nausinn skeiðum víða um land fyrir konur þar scm kcnnd cru hagnýt vinnu- brögð við að stofna fyrirtæki og gera hugmynd arðbæra. Hafa tugir kvenna notfært sér þessa frsuðslu. Hansína B. Hinarsdóttir, verkefnisstjóri nám- skeiðsins, sem nefnist Athafnakonur, segir að helmingur þeirra fyrirtækja sem stofnuð hafa verið á síðustu sjö árum hafi verið stofnuð af konum. Auk þess bendir margt tii þess að 70% fyrirtækja sem karlmenn veita forstöðu séu fell- völt cn aðeins 30% fyrirtækja kvenna. Skýringin á þessum mun er m.a. sú að þau fyrirtæki sem konur starfrækja eru einatt minni en karianna, þær fara sér hægar í uppbyggingu og aliri fjár- festingu en síðast en ekki sfst virðast konurnar greina umhvcrfi sitt betur en karlarnir. Ástæður þessa námskeiðahalds eru m.a. að konum bjóðast frerri atvinnutækifæri en körlum, atvinnuleysi er vfða meira meðal kvenna og hef- ur konum frekkað til muna á landsbyggðinni, svo að á nokkrum svæðum liggur við vand- ræðaástandi af þessum sökum. Viðbúið er að hlutfail kvenna á vinnumarkaði muni minnka töluvert á næstunni en á móti er talið að konur verði eftirsótrar í ýmis stjórnunar- störf innan fyrirtækja. Atvinnulausir mis- Féiagsvísindastofhun jafnlega settir Háskóla íslands gerði í mars sl. könnun á högum og aðstæðum atvinnulausra á Islandi árið 1993. Þar kemur margt forvitnilegt fram en sjálf- sagt vekur það ekki síst athygli að furðustór hluti atvinnulausra er ekki verr settur en það að þegar hcildarfjölskyldutekjur atvinnulausra á árinu 1992 voru skoðaðar kom í Ijós að rúmlega ló% höfðu 1,5 til 2 milljónir ( árstekjur og reyndar höfðu 28% 2 milljónir eða meira. Samtals eru það því 44% hópsins scm cru með 1,5 milljónir eða rneira.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.