19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 32
32
2. TBL.1993
Texti: Bryndís Kristjánsdóttir
Hildur Petersen er ung
kona, móðir tveggja ungra
barna, og stjórnar Hans Pet-
ersen hf., einu af elstu fyrir-
tækjum landsins. Fyrirtækið
er 86 ára og Hildur er af
priðju kynslóð fjölskyldunn-
ar sem rekið hefur fyrirtækið
frá upphafi en pað sem ein-
kennt hefur reksturinn er að
par hafa konur alltaf verið
leiðandi við stjórnunina.
Fyrirtækið er vaxandi, sem
er sannarlega gleðiefni á
pessum krepputímum, en
ætli konurnar eigi sinn pátt
í pví?
Mynd: Rut Hallgrímsdóttir
Hildur Petersen, framkvœmdastjóri Hans Petersen hf., segir að í öllum störfiim sé nauðsyn-
legt að blanda kynjunum saman - annað sé hvorki skemmtilegt né jafn árangursríkt.
Konunum hefur aldrei dottið í hug
að þær væru síðri en karlmenn
Fyrirtækið byrjaði sem matvöru-
verslun í Bankastræti í Reykja-
vík en nokkrum árum seinna
komu ljósmyndavörurnar til
sögunnar og þær hafa verið aðal-
uppistaðan í versluninni frá því um 1920.
Við höfum vaxið smám saman og erum
núna með verslanir á 10 stöðum í bænum.
Þar að auki erum við með heildsölu sem
dreifir filmum og ljósmyndavörum um allt
land. Svo höfum við gæðaeftirlit með
framköllunarstöðum úti um allt land sem
eru merktir Kodak Express og erum í mjög
nánu samstarfi við þá.“
-Hafa konur unnið að uppbyggingunni
frá upphafi?
„Já og það má segja að það sé grunnur í
fyrirtækinu. Afi minn, Hans Petersen,
stofnaði fyrirtækið árið 1907. Það var mik-
ill aldursmunur á honum og ömmu minni,
Guðrúnu Petersen, og þegar hann féll frá
var hann um sjötugt en hún enn ung
kona. Hún tók þá við rekstrinum og cin-
hvern veginn hefur það verið svo í fjöl-
skyldunni að konum hefur aldrei dottið í
hug að þær væru eitthvað síðri en karl-
menn. Það liggur bara í hlutarins eðli að
við eigum að geta gert það sama og karl-
menn.“
-Hafði amma ykkar þessi áhrif?
„Já, ég held það megi segja að hún hafi
gefið tóninn. Þarna var hún með sex lítil
börn og hún kippti bara fyrirtækinu að sér
og sá um heimilið og börnin í leiðinni.“
-Var það ekki óvenjulegt á þessum tíma?
„Það held ég. Þetta var árið 1938 og þá
hefðu margar konur einfaldlega selt sitt
fyrirtæki og reynt að bjarga sér, eða fengið
einhvern karlmann til að stjórna því. En
hún reyndi að gera þetta allt sjálf og tókst
það ágætlega. Pabbi minn, Hans Petersen,
var kominn nálægt tvítugu þegar þetta var.
Hann hjálpaði henni auðvitað og tók svo
við smám saman og stjórnaði síðan fyrir-
tækinu í 40 ár.“
-A þessum árum, sem faðir þinn var við
stjórnvölinn, var hann þá með konur sér
við hlið?
„Já, en að vísu var þetta ekki stórt fyrir-
tæki á þessum tíma - ein verslun í Banka-
strætinu og myndastofa þar á bakvið.
Reyndar var mikil heildsala byrjuð og svo-
lítið skrifstofustarf í kringum hana. En það
voru svo til eingöngu konur sem unnu
með honum. Það var kona sem stjórnaði
myndastofunni en kannski hefði verið eðli-
legra á þessum tíma að karlmaður stjórnaði
henni enda gerðist það þegar þetta stækk-
aði allt og breytdst. Það voru konur á
skrifstofunni hjá honum, sem var náttúru-
lega ekki óalgengt. Svo voru jú strákar á
lagernum.“
Skólaslúlka tekur við
rekstrinum
-Hvenær tókst þú svo við?
„Pabbi var orðinn veikur undir það síðasta
og utanaðkomandi aðili var fenginn til að
stjórna fyrirtækinu í fögur ár en síðan tók ég
við. Þetta var árið 1979 og ég var 23 ára.“
-Þú hefur verið ansi ung kona að taka að
þér að stjórna fyrirtæki.
„Já og þegar ég lít til baka, sé ég að ég
var kannski ekki alveg tilbúin."
-Hvaða bakgrunn hafðirðu?
„Ég var í viðskiptafræði þegar þessi
utanaðkomandi stjórnandi dó og pabbi hafði
dáið árinu áður, svo ég ákvað að skella mér
bara í þetta og ljúka við viðskiptafræðina í
vinnunni í staðinn fyrir í skólanum.“