19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 25
1. TBL. 1993
25
S1 fAl Etl F 'S1 w [AT
tæki í jafnlaunabaráttunni
Munur á launum karla og kvenna er
meinsemd í þjóöfélagi okkar sem ekki
hefur tekist að vinna bug á og sýna
kannanir að bilið hefur farið breikkandi
nú á seinni árum. Þetta er umhugsunar-
efni í Ijósi þess aö löggiafarvaldiö hefur
kveöið upp úr um að hvers kyns launa-
munur á grundvelli kynferöis sé ólög-
mætur, auk þess sem ísland hefur
skuldbundið sig að þjóðarétti að koma í
veg fyrir kynbundinn launamun. Athygl-
isvert er að athuga þróun þessara laga
svo og alþjóðasamninga en hér verður
þó ekki um tæmandi umfjöllun aö
ræða.
Á árinu 1958 var alþjóðasamþykkt Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 100
frá árinu 1951 um jöfn laun karla og
kvenna fyrir jafnverðmæt störf fullgilt af
íslands hálfu. Árið 1961 virðist hafa ríkt
hér á landi mikil bjartsýni um að launa-
munurinn á hinum almenna vinnumark-
aði heyrði brátt til liðinni tíð en þá voru
samþykkt lög nr. 60/1961 um launa-
jöfnuð kvenna og karla. Samkvæmt
þeim áttu laun kvenna að hækka árlega
frá árinu 1962 um 1/6 hluta launamis-
munarins árlega og árið 1967 átti sá
merki áfangi að nást að laun karla og
kvenna á íslandi yrðu jöfn. Allir vita
hvernig þær áætlanir stóðust. Áriö
1973 gengu í gildi lög nr. 37/1973 um
jafnlaunaráð en þar var kveðið svo á í
1. grein að konum og körlum skuli
greidd jöfn laun fyrir jafnverömæt og að
öðru leyti sambærileg störf. Árið 1976
var ísland fyrst Norðurlandaþjóða til að
samþykkja jafnréttislög, en þaö voru
lög nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og
karla sem hafa í tvígang verið endur-
skoðuð og endurbætt. Núgildandi lög
nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla kveða skýrt á um
aö greiða skuli körlum og konum sömu
laun fyrir jafnverðmæta og sambæri-
lega vinnu og er þar nánar skilgreint
hvað felist í hugtakinu „laun". Auk
þessa má nefna að ísland fullgilti áriö
1985 samning Sameinuðu þjóðanna frá
1979 um afnám alls misréttis gagnvart
konum, en í 11. gr. samningsins skuld-
binda aðildarríkin sig til að gera viðeig-
andi ráðstafanir til að afnema mismun-
un gagnvart konum á vinnumarkaði.
Eins og ofangreind upptalning ber
með sér ríkir hér launajafnrétti sam-
kvæmt lögum en raunveruleikinn er þvf
miður annar og sannar að lagasetning
nægir ekki til að koma þessum málum í
rétt horf. Á seinni árum hefur í æ ríkari
mæli veriö litið til starfsmats sem leið-
ar til aö draga úr kynbundnum launa-
mismun og þó að ekki sé hér um alls-
herjarlausn á vandamálinu að ræða þá
er starfsmat athyglisverð leið til aö
draga úr launamuninum. En hvað er
starfsmat? í stuttu máli má segja að
við kerfisbundið starfsmat innan stofn-
unar eða fyrirtækis eru störf metin á
hlutlægum forsendum eftir nánar
ákveðnu kerfi í stað þess, eins og nú er
gert, að meta störf á óljósum huglæg-
um forsendum, þar sem viðmiðunin eru
hefðbundin karlastörf en störf kvenna á
afsláttarverði. Það bíður betri tíma að
fara út í nánari útfærslu á starfsmati en
f stuttu mál má segja að gengiö sé út
frá fjórum grundvallarþáttum við starfs-
mat: a) hæfni b) ábyrgð c) álagi d)
vinnuumhverfi. Hverjum þessara þátta
er síðan skipt upp í minni einingar og
þannig er fengið út raunveruleg inntak
starfs og laun ákvörðuð f samræmi við
það. Tekið skal fram að starfsmat er
ekki með öllu óþekkt fyrirbæri hér á
landi en nokkuð hefur skort á að jafn-
réttissjónarmiðum hafi verið nægilegur
gaumur gefinn við útfærslu þess en
slíkt er nauösynlegt ef markmiðið er að
minnka eða uppræta launamun karla
og kvenna. Hér er ekki verið að kasta
rýrð á þá aðila sem staðið hafa fyrir
starfsmati og leiða má að því líkur að
framkvæmd starfsmats hér á landi hafi
einhverju þokað áleiðis fyrir konur.
A síðustu dögum þingsins nú f vor sam-
þykkti Alþingi þingsályktunartillögu um
framkvæmdaáætlun til Ijögurra ára um
aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynj-
anna. Þetta er í fyrsta sinn sem slík
áætlun er samþykkt sem þingsályktun-
artillaga. Áður voru þær einungis lagðar
fýrir þingiö til kynningar og til umræöu.
Slíkt fyrirkomulag er hvorki eins bind-
andi fyrir framkvæmdavaldið og sam-
þykkt viljayfirlýsing þingsins né gefur
það þingmönnum, konum og körlum,
færi á að hafa áhrif á innihald áætlun-
arinnar. Framkvæmdaáætlunin skiptist
I tvennt, í fyrsta lagi kafla um starfs-
mannamál ríkisins og í öðru lagi kafla
þar sem ákveðnar eru aðgerðir eða
verkefni til að koma á jafnrétti ogjafnri
stöðu kvenna og karla. Framkvæmd
verkefnanna er síðan á ábyrgð þess
ráöuneytis sem fer með viökomandi
Vinnumarkaðurinn er byggður upp af
körlum og þeirra viðmiðanir eru enn ríkj-
andi í iaunamálum. Þvf ber að vanda til
þegar starfsmat er framkvæmt og sjá
verður til þess aö gömlum og úreltum
gildum verði kastað fýrir róða. Mjög
æskilegt er að umræða og fræðsla eigi
sér stað um inntak starfsmats og að
konur fái tíma til að athuga stöðu sína
og endurmeta hana áður en starfsmat
er framkvæmt. Það hefur sýnt sig að
konur hafa þvf miður tileinkað sér mat
karlmanna á störfum kvenna og bera
þær sig gjarnan saman við aðrar konur
í stað þess að miða sig við þá sem
vinna jafnverömæt og sambærileg störf
án tillits til kynferðis.
í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar-
innar fýrir árin 1993 til 1997 um aö-
gerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna,
sem samþykkt var nú fyrir þinglok, er
lagt til að kerfisbundið mat á störfum
ríkisstarfsmanna fari fram í þvf skyni að
framfylgja 4. gr. jafnréttislaga sem
kveöur á um að greiða skuli konum og
körlum jöfn laun fyrir jafnverömæt og
sambærileg störf. Slíkt ákvæði var
reyndar í fyrri framkvæmdaáætlun en
lítið hefur farið fyrir aðgerðum á grund-
velli ákvæðisins. Hér er kominn kjörinn
vettvangur fyrir konur I rööum opinberra
starfsmanna til að beita sér og veifa
framkvæmdaáætluninni framan í við-
semjendur sína. Konur verða að hafa f
huga að launajafnrétti kemur ekki á silf-
urfati, hér þarf að berjast og beita þeim
vopnum sem tiltæk eru. Lagaákvæði og
alþjóðasamningar þeir sem að ofan er
getið eru vissulega lóð á vogarskálina
en þekking á þeim möguleikum sem
starfsmat veitir er ekki síöur mikilvægt.
B.H.
málaflokk. Mikilvægt er að áætlunin
verði kynnt sem víðast og aðgerðunum
markaður ákveðinn farvegur. Það er
einnig mikilvægt að grannt sé fylgst
með því að hver og einn sinni sínum
verkum. Að beiðni félagsmálaráðherra
mun Jafnréttisráð hafa umsjón og eftir-
lit meö framkvæmdinni. Framkvæmda-
áætlunina skal endurskoða eftir tvö ár f
tengslum við skýrslu ráðherra til Alþing-
is um stööu og þróun jafnréttismála. í
framtíðinni er svo ætlunin að á tveggja
ára fresti verði Alþingi kynnt mat á ár-
angri gildandi framkvæmdaáætlunar,
samtfmis þvf sem ný og endurskoðuð
áætlun er lögð fram. Reynsla nágranna-
þjóöa okkar er sú að skipulögð og
markviss vinnubrögð af þessu tagi geta
skilaö þeim árangri sem við viljum sjá.
Og þá er bara að bretta upp ermarnar.
Alþingi samþykkir framkvæmda-
áætlun á sviði jafnréttismáia