19. júní


19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 17
2. TBL. 1993 17 Guðrún Edda Haraldsdóttir Sigurbjörg Björgvinsdóttir Sólveig Jónsdóttir Valgerður Guðmundsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Endurskoðendur eru Erna Hauksdóttir og Guðrún Ágústsdótdr, til vara Erna Bryndís Halldórsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Félagsgjöld Árgjaldið er óbreytt frá síðasta ári, aðeins 2.000 kr., þótt nú séu innifalin 3 blöð af 19. júní, en áður aðeins ársritið. Það ætti því ekki að standa fólki fyrir þrifum að gerast félagar í KRFÍ, jafnvel þótt sam- dráttartímar séu. Námskeið í framkomu í fjölmiðlum og um réttindi og skyldur þeirra sem búa í óvígðri sam- búð voru haldin nýlega og tókust vel. Námssterna um sljórniinarstíl kvenna Þann 26. maí hélt KRFÍ námsstefnu í Kornhlöðunni við Bankastræti og var yfir- skrift hennar Stjórnunarstíll kvenna. Fyrir- lesarar voru þær Anna Valdimarsdóttir, sál- fræðingur, Hildur Petersen, forstjóri Hans Petersen hf., Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir, forstöðumaður Droplaugarstaða og Rannveig Rist, stjórndeildarstjóri hjá ISAL. I skemmstum orðum er frá því að segja að námsstefnan tókst með miklum ágætum og komust færri að en vildu. Fjör- legar umræður fylgdu í kjölfar erindanna og hugsanlegt er að fleiri námsstefnur á þessum nótum verði haldnar í haust. Málþing um aðstöðu fæðandi kvenna KRFÍ tók þátt í undirbúningi að málþingi um aðstöðu fæðandi kvenna sem haldið var á Hótel Sögu um miðjan apríl. Þingið var mjög fjölmennt og umræður góðar. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar: Málþing haldið á Hótel Sögu 17. apríl 1993 um aðstöðu fæðandi kvenna skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir tafarlausum úr- bótum í málum fæðandi kvenna, hvar sem er á landinu. Málþing haldið á Hótel Sögu 17. apríl 1993 um aðstöðu fæðandi kvenna skorar á borgaryfirvöld í Reykjavík að taka nú þeg- ar upp viðræður við stjórnendur Land- spítalans um framtíðarlausn á málefnum Fæðingarheimilis Reykjavíkur þannig að þar megi áfram reka fæðingarstofnun. Félögum ijölgar Það er afar ánægjulegt að á hverjum stjórn- arfundi KRFÍ er birtur listi yfir nýja fé- lagsmenn. Áliugi á jafnréttismálum fer vaxandi enda er fólki jafnvel enn meiri nauðsyn nú en á góðæristímum að huga að jafnrétti og jafnstöðu kynjanna. Það á ekk- ert síður við um karla en konur. Við hvetjum fólk eindregið til að ganga til liðs við KRFÍ, sem eru þverpólitísk sam- tök og hafa í 86 ár unnið að réttindamál- um fólks, með mismunandi áherslum, allt eftir því sem brýnast hefur verið hverju sinni. Það segir sitt um mikilvægi KRFÍ hversu miklu það hefur fengið áorkað í gegnum tíðina. Það hefur þróast, dafnað og aðlagast breyttum tímum alla tuttug- ustu öldina. Jafnvel nafnið, Kvenréttinda- félag fslands, sem sumum þykir nokkuð gamaldags, fælir ekki frá. Félagið berst fyrir jafnri stöðu kynja en ekki fyrir neinum forréttindum fyrir konur, eins og nafnið kynni að benda til. Nafnið er aðeins rninn- isvarði um upphafsárin þegar konur voru beittar slíku hróplegu misrétti að allt ann- að féll í skuggann. Fyrir nokkrum árum var rætt hvort breyta ætti nafni félagsins og færa til sam- rærnis við áherslur nútímans. Frá því var fallið eins og víða þar sem svipað hefur gerst: Eimskipafélagið rekur ekki lengur gufuskip, Skýrslutæknifélag íslands snýst um tölvutækni sem tók við af gömlu skýrsluvélunum og svo mætti áfram telja. Útbreiðsluátak Nú er að hefjast mikið átak í kynningu á 19. júníog um leið á félaginu sjálfu. í sum- ar og fram á haust verður starfsemi skrif- stofunnar að mestu helguð því starfi. Við hvetjum félagsmenn til að leggja þessu átaki lið, hvern með því lagi sem honum er Ijúft. Hafið samband við skrifstofu félags- ins eða stjórnarmenn ef þið hafið hug- mynd eða eruð aflögufær um tíma til þátt- töku. Framkvæmdastjóraskipti Þann fyrsta júní lætur Þórdís Krist- leifsdóttir af störfum sem framkvæmda- stjóri félagsins, en hún hefur gegnt starfinu í rúmt ár. Henni eru hér með þökkuð vel unnin störf. Við óskum henni velfarnaðar í nýju starfi annars staðar og vonumst að sjálfsögðu fastlega til að njóta krafta hennar sem félagsmanns sem allra mest áfram. Við starfinu tekur Edda Hrönn Stein- grímsdóttir. Hún hefur m.a. starfað hjá Sinfóníuhljómsveit íslands en hefur síð- ustu tvö ár sinnt uppeldisstörfum. Hún á tvö börn og eiginmann. Edda Hrönn er boðin velkomin til starfa. POSTUR OG SÍMI VAREVFILL 68 55 22 E LANDSVIRKJUN

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.