19. júní


19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 11
2. TBL. 1993 11 Hindranir í veginum Og nú stóð ég sem sagt hér á berangrin- um, í gamalkunnu roki og rigningu, áfjáð í að byrja upp á nýtt. Ég vissi hvaða Ieið mig langaði helst til að ganga en ég komst að raun um að á veginum voru fleiri hindran- ir en ég var í skapi til að mæta. Of margar af þessum hindrunum áttu nefnilega rætur að rekja til þess að ég er kona. Mér fannst að það ætti ekki lengur að vera mér til traf- ala. En ég er kona og þegn í samfélagi sem metur hæfileika og getu kvenna til fárra fiska miðað við karla. Og ég var að koma frá samfélagi sem vissulega metur konur til færri fiska en karla, en þó er munurinn sá að réttindabarátta kvenna í Svíþjóð hefur skilað þeim það miklum árangri að konu frá íslandi finnst hún vera með annan fót- inn í anddyri Paradísar. Einkum konu sem á lítil börn. Ég hafði ekki staðist þá freistingu að eignast enn eitt barn við þessar sænsku að- stæður. Mig hafði alltaf dreymt um að eignast barn við góðar aðstæður. Barnið var þriðja dóttir okkar hjóna á tuttugu ár- um. Það var mikill munur á því að vera ung og allslaus með sitt fyrsta barn á ís- landi eða roskin og ráðsett með sitt þriðja í Svíþjóð. Það var bæði tuttugu ára þroska- munur og munur tveggja misþróaðra sam- félaga. Samanburður Alþjóðlegur samanburður sýnir að Svíar, Norðmenn og Danir standa öðrum þjóð- um framar í löfgjöf sem snertir aðbúnað fjölskyldunnar og réttindi barna. Þeirra kerfi sem hvorki telst fullkomið né galla- laust er þó hreint fyrirtak borið saman við íslenskan veruleika og miðar að því að gera fólki kleift að lifa sómasamlegu fjölskyldu- lífi jafnframt því sem það tekur virkan þátt í samfélaginu utan veggja heimilisins. Lyk- ilatriði í þeirra fjölskyldupólitík eru 1) langt fæðingarorlof, um og yfir eitt ár sem foreldrar geta skipt á milli sín eftir hentug- leikum, 2) einsetnir heils dags leikskólar sem taka við börnum strax á öðru ári, 3) einsetinn grunnskóli þar sem matsalur barnanna er jafn sjálfsagður í skólabygg- ingunni og kennarastofan. Ég kunni ákaflega vel að meta kosti þessa kerfis sem leiðir til þess að flestir fara aðeins einu sinni til vinnu, einu sinni í pössun og einu sinni í skóla á degi hverj- um. Síðan á fjölskyldan góða möguleika á að vera saman síðdegis og jafnvel að hitta nágrannana og spjalla við þá, einkum í góð u veðri. En nú var ég komin heim. Og í hjarta Reykjavíkur bjó ég við meiri einangrun en ég hafði nokkru sinni fyrr komist í kynni við í lífinu. Vinkonur mínar frá fyrri tíð voru auð- vitað allar upp fyrir haus í vinnu, á milli þess sem þær endasentust með börnin á milli gæslustaða eða skóla. Maðurinn minn var auðvitað upp fyrir haus í vinnu. Allir sem ég þekkti voru upp fyrir haus í vinnu en ekki ég. Ég var ein heima með barn á þriðja ári. Það hafði aldrei verið ætlun mín að gegna móðurhlutverkinu eingöngu þó að ég vildi eiga börn. Auk þesss lít ég á það sem skyldu mína og rétt að vera efnahags- lega sjálfstæð og vinna fyrir peningum. Lcitaði Iciða Ég reyndi að finna einhverja leið út úr þessari klemmu. Við vorum að sjálfsögðu með barnið á biðlista hjá Dagvist- un Reykjavíkur, en mér var sagt að ég væri heppin ef ég kæmi henni að eftir eitt ár! Ég ákvað að reyna að beita þrýstingi. Ég setti hana í kerruna og fór með hana í heimsóknir á öll nálæg dag- heimili og leikskóla til þess að sýna forstöðukonunum hvað þetta væri dugleg lítil stúlka og mikill fengur að fá hana í barna- hópinn. Hún væri vön dagheimil- um og kynni miklu betur við sig í fé- PUNKTA- FRÉTTIR Helga spyr hvort 1 lesendabréfi dag- megi kenna kon- blaðs velúr Helga, , . sem lenci herur buið um um efnahags- eriendis, því fyrir sér ástandið? hvort íslenskar konur hafi breyst og hvort samhengi sé milli þess og bágborins efnahagsástands hér. Helgu finnst kynsystur sínar hér á landi mun kröfuharðari en annars staðar, sækist eftir óþarfa vinnu, íundahöldum, námskeiðum og klúbbum og mikilli íjarveru frá heimilinu. Skemmtanafíkn sé áberandi og yfirgangur og framhleypni á skemmtistöðum! Einnig hafi þær tilhneigingu til að apa hver eftir annarri, t.d. í tísku (allar með stutt hár o.s.frv.). „Allt þetta setur mark á efnahagslífið því eftir höfðinu dansa limirnir. Hafa ekki konur ráðið því sem þær vilja?“ klykkir Helga út með. Greinilega hefur Helga haft augun vel opin og víða verið síðan hún kom heim. En hver er Helga og hvaðan kemur hún? Karl svarar Helgu Sigurður nokkur Guðmundsson beið þess að konur tækju upp hanskann íyrir kynsyst- ur sínar og svöruðu Helgu en ritaði svo sjálfur bréf þar sem fram kom að honum hafi helst dottið í hug að eitthvað sé til í því scm hún seg- ir. Til vonar og vara vill hann að þáttur kvenna í þjóðfélagsþróuninni hér verði rannsakaður enn frekar en gert hefur verið og veltir vöngum yfir því hvernig eða hvort konur hafi sett mark sitt á íslenskt efnahagslíf. Sú hugmynd er reyndar ekki fráleit en bréfrit- ari heldur áfram: „Ef það er einvörðungu karl- mönnum að kenna hvernig nú er komið fyrir okkur, að við eigum nánast ekkert eftir annað en að geispa golunni um leið og sjálfstæðinu, þá hafa konur líka átt sinn þátt í því með því að sitja með hendur í skauti og láta viðgangast hina gegndarlausu sóun á fjármunum sem við íslend- ingar höfum aflað og eytt á óskynsamlegri hátt en dæmi eru um, þ.e. utan ómenntaðar villi- mannaþjóðir sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í siðvæðinguna,“ segir Sigurður. Hjúkrunarfræðing- Hjúkrunarfræðingar ar og læknar ““““f 1 , .. snörpum deilum 61 ð vegna vegna frurnvarpsdraga lagafrumvarps nefndar á vegum heil- brigðisráðherra um skarpari markalínur á milli hjúkrunarfræðinga og lækna á sjúkrastofnunum. í nefndinni eru tveir læknar en engir hjúkrunar- fræðingar. „Hjúkrunarfræðingar hafa áfram þau völd að geta staðið undir eigin ábyrgð. Það breytir því ekki að það þarf að vera yfirstjórnandi. Eini aðil- inn sem hefur þær forsendur er læknirinn, með fullri virðingu fyrir öðrum heilbrigðisstéttum,“ segir Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags ís- lands í blaðaviðtali. Hann svarar ennfremur að- spurður um það hvort hjúkrunarfræðingar verði ekki í raun algerlega valdalausir með þessum breytingum: „Það kann vel að vera en það er auð- vitað spurning hvaða vald hver hefur í dag.“ Hjúkrunarfræðingar svöruðu ummælum lækn- isins í bréfi til Læknafélags íslands og vitna þar m.a. í lög um endanlega ábyrgð hjúkrunarfræð- inga á hjúkrun. „Læknar hafa engar forsendur til að stjórna og bera ábyrgð á hjúkrunarþjónustu,“ segir þar.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.