19. júní


19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 26
26 1. TBL.1993 Rannsókn á launamyndun - nýr flötur á umræðunni um launamál kvenna og karla? Eins og fram kom í síðustu Vog hefur Jafnréttisráði verið falið að hafa umsjón með norræna jafnlaunaverkefninu hér á landi. Tveimur starfsmönnum á Skrif- stofu jafnréttismála hefur nú verið falið að annast framkvæmd verkefnisins, þeim Ragnheiði Harðardóttur og Birnu Hreiöarsdóttur. Eitt umfangsmesta viðfangsefni sem framundan er hjá norræna jafnlauna- verkefninu er rannsókn á launamyndun á nokkrum vinnustöðum hjá hinu opin- bera og á einkamarkaði. Tölfræðihópur verkefnisins mun hafa faglega yfirum- sjón með rannsókninni en t honum eiga sæti hagfræðingarnir Rannveig Sigurð- ardóttir, Sigurður Snævarr og Gylfi Arn- björnsson auk Sigríðar Vilhjálmsdóttur félagsfræðings og Eiríks Hilmarssonar stjómunarfræðings. Ragnheiður Harð- ardóttir mun einnig starfa með hópn- um. Nú kunna ýmsir að varpa fram þeirri spurningu hvort ekki sé búið að rann- saka nægilega launamun kynjanna. Fyr- ir löngu sé búið að sýna fram á það með launasamanburði að konur fái lægri laun en karlar og líkast til sé það vegna kyns. Flestar rannsóknir á launa- mun kynjanna sýna að konur eru aö meðaltali með um 60% af launum karla. Ein nýlegasta rannsóknin á þessu sviði var gerð af Kjararannsókn- arnefnd en niðurstöður hennar voru kynntar vorið 1992. Þar er geröur sam- anburður á launum kvenna og karla meðal verkafólks, skrifstofufólks og af- greiöslufólks. Tekið var tillit til nokkurra þátta sem almennt eru ákvaröandi um laun fólks, s.s. aldurs, ábyrgðar, vinnu- framlags o.fl. Ekki mældist marktækur munur á launum karla og kvenna meðal verkafólks en afgreiðslukonur á höfuö- borgarsvæðinu reyndust vera með 27% lægri laun en afgreiðslukarlar og skrif- stofukonur voru með 20% lægri laun en skrifstofukarlar án tillits til búsetu. Þarf frekar vitnanna við? Að athuguðu máli virðist svo vera og liggja til þess ýmsar tæknilegar ástæður. Gögn kjararannsóknarnefndar, sem og annarra aðila sem fýlgjast með launaþróun hér á landi, leyfa ekki nán- ari skýringar á þeim launamun sem mælist milli kvenna og karla. Gögnin sýna aðeins fram á að munur er fyrir hendi en gefa fáar vísbendingar um það hvernig launin sjálf verða til og þar með hvort einhver rök eru fyrir því að laun kvenna séu lægri en laun karla. Launa- myndun er margslungiö fyrirbæri og hún á sér ekki eingöngu stað við samninga- borð aðila vinnumarkaðarins. Því hefur verið haldið fram að þar sé eingöngu samið um lágmarkslaunin í þjóðfélag- inu; hin raunverulega launamyndun eigi Landsfimdur jafnréttisnefnda sveitarfélaga Dagana 6.-7. maí síðastliðinn var haldinn 1. landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Endanleg skýrsla þar sem gerð verðurgrein fyr- ir því sem fór fram á landsfundinum ásamt helstu niðurstöðum hópastarfs mun iiggja fyrir með haustinu. Fulltrúar 10 jafnréttisnefnda mættu til landsfundarins. Vilhjálmur Þ. Vi- hjálmsson, for- maður stjórnar Sambands ís- lenskra sveitar- félaga, telur mikilvægt að það sé „eftirlit með jafnrétti á öllum stjórn- sýslustigum". Gestafyrirlesararnir; þær Elín Antonsdóttir, verkefnisstjóri Iðnþróunarfélags Eyjatjarðar og Unnur Dís Skaftadóttir, mannfræðingur.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.