19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 28
28
1. TBL.1993
Hart tekið á kynferðislegri áreitni
á vinnustað hjá dönskum dómstólum
Umræöan um kynferöislega áreitni á
vinnustað er rétt aö byrja hér á landi.
Víöa heyrist flissað þegar þetta vanda-
mál er rætt og er þaö miöur. Erlendar
kannanir sýna aö kynferöisleg áreitni á
vinnustað er útbreitt vandamál og brýnt
aö á þvt sé tekið af fyllstu alvöru, ekki
síst af atvinnurekendum og verkalýðs-
hreyfingunni. í september
1991 var kveðinn upp dómur
hjá Sjó- og verslunardómstól
Kaupmannahafnar í máli
Danska verslunar- og skrif-
stofumannafélagsins fyrir
hönd Söndru Stensager gegn
Félagi bókbindara í Dan-
mörku. Gerö var krafa um
skaðabætur að fjárhæð um 3
miljónir og 400 þúsund ís-
lenskra króna.
Málavextir voru þeir aö
Sandra Stensager hóf störf
sem skrifstofumaður hjá
Dansk Bogbinder- og Kar-
tonnagearbejderforbund (fé-
lag starfsmanna í umbúða-
iönaði) áriö 1986. í sama
húsi voru skrifstofur Félags
bókbindara. Fljótlega eftir aö
hún hóf störf var hún færö til
starfa á skrifstofu Félags
bókbindara en um var að
ræöa sama vinnustað aö
verulegu leyti. Á skrifstofu Fé-
lags bókbindara störfuöu
tveir karlar, formaður og varaformaður
félagsins, og deildi hún skrifstofu með
varaformanninum. Fljótlega fór aö bera
á verulegri áreitni frá varaformanninum
T hennar garð. Þrátt fyrir ítrekuð mót-
mæli hennar varð engin breyting á. Hún
bar fyrir dómnum að hann hafi hótað
henni uppsögn ef hún væri með leið-
indi. Hún treysti sér ekki til að segja
upp þar sem kjör hennar voru mun betri
en hún gat vænst annars staðar og at-
vinnuleysi mikið. Eftir að hafa lesið um
kynferðislega áreitni á vinnustaö í tíma-
riti á biðstofu heimilislæknis síns,
brotnaði Sandra saman. Læknirinn vís-
aði henni í sálfræöimeðferð og ráölagði
henni að leita til verkalýðsfélags síns
og upplýsa um atferli yfirmanns hennar.
Læknirinn ráðlagði Söndru hvíld og fór
hún því í veikindaleyfi.
Fyrir dóminn voru leidd allmörg vitni,
samstarfsfólk Söndru. Skiptar skoðanir
komu fram hjá þeim um ástandiö á
vinnustaönum. Margir þáru að yfirmaö-
urinn væri þekktur fyrir aö káfa á og
áreita konur sem þarna störfuöu. Jafn-
framt kom fram að áreitni hans gang-
vart Söndru hefði verið mun meiri en
gagnvart öðrum starfskonum, jafnvel
svo að jaðrað hafi við andlega og líkam-
lega kúgun auk kynferðislegrar áreitni.
Þannig bera vitni að hann hafi oft læst
skrifstofuherbergi þeirra svo enginn
truflaöi þau við „morgunmatinn".
Sandra hafi því verið undir miklu álagi
vegna framkomu hans og þeirri óvissu
sem hún skapaði. Önnur vitni hafna því
alfarið að um kynferðislega áreitni hafi
verið aö ræöa. Á vinnustaönum sé and-
rúmsloft og umræður frjálsleg en ekk-
ert umfram þaö.
í málinu kemurfram mikill skilningur á
alvöru málsins hjá verkalýðsfélagi
Söndru, Verslunar- og skrifstofumannafé-
lagi Danmerkur. Verkalýðsfélagið ákvað
að standa strax fyrir fundi með starfs-
mönnum beggja samtaka um vinnuað-
stæður og var kynferðisleg áreitni á
vinnustað einn iiður á dagskrá þess
fundar. Fundurinn staðfesti síöan grun
verkalýðsfélagsins um að ýmsu væri
áðótavant í samskiptum starfsmanna og
yfirmanna. Málinu var því vísað til lög-
manns félagsins sem tilkynnti fyrirtæk-
inu tafarlaus starfslok Söndru og krafðist
skaðabóta fyrir hennar hönd. Þeirri sátta-
leið var hafnað af fyrirtækinu og var mál-
inu því stefnt fyrir dómstóla.
Fyrir dómnum báru bæði formaður og
varaformaður Félags bókbindara aö
störfum og afköstum Söndru hafi verið
veruega ábótavant. Þessi málatilbúnað-
ur verkalýðsfélagsins sé einungis til-
kominn til að breiða yfir þá staðreynd.
Jafnframt er því haldið fram að aldrei
hafi verið farið út fyrir eðlileg mörk
frjálslegra orðaskipta á vinnustaðnum.
Niöurstaöa dómsins er aö sannað
þykir að varaformaöur félags-
ins hafi sýnt stefnanda kyn-
ferðislega áreitni sem þrátt
fyrir ítrekuð andmæli stefn-
anda hafi varað í langan tíma.
Sú framkoma sé þess eðlis
að ekki verði talið að nokkur
launþegi þurfi að sætta sig
við slíkar vinnuaðstæður.
Þær hafi verið svo grófar að
stefnandi hafi neyðst til að
láta af störfum. Þannig hafi
verið brotið á stefnanda
ákvæöi dönsku starfsmanna-
laganna (funktionærloven) og
er atvinnurekandanum, Félagi
bókbindara, gert að greiða
henni í skaðabætur tæplega
101 þúsund Dkr. eða um milj-
ón íslenskra króna.
Jafnframt er það niður-
staða dómsins að brotið hafi
verið það ákvæði dönsku
jafnréttislaganna sem fjallar
um skyldu atvinnurekanda til
að búa konum og körlum sem
hjá honum starfa sambæri-
legar vinnuaðstæður. Dómurinn telur
að þegar virtir eru málavextir og að-
stæður allar og tillit tekið til þess að
um yfirmann hjá fyrirtækinu var að
ræða, sem hún varö að deila meö skrif-
stofu, beri Félagi bókbindara að auki að
greiða Söndru Stensager Dkr. 100 þús-
und.
Þessi dómur er áhugaveröur fyrir
margra hluta sakir. Nefna má fagleg
vinnubrögð Verslunar- og skrifstofu-
mannafélagsins í málinu. Málin eru
strax tekin föstum tökum. Nefna má
einnig fjárhæð skaðabótanna. Þótt
gerö sé krafa um 3,4 miljónir þá eru
rúmar 2 miljónir háar skaðabætur mið-
að við venjur hér á landi. Síðast en ekki
síst ber að nefna ábyrgð fyrirtækisins.
Því er gert að greiöa skaðabæturnar
vegna þess að þaö uppfyllir ekki þá
skyldu sína að búa starfsmanni sínum
sambærilegar vinnuaðstæður og öðrum
starfsmönnum og vegna þess að fram-
koma annars yfirmannsins fyrirtækisins
leiöir til þess aö starfsmaðurinn neyö-
ist til aö láta af störfum. E.S.Þ.