19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 12
12
2. TBL.1993
PUNKTA-
FRÉTTIR
Fyrsti kvenráð- 1 mars fyígdíst heim-
herrann í Sviss urinn af athyg>í með
afdrifum ráðherraem-
bættis í Sviss en lögfræðingurinn og sósíaldemó-
kratinn Christiane Brunner gaf kost á sér í það.
Kona hafði ekki áður komið til álita í slíkt emb-
ætti og til að forðast þetta nýmæli tilnefndu
þingmenn einn úr sínum hópi. í fréttaskýring-
um kom fram að frjálsleg framkoma og klæða-
burður Christiane Brunner hefði verið þungt á
metunum og ekki þótt við hæfi í svo virðulegu
embætti.
Þessu vildu svissneskar konur ekki una og svo
fór að flokkssystir Christiane Brunner, Ruth
Dreifuss hagfræðingur og verkalýðsforingi, tók
við embætti innanríkisráðherra sem hefur menn-
ingu, íþróttir og félagsmál á sinni könnii.
Réði kynferði
ráðningu yfir-
manns textavarps
Sjónvarps?
Anna Hinriksdóttir,
sem sótti um stöðuna,
telur að svo sé en það
var Ágúst Tómasson,
fyrrverandi dagskrár-
ritstjóri hljóðvarps, sem hreppti hnossið.
Anna hefur lokið prófi í fjölmiðlafræði cn
hefur auk þess gegnt stöðu aðstoðarmanns um-
sjónarmanns textavarps nánast frá upphafi og
unnið að fleiri verkefnum innan sjónvarps. Hún
hljóp líka í skarðið þegar fyrrverandi forstöðu-
maður textavarps hætti störfúm.
Anna hefur kært ráðninguna til Jafnréttisráðs.
Meirihluti banka- 1>au skemmtilegu tíð-
ráðs konur! indi scrðust á siálfan
kvennadaginn í fyrra,
19. júní 1992, að bankaráðsfúnd Landsbanka ís-
lands sátu þrjár konur. Er það í fyrsta sinn í
sögu Landsbankans að konur voru í meirihluta
bankaráðs.
Konurnar sem þarna mörkuðu tímamót eru
Kristín Sigurðardóttir, sem á fast sæti í núver-
andi bankaráði, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
vegna fjarveru Steingríms Hermannssonar og
Anna Margrét Guðmundsdóttir í forföllum Eyj-
ólfs Sigurjónssonar.
Og til að hnykkja enn betur á þessum merk-
isdegi voru tvær konur ráðnar í störf útibús-
stjóra, sem líka er einsdæmi á einum bankar-
áðsfundi!
Dísætt íþróttafólk er fyrirsögn á grein
sem Magnús R.
Gíslason, yfir-
tannlæknir í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu, skrifaði í Mbl. nýlega.
Þar greinir tannlæknirinn frá því að þyrst og
svangt íþróttafólk geti svalað þessum þörfum
sínum með kaupum á gosdrykkjum og sjoppu-
fæði víðast í fþróttahúsum og sundstöðum
landsins. Hins vegar só óvíða kostur á að fá
vatn að drekka nema með því að fara inn á sal-
erni, snúa höfðinu um 180 gráður og setja
munninn undir krana!
lagsskap annarra barna og sérmenntaðra
fóstra en vera alla daga bara ein með mér.
Forstöðukonurnar voru mjög skilnings-
ríkar, en því miður það væru bara svo lang-
ir biðlistar. Auk þess hefðu einstæðar mæð-
ur og skólafólk forgang að allri vistun, gift-
ar konur yrðu að bíða. Og vel að merkja
giftar konur ættu bara rétt á hálfs dags
leikskóla. Fjórum tímum. Fimm tímum í
sumum tilfellum og sex þær sem væru
verulega heppnar.
Ég sagðist óska eftir að verða verulega
heppin!
Þær bentu mér á að leita til einhverrar
dagmömmu, en því miður hafði ég ekki
nógu góða reynslu af dagmæðrakerfinu frá
fyrri tíð. Það var fyrir mér þreyttar konur í
þröngum íbúðum yfirfullum af litlum
börnum, sem ómögulegt er að sinna sem
skildi við slíkar aðstæður. Ég geri miklar
kröfur til umhverfis barna. Auk þess var
þessi aðstoð óheyrilega dýr fyrir láglauna-
konu eins og mig. Nei, þá vildi ég heldur
bíða eftir almennilegu leikskólaplássi.
Engin fyrirbæri mannlífsins eru tengd
eins sterkum böndum og mæður og börn
þeirra.
Þeir sem vilja frelsa konur undan oki
kynhlutverksins að einhverju leyti eða öllu
hljóta því í fyrsta lagi að leggja það í hend-
ur konunnar sjálfrar að ákveða hversu
mörg börn hún eignast og í öðru lagi að
tryggja henni örugga umönnun og gott
uppeldi afkvæmanna þangað til þau verða
sjálfbjarga. 1 þriðja lagi er ekki annað eftir
en sjá til þess að allar dyr standi opnar og
þá mun hún ganga inn og út um þær eins
og frjáls manneskja.
Konur í Svíþjóð
í Svíþjóð hafa sósíaldemókratar ráðið
ríkjum á pólitíska sviðinu meira og minna
í hálfa öld. Og raunar lengur. Jafnréttis-
hugmyndir þeirra hafa þannig smátt og
smátt orðið að veruleika og smeygt sér inn
í hugmyndir þegnanna almennt um rétt-
látt þjóðfélag. Ég er ekki í vafa um að það
er beint samhengi á milli þess hve þátttaka
kvenna í stjórnmálum er mikil og hins
hvernig búið er að börnum og fjölskyld-
unni. Hlutfall kvenna jafnt á þingi og í
ríkisstjórn sem og í opinberum nefndum
og ráðum á vegum ríkis og sveitafélaga er í
flestum tilfellum orðið á rnilli 30 og 40 %.
Á Islandi er þetta hlutfall um helmingi
lægra. Hér er aðeins ein kona af tíu ráð-
herrum (10%), konur eru rúm 16% í
nefndum á vegum ríkisins, þær eiga 22%
fulltrúa í sveitarstjórnum og 24 % á þingi.
Árið áður en ég flutd heim frá Svíþjóð
kom út bók sem vakti töluverða athygli á
meðal áhugamanna um jafnrétti þar í
landi. Bókin ber heitið Þatinig öðlast kon-
nr völd og áhrif (Sá vinner kvinnor makt
och inflytande) og er eins og nafnið bendir
til handbók handa konum í þeirri herfræði
að ná völdum til jafns við karlmenn yfir
atvinnulífinu, félagasamtökum og í stjórn-
málum. Höfundur bókarinnar lnger Ar-
lemalm er hugmyndafræðingurinn á bak
við frægan hóp kvenna í sænska jafnaðar-
mannaflokknum sem tókst með samstilltu
átaki að skila fjölda vel þjálfaðra kvenna
inn í ýmsar ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu
og æðstu stöður í flokknum, þar á meðal í
ráðherraembætti. Konurnar gengu undir
nafninu „stelpnamafian í Jdtfalla“ og
nafngiftin er sjálfsagt lýsandi fyrir tor-
tryggnina sem mætti þeim en einnig fyrir
samheldni hópsins. Inger Árlemalm heldur
fram þeirri skoðun að jafnvel þótt Svíþjóð
sé kannski lýðræðislegasta land í heinti þá
búi þjóðin ekki við fyllilega virkt lýðræði
fyrr en konur og karlar hafi jafn mikil áhrif
á mótun og þróun samfélagsins og sín eig-
in lífsskilyrði. Takmarkið er helminga-
skipti valdsins. Til þess að ná því marki
þurfa konur að fylgja skipulagðri áætlun,
segir höfundur og skrifar bókina til að gera
grein fyrir athugunum sínum og reynslu
og lýsa færum leiðum. Mikilvægt sé að
setja sér skammtímamarkmið sem tiltölu-
lega auðvelt er að ná án þess að missa sjón-
ar á lokatakmarkinu og árangursríkt að
vinna í litlum hópum. Hún dregur ekki
dul á að starf af þessu tagi útheimti mikinn
áhuga og þrautseigju og það taki sinn tíma.
En ef úthaldið bresti ekki skili það ótví-
ræðum árangri.