19. júní


19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 36
36 2. TBL.1993 Texti: Bryndís Kristjánsdóttir Mynd: Einar Ölason Hún stýrir menn- ingarmálanefnd Norðurlandaráðs Mitt í öllum erlinum og álaginu sem fylgdi pingslitunum í vor var Rannveig Guðmundsdóttir pingmaður að undirbúa ávarp sem hún ætlaði að flytja við opnun ráðstefnu menningarmálanefndar Norður- landaráðs í Færeyjum um próun menningarmála í Evrópubandalag- inu. Það var ekki hjá pví komist að hún færi til Færeyja, pó að tíminn væri óheppilegur fyrir íslenskan pingmann, pví hún er formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs og eina íslenska konan sem par stýrir nefnd. Rannveig féllst Ijúflega á að gefa okkur nokkra inn- sýn í starf sitt í ráðinu og sagðist reyndar fagna hverju tækifæri sem hún fengi til að halda á lofti pessu merka samstarfi Norðurlandanna. að sem er merkilegt við sam- starfið í Norðurlandaráði er að löndin fimm starfa saman á jafnréttisgrundvelli. Samstarf á jafnréttisgrundvelli þýðir að ekkert er verið að líta á hversu fjölmennar þjóðirnar eru; allar eru jafn réttháar. Þegar verið er að tala um norræna samstarfið hér er of oft verið að tala um neikvæðar hliðar — ferðalögin og hvað það kosti okkur mik- ið að vera með í því en tilfellið er að við fá- um svo miklu meira í okkar hlut en við látum af hendi. Framlag okkar, kostnaðar- lega, til þessarar sameiginlegu útgerðar er að jafnaði 1% af heildarkostnaðinum og ef við tökum eingöngu hina ýmsu sjóði þá höfum við oft fengið 8-12% af framlögum og styrkjum úr sjóðum sem við borgum í samkvæmt 1% reglunni. Við sem störfum á þingmannavængnum í Norðurlandaráði — myndum fslands- deildina - erum sjö að tölu. Við skipum okkur í sex nefndir og eigum auk þess 2 fulltrúa í forsætisnefnd, sem er æðsta stofn- un þingmannasambandsins. Það er líka samstarf á ráðherravæng og er þá talað um ráðherranefndir. Þar eru það fagráðherrar á hverju sviði sem starfa saman. Hcyrði um rormcnnskuna í frcttum manna á mcðal Þegar ég kom fyrst inn á þingið var ég varamaður fyrir Sighvat Björgvinsson og mætti fyrir hann í laganefnd. Þegar hann varð ráðherra tók ég sæti hans. Það er kos- ið í Norðurlandaráð á hverju hausti og um haustið var ég kosin í ráðið. Ég sat áfram í laganefndinni fram á vor en þá er kosið á ný í nefndir. Þegar farið er að skipta emb- ættum á milli landanna er komið að hinu pólítíska samstarfi flokkahópanna fjögurra innan Norðurlandaráðs. Hópana mynda sósíaldemókratar, hægri flokkar, miðju- flokkar og vinstri flokkar. Það hefur mjög oft komið í hlut sósíaldemókratanna að af- sala sér formennsku í nefnd fyrir ísland. Eg vissi að ég væri líklegust til að verða for- maður nefndar en kjörnefnd átti eftir að semja um það hver tæki við formennsku hvar. f boði sem ég var í fæ ég svo að vita það í fréttum manna á meðal að kjörnefnd sé búin að ganga frá því að tvær nefndir hafi komið í hlut sósíaldemókratanna, fé- lagsmálanefndin og menningarmálanefnd- in, og að ég muni verða formaður menn- ingarmálanefndar. Ég geng því inn í menningarmálanefnd- ina í fyrsta sinn sem formaður hennar!“ I»aiT að hugsa og brcgðast við á crlcndri lungu -Hvernig gekk jyrsti fundurinn - hvernig leið þér? „Tilfinningarnar voru auðvitað nokkuð blendnar. Ég held nefnilega að það sé dá- lítið einkennandi fyrir okkur konur að líta svo á — og ég tala nú ekki um ef karlmenn hafa verið að sinna verkefninu á undan okkur - að við séum að taka kvennabarátt- una með okkur inn í verkefnið. En að þessu sinni hafði afskaplega elskuleg og hæf norsk kona frá hægri flokknum í Nor- Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaöur er ekki í vafa um að starf hennar í Norður- Landaráði hafi styrkt sig sem manneskju og stjórnmálamann. egi verið formaður á undan mér og ég þurfti því ekki að brjóta neinn múr þarna. Nefndirnar eru mjög stórar því í hverri nefnd eru 13 fulltrúar og síðan mætir líka mikill fjöldi embættismanna þannig að á hverjum fundi geta verið 20-25 manns. ís- lendingar í norrænu samstarfi taka þátt í því á öðru tungumáli en sínu eigin og það er einkennandi fyrir okkur að hafa ekki með okkur túlk en það gerir hin þjóðin sem getur ekki heldur talað sitt mál, Finn- arnir. Auðvitað geta komið upp erfiðleikar þegar maður fer að stýra nefnd útlendinga á erlendu tungumáli, ekki síst allra fyrst, því þarna þarf maður að hugsa, bregðast við og vera alltaf leiðandi við þessar að- stæður.“ -Varstu vel aðþér í norrœnum tungumál- um áður en þú fórst að starfa í Norðurlanda- ráði? „Ég fór með manninum mínum til Nor- egs þegar hann fór þangað að sækja sér menntun. Við bjuggum þar í nokkur ár og ég talaði ágæta norsku þá. Það hefur hjálp- að mér heilmikið en hins vegar hefur þetta verið meiri „skandinavíska“ sem ég bregð fyrir mig í þessu starfi með fólki frá öllum Norðurlöndunum. Það er þó mjög mikils virði að vera vel inni í einhverju norrænu tungumáli, því helst þarf að hugsa á tungu- málinu til að fjalla um eða útskýra hvernig skuli tekið á máli og ég tala nú ekki um ef upp kemur ágreiningur eða árekstur innan nefndarinnar. Þá veltur á að formaður bregði skjótt við, lægi öldur og finni mála- miðlun.“ Ergclsi og andúð í garð formanns menningarmála -Þekktirðu vel menningarmál Norður- landanna? „Nei, ekki vel en í eðli sínu eru mörg þeirra mála sem koma fyrir menningar- málanefnd lík þeim sem eru að koma fyrir menntamálanefnd Alþingis en þar hef ég átt sæti núna síðan í síðustu kosningum.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.