19. júní - 19.06.1993, Blaðsíða 38
38
2. TBL.1993
áherslu á það sem Skandinavar kalla „al-
men kultur“ og kalla mætti hið þjóðlega
menningarlega samstarf. Það er styrkt í
gegnum Menningarsjóð Norðurlandanna,
sem lýtur sérstakri stjórn, en það er menn-
ingarmálanefndarinnar að tryggja honum
fjármagn. Samstaða er um að efla sjóðinn
fjárhagslega en úr honum er veitt til sam-
starfsverkefna þriggja landa á sviði menn-
ingarmála. Þar hafa mjög mörg skemmti-
Ieg verk verið styrkt í gegnum árin. Og svo
er mjög spennandi samstarf sem er verið að
skoða núna en það er möguleiki á beinum
sendingum á sjónvarpsefni á milli Norður-
landanna. Þess er vænst að ráðherranefnd-
in taki um það ákvörðun, af eða á, núna í
júní.“
Eruin cnn að buröast mcð
karlrembusjónarmið
-Gerir það okkur konum eitthvert sérstakt
gagn að vera í þessu norrœna samstarfi?
„Já það gerir það á mjög mörgum svið-
um. Nefna má að það hefur auðveldað
mjög mörgum konum að fara til Norður-
landanna í nám, eða fylgja mönnum sín-
um þangað, að þar njótum við gagn-
kvæmra félagslegra réttinda, auk þess sem
löndin eru sameiginlegur vinnumarkaður.
Svo er annar þáttur sem er ekki síst mikil-
vægur fyrir okkur konur en það eru þær
viðurkenningar og verðlaun sem Norður-
landaráð veitir, t.d. í menningarmálum.
Þar hefur samstarfið komið okkur verulega
til góða því á algerum jafnréttisgrundvelli
eru verk karla og kvenna í löndunum öll-
um metin og þeim veittar viðurkenningar.
Nærtækt dæmi er að nefna, það sem 19.
júní sagði frá í síðasta tbl., að það var ís-
lensk kona, Fríða A. Sigurðardóttir, sem
hlaut bóltmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs árið 1992. Auk þess sem tvær aðrar ís-
lenskar konur, Gurðún Helgadóttir og
Hrafnhildur Hagalín, hlutu norræn menn-
ingarverðlaun í fyrra fyrir bókmenntaverk
sín. Það geta allir séð hversu ómetanlegt
það er fyrir þessa einstaklinga — og þjóðina
alla — að fá þessar viðurkenningar. Þær
verða t.d. til þess að augu umheimsins
beinast að landi og þjóð, auk höfundanna
sjálfra, í þessu tilfelli íslenskum konum, og
þær stuðla að því að menningarverk okkar
ná að breiðast út fyrir landsteinana.
En ef við lítum líka á það hvernig það
skiptir konu, sem er farin að starfa að
stjórnmálum, máli að vera þátttakandi í
samstarfi Norðurlandanna, má nefna að
þar er í fullu gildi sjónarmiðið að konur
eru líka menn og þeim er treystandi fyrir
störfunum ekkert síður en körlum. 1
nefndarstörfunum upplifum við mjög
sterkt hvernig þessi jafningjastaða ríkir
þarna, mun meira en hjá okkur hér heima.
Á Islandi erum við enn að burðast með
karlrembusjónarmið. Það sést t.d. hvað
varðar vægi kvenna innan stjórnmálaflokk-
anna, í stjórnmálunum, í ýmsum embætt-
um og stöðum. Við stöndum þarna tals-
vert langt að baki félögum okkar á hinum
Norðurlöndunum. Þar eru sum stjórn-
málasamtök t.d. með framboðslistana
þannig að annar hver aðili er karl og hinn
kona. Hjá Svíum held ég að þátttaka
kvenna í þinginu hafi verið allt upp í 38%.
Nú eru þær farnar að hafa miklar áhyggjur
vegna þess að þetta hefur eitthvað sigið og
er komið niður í 32%. Fyrir okkur, þar
sem konur á þingi eru um 25% þing-
manna, er mjög mikilsvert að kynnast
þessum sjónarmiðum.
Efll mig scni inaiiiicskju og
stjórnmálamann
Það eflir konur sem eru í þingmanna-
starfinu í Norðurlandaráði til dáða og veit-
ir þeim styrk að finna að þeim er treyst til
þungra eða viðamikilla verka í þessu sam-
starfi. Og fyrir mig sjálfa get ég sagt að á
þessum tæpu tveimur árum sem ég er búin
að starfa í Norðurlandaráði hef ég fengið
mjög stór verkefni að glíma við og það er
afar margt sem hefur fylgt þessari for-
mennsku hjá mér en ég er ekki í vafa um
að það hefur eflt mig mikið og styrkt sem
manneskju og stjórnmálamann að hafa
tekið þátt í þessu starfi.“
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttoro!
Traustir umboösmenn okkar eru víös vegar um landiö!
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
Borgarnes: Cílitnir, Fálkakletti 13.
Borgarfjöróur: Rafstofan Hvítárskála.
Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaóarhóli 25.
Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
ísafjöröur: Póllinn hf„ AÖalstræti 9.
Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
Sauöárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1.
Siglufjöröur: Torgiö hf„ Aöalgötu 32.
Akureyri: Reynishúsinu, Furuvöllum 1.
Húsavík: öryggi sf„ GarÖarsbraut 18a.
Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24.
Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31.
Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvcgi 13.
Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18.
Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29.
Garöur: Raftækjav. Siguröar Ingvarssonar, HeiÖartúni 2.
Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
Skoðið gœðavörur hjá okkur og umboðsmönnum okkar um allt land:
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300