Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 6
6 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR Ertu ánægð(ur) með niðurstöðu stjórnlagaþingskosninganna? JÁ 45,1% NEI 54,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú starf stjórnlagaþings- ins mikilvægt? Segðu þína skoðun á visir.is ® SUÐUR-KÓREA, AP „Ég veit að það varð mann- fall sunnanmegin,“ sagði Choe Song-il, norð- urkóreskur hermaður sem fenginn var til að fylgja fréttamönnum til þorpsins Panmun- jom á hlutlausa landsvæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu. „Ég vona að aldrei aftur komi til hernaðarátaka af þessu tagi milli norðurs og suðurs.“ Sáttatónninn í orðum hans stakk nokkuð í stúf við harðorðar yfirlýsingar norðurkór- eskra stjórnvalda undanfarið, sem hafa hótað stríði verði Suður-Kórea með hernaðartil- burði af hvaða tagi sem er á landi eða haf- svæði því sem Norður-Kórea gerir tilkall til. Sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa verið sunnar í hafinu. Norður-Kóreumenn hafa harðlega gagnrýnt þessar heræfingar, þótt þær hafi einkum snúist um að prófa samskiptakerfi og engum skotum hafi verið hleypt af. Kínastjórn hvetur nú til þess að sex ríkja viðræður hefjist að nýju um að Norður- Kórea fái eldsneyti og aðstoð í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Norður-Kórea hefur áður gripið til hernaðaraðgerða og hótana, en látið af þeim þegar viðræður um aðstoð hefjast. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea og Japan, sem hafa tekið þátt í viðræðum ríkjanna sex ásamt Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi, hafa þó verið treg til að fallast á viðræður að þessu sinni. - gb Norður-Kóreumenn hafa harðlega gagnrýnt heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu: Kínverjar hvetja til sex ríkja viðræðna CHOE SONG IL Norður-kóreskur hermaður í viðtali við vestræna fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Alþjóða Rauði krossinn telur að hægt sé að draga verulega úr útbreiðslu alnæmis ef sprautu- fíklar séu meðhöndlaðir sem sjúklingar frekar en afbrotamenn. Í skýrslu sem gefin var út í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum 1. desember kemur fram að meðan dregið hafi úr nýsmitun alnæm- is í Afríku hafi hún aukist mikið meðal sprautufíkla um heim allan. „Í skýrslunni er sagt að stjórn- völd hafi brugðist þessum hópi með því að dæma fólk í fangelsi í stað þess að veita sprautufíkl- um betri aðgang að heilbrigðis- kerfinu,“ segir á vef Rauða kross Íslands og tiltekið að Rauði kross- inn líti á mikla aukningu alnæm- issmits meðal sprautufíkla sem almennt heilbrigðisvandamál. - óká Vilja nýja aðferðafræði: Betra að líta á sprautufíkla sem sjúklinga FÉLAGSMÁL Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um rúmlega eitt prósent fyrstu níu mánuði þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra. Fram kemur á vef Barnaverndarstofu að fjölg- unin sé minni en var í samanburði fyrstu þriggja og sex mánaða áranna 2009 og 2010. Fjölgun þá var um þrjú prósent. „Tilkynningum fækkaði um tæplega tvö prósent á höfuð- borgarsvæðinu, en fjölgunin á landsbyggðinni var tæplega sjö prósent,“ segir í frétt Barnavernd- arstofu. Tilkyningarnar fyrstu níu mánuði ársins varða 5.773 börn. Tæpur helmingur er vegna áhættuhegðunar, en 31,3 prósent vegna vanrækslu. - óká Tilkynningum fjölgar lítillega: Fleiri barna- verndarmál í dreifbýlinu EFNAHAGSMÁL Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármála- ráðherra til að það nái því mark- miði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusam- bandsins, segir Friðrik Þór Snorra- son, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðis- aukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagn- ingu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröf- ur um að fyrirtæki sem hér fái hýs- ingu stofni fyrirtæki um rekstur- inn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskipta- vini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk lög- gjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frum- varp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórn- arformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskipta- vina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisauka- skatt er nú hjá efnahags- og skatta- nefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðn- arnefndar Alþingis, segir að nefnd- in muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagna- veranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. brjann@frettabladid.is Óhagstæð skattalög stöðva gagnaverin Frumvarp sem ætlað var að jafna stöðu gagnavera hér og í ríkjum ESB kemst ekki nærri því markmiði segja samtök gagnavera. Ekki hægt að selja þjónust- una þar til lögunum hefur verið breytt segir stjórnarformaður Verne Holding. Eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ fyrr í mánuðinum tilkynntu stjórnvöld um nokkrar aðgerðir sem grípa átti til. Þeirra á meðal var að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um virðisaukaskatt til að gera samkeppnis- stöðu gagnavera samkeppnisfæra við gagnaver í ríkjum ESB. Stuttu síðar lagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fram frumvarp sem tekur á þeim hluta vandans sem snýr að skattlagningu á þjónustu við viðskiptavini erlendis. „Það kemur mér verulega á óvart ef þetta frumvarp leysir ekki vandann hvað varðar þennan þjónustuþátt,“ segir Steingrímur. Hann segist hafa talið að Samtök íslenskra gagnaverafyrirtækja væru sátt við þá lausn sem þar væri boðið upp á. Mögulega verði gerðar einhverjar breytingar á frumvarp- inu í meðförum þingsins. Ekkert er í frumvarpinu um skattlagningu á búnað erlendra fyrirtækja sem fá hýsingu hér á landi. Steingrímur segir það mál að hluta til hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Verið sé að vinna í því máli á fullu og vonir standi til þess að því ljúki sem fyrst. Kemur á óvart ef frumvarp dugir ekki GAGNAVER Aðstæður á Íslandi þykja heppilegar fyrir rekstur gagnavera, meðal annars vegna þess að raforka er ódýr og umhverfisvæn og loftslagið er kalt. Skattalegt umhverfi er ekki jafn hagstætt. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUMÁL Upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytisins segir alrangt að ráðuneytið hafi neitað að vinna að aðildarviðræðum stjórnvalda við ESB. Það er í mótsögn við ummæli formanns Bændasamtakanna. Í Fréttablaðinu var nýlega haft eftir formanni samninganefndar Íslands að samtökin hefðu ekki viljað sitja fund um landbúnaðar- mál sem fór fram í Brussel og það hefði veikt stöðu nefndarinnar. Í blaðinu á þriðjudag vísaði Har- aldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, því hins vegar á bug og sagði samtökin hafa tekið að sér verk í tengsl- um við aðildarviðræð- urnar, sem hefði í raun átt að vera á könnu ráðuneytisins. „Ráðuneytið neitar allri vinnu en ber raunverulega ábyrgð á að fylgja eftir hagsmunum atvinnuvegarins, ekki við,“ sagði hann. Bjarni Harðarson, upplýsinga- fulltrúi ráðuneytisins, sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ráðuneytið hefði ekki „neitað allri vinnu“ eins og Haraldur sagði. „Nei, það er alrangt og ég hef ekki trú á að talsmaður bænda hafi haldið því fram í viðtali við blaðið. Vinna ráðuneytisins að þessum málum ligg- ur meðal annars í margs konar rýni- vinnu og funda- höldu m me ð innlendum og erlendum aðil- um.“ - þj Ósamræmis gætir milli ráðuneytis og formanns Bændasamtakanna: Segir rangt að ráðuneyti neiti vinnu KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.