Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 66
50 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR Jim Carrey féllst á umtalsverða launalækkun til að geta leikið í kvikmyndinni I Love You Phillip Morr- is á móti Ewan McGregor. Carrey hefur um árabil verið meðal launahæstu leikara Hollywood en sagð- ist í samtali við Parade-tímaritið að hann elskaði að leika í ögrandi og áhugaverðum myndum. „Það voru ekkert alltof mörg handrit sem ég fékk upp í hendurnar og langaði til að leika í en þetta var eitt þeirra. Ég elska náungann sem ég leik í þessari mynd og hata hann um leið,“ segir Carrey en myndin segir frá svikahrappnum Steven Jay Russell sem verður ástfanginn af klefafélaga sínum í fangelsi. Lækkaði launin LAUNALÆKKUN Jim Carrey lækkaði launin svo hann gæti leikið í I Love You Phillip Morris. Johnny Depp viðurkennir í samtali við Vanity Fair að draumahlutverk hans sé danski prinsinn Hamlet úr leikverki William Shakespeare. Hann skuldi reyndar hinum sáluga Marlon Brando að leika þetta hlutverk. „Brando sagði við mig að ég ætti að taka mér frí í ár og stúdera Shakespeare. Eða stúdera Hamlet. Allavega, ég ætti að leika Hamlet áður en ég yrði of gamall,“ segir Depp í samtali við Vanity Fair og bætir því við að hann langi mikið til að uppfylla þennan draum síns látna vinar. Dreymir um Hamlet LANGAR Í HAMLET Johnny Depp dreymir um að leika Hamlet eftir William Shakespeare. Anne Hathaway og James Franco verða kynnar á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Þetta kom fram í til- kynningu frá framleiðendum hátíðarinnar, þeim Bruce Cohen og Don Mischer. Flestir tóku frétt- unum fagnandi enda hefur það verið hefð að mið- aldra stjörnur á borð við Hugh Jackman, Steve Martin, Alec Baldwin og David Letterman haldi uppi stuðinu. Nú á hins vegar að reyna að yngja Óskarinn upp með yngri kynnum og vonast fram- leiðendurnir til þess að unga kynslóðin í Ameríku kynnist þessum merkilegu og frægu kvikmynda- verðlaunum sem hún hefur hingað til hundsað nánast algerlega. En Óskarsakademían gæti verið í eilitlum vand- ræðum. Anne Hathaway þykir sýna fína takta í kvikmyndinni Love and other Drugs þar sem hún leikur á móti Jake Gyllenhaal og sumir gagnrýn- endur hafa jafnvel gengið svo langt að orða hana við Óskarinn. Valið á James Franco þykir hins vegar enn merkilegra þar sem hann hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í Danny Boyle-myndinni 127 Hours en þar leikur hann fjallgöngu- mann sem sker af sér handlegginn undir ljúfum tónum Sigur Rósar. Hathaway og Franco hafa bæði stýrt Saturday Night Live og leikkonan átt mjög eftirminnilegt atriði á Óskarnum fyrir tveimur árum þegar hún söng með Hugh Jack- man. Þau hafa einnig kynnt sigurvegarana á Óskarnum en hvorugt hefur stýrt jafnstórri athöfn áður. Óskar frændi skýtur sig í fótinn> VILL INDVERSKAR Freida Pinto vill taka þátt í sjálfstæða kvikmyndageiran- um á Indlandi. Freida, fræg- ust fyrir hlutverk sitt í Slumd- og Millionaire, segir margar góðar kvikmyndir gerðar víðar en í Bollywood og hana langi mikið til að vera hluti af þeim iðnaði. Fjölbreytni ræður ríkjum í kvikmyndahúsum borg- arinnar þótt myndir vikunnar séu ekki í hæsta gæðaflokki hjá erlendum kvikmyndaveit- um. Fyrst ber þó að nefna The Joneses með þeim David Duchovny og Demi Moore eftir leikstjórann Derrick Borte. Hug- myndin á bak við myndina er nokkuð skondin en hún segir frá fjögurra manna fjölskyldu sem flytur í glæsilegt úthverfi. Eigin- maðurinn á allt dót heims- ins, eiginkonan er glæsi- leg með lögulegar línur og krakkarnir snilling- ar á sínu sviði, sonurinn kann öll réttu trixin á hjólabrettinu og dóttir- in veit nákvæmlega hvar flottustu fötin fást. Það er bara eitt; þau eru ekki fjölskylda heldur útsendarar stórfyrir- tækja sem eru gerðir út af örkinni til að selja ríku fólki allt milli himins og jarðar. Kvikmyndin Faster skartar Dwayne „The Rock“ Johnson í aðalhlutverkinu. Hann leikur glæpamann sem er nýsloppinn úr fangelsi og hyggst hefna bróð- ur síns en sá var drepinn af miskunnarlausu glæpa- gengi. Dwayne er dyggilega studdur af gæðaleikaranum Billy Bob Thornton og þokkadísinni Cörlu Gugino. Þriðja mynd- in sem verður frumsýnd um helgina heitir Life as We Knew It. Hún skart- ar Katherine Heigl og Josh Duhamel í aðalhlutverkum. Þau leika Holly og Eric sem eiga fátt sameiginlegt, hún á bakarí, hann er ráðgjafi hjá NBA-liðinu Atlanta Hawks. Þegar sameiginlegir vinir þeirra láta lífið í bílslysi neyð- ast þau hins vegar til að snúa bökum saman og ala upp barn- unga dóttur vina sinna. Harðhausastuð og rómantík HARÐHAUSINN OG SÖLUFULL- TRÚINN Dwayne Johnson hyggur á hefndir í Faster sem verður frumsýnd um helgina, Demi Moore selur hins vegar allt í The Joneses. Leslie Nielsen lést á sunnu- daginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimm- aura-brandaranna, skop- stælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur ein- faldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmynda- gesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaf- lega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur“ leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Sur- ely you can‘t be serious?“ Og Les- lie svaraði að bragði: „I am seri- ous. And don‘t call me Shirley.“ Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, Konungur kjánahrollsins KYNNAR Anne Hathaway og James Franco verða kynnar á næstu Óskars- verðlaunahátíð. Tími miðaldra stjarna í þessu hlutverki er því liðinn í bili. David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmynd- um á borð við Zero Hour! og Air- port sem höfðu notið mikilla vin- sælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlut- verkið í sjónvarpsþáttunum Pol- ice Squad eftir sömu framleiðend- ur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virki- lega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandar- ans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is … gekk fjórum sinnum í hjónaband … var í konunglega kanadíska flugflotanum … brá fyrir í yfir hundrað myndum … lék í fimmtán hundruð sjónvarpsþáttum … brá sér í 220 mismunandi gervi … var tvívegis tilnefndur til Emmy-verðlauna ÞAÐ SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM LESLIE NIELSEN SNILLINGUR? Leslie Nielsen fengi seint Óskar- inn fyrir leik sinn sem Frank Drebin í Naked Gun-mynd- unum en honum tókst að fá fólk til að hlæja að léleg- um bröndurum. NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES Jólahlaðborð á Lækjarbrekku Bókið tímanlega í síma 551 4430, hópabókanir í síma 665-0555 www.laekjarbrekka.is bio@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.