Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 34
34 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Þau eru athyglisverð tíðindin af kortlagningu skapandi greina, sem leiða fram í dagsljósið nýja burðarstoð í íslensku atvinnulífi. Umfang skapandi greina, fjöl- breytni þeirra og mikilvægi fyrir hagkerfið hafa aldrei verið skráðar með skipulegum hætti, þó við sem störfum innan geirans höfum haft á tilfinningunni að stærðargráðan sé umtalsverð. Þegar samtök lista- manna hafa þurft að réttlæta til- veru sína og verja opinber framlög til lista og menningar, hefur verið svekkjandi að geta ekki vitnað til hagstærða eins og aðrar atvinnu- greinar gera jafnan. Hagtölur landbúnaðarins eru gefnar út með reglubundnum hætti, útflutnings- verðmæti sjávarafurða er skráð niður í hvern þorsksporð og hvert framleitt áltonn er reiknað með í heildarverðmæti stóriðju í land- inu, en ekkert hefur verið vitað með vissu um skapandi greinar. Viðhorfið hefur hneigst í þá átt að afurðir lista- og menningar geirans séu ákjósanlegt skraut á útflutn- ing frá Íslandi en hafi ekki sjálf- stætt gildi. Nú er annað að koma á daginn. Bandalag íslenskra listamanna hefur tekið virkan þátt í vinnunni við kortlagningu skapandi greina enda varðar verkefnið sameigin- lega hagsmuni þeirra fjórtán aðildarfélaga sem koma saman undir hatti BÍL. Baráttan fyrir viðurkenningu starfa okkar er meðal annars fólgin í því að þurfa að verja þá fjármuni sem varið er til lista og menningar á fjárlögum íslenska ríkisins. Þannig er það árviss atburður að réttlæta þurfi fyrirkomulag það sem gildir um launasjóði listamanna skv. lögum um listamannalaun. Á tímum samdráttar og niður- skurðar í ríkisútgjöldum þurfa allir málaflokkar að taka á sig skerðingar. Þar eru listir og menning ekki undanskilin og skorast listamenn ekki undan ábyrgð í þeim efnum. En niður- skurðarhnífnum þarf þó að beita með varkárni svo mikilvægir vaxtar sprotar bíði ekki varanlegt tjón. Upp á síðkastið hefur stjórn BÍL hitt að máli fjárlaganefnd og mennta- og menningarmálanefnd Alþingis til að ræða um einstaka þætti fjárlagafrumvarpsins. Áherslur BÍL eru skýrar. Tryggja þarf faglega úthlutun opinberra fjármuna til menningar- verkefna. Í því skyni er mikilvægt að fjárlaganefnd breyti vinnu- brögðum sínum og láti af handa- hófskenndum úthlutunum af safn- liðum en beiti sér þess í stað fyrir eflingu sjóða sem ætlað er slíkt hlutverk samkvæmt lögum. Þar er um að ræða m.a. Kvikmynda- sjóð, Bókmenntasjóð, Tónlistar- sjóð, Starfsemi atvinnuleikhópa og launasjóði listamanna. Á síð- asta ári var samningi mennta- málaráðuneytis við kvikmynda- gerðarmenn kippt úr sambandi og kvikmyndasjóður skorinn umfram aðra sjóði. BÍL telur mikilvægt að samningurinn verði vakinn til lífs á ný svo áform um stórefl- ingu kvikmyndageirans geti geng- ið eftir. Hafa ber í huga að kvik- myndagerð er einhver öflugasti þátturinn í vef skapandi greina. Í ljósi framangreindrar niður- stöðu rannsóknarverkefnisins um kortlagningu skapandi greina er mikilvægt að efla kynningar- miðstöðvar í skapandi greinum; Hönnunarmiðstöð, Kynningarmið- stöð íslenskrar myndlistar, Kvik- myndamiðstöð, Útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar, Íslenska tónverkamiðstöð, Bókmenntasjóð og Sviðslistamiðstöð Íslands sem nú er í burðar liðnum. Í því sam- bandi ber einnig að hafa í huga hlutverk nýstofnaðrar Íslands- stofu, en lög um stofuna gera ráð fyrir að hún greiði fyrir kynn- ingu lista og menningar á erlendri grund. Af einstökum verkefnum leggur BÍL áherslu á að horfið verði frá áformum um að þurrka út af fjár- lögum verkefnið „Tónlist fyrir alla“. Þar er um að ræða vel skil- greint verkefni, sem hefur skil- að góðum árangri gegnum tíðina. Fjöldi barna og unglinga um land allt hefur fengið að njóta tónleika undir þess hatti. Meðal listamanna er ríkur vilji til að efla verkefnið og þróa það svo enn fleiri fái notið þess um komandi ár. Slík áform eru dauðadæmd ef fjárlagafrum- varpið verður óbreytt að lögum. Nú, þegar fjárlagafrumvarpið er væntanlegt til þingsins eftir meðhöndlun fjárlaganefndar, er nauðsynlegt að horft sé til heildar- myndarinnar. Öflugur stuðningur við grasrótarstarf í listum og skapandi greinum er forsenda blómlegrar atvinnugreinar, sem á tilkall til þess að til hennar sé horft sömu augum og annarra grunnstoða í atvinnulífi þjóðar- innar. Skapandi greinar – burðarstoð atvinnulífs Ríkisfjármál Kolbrún Halldórsdóttir formaður Bandalags íslenskra listamanna Þannig er það árviss atburður að réttlæta þurfi fyrirkomu- lag það sem gildir um launasjóði listamanna. Glæsilegt stjórnlagaþing Nú er komið í ljós, hverjir sitja stjórnlagaþing 2011. Að mínum dómi hefur valið tek- ist mjög vel. Óska ég þingfulltrú- um og þjóðinni allri til hamingju með þetta góða val. Þótt búast hefði mátt við betri kjörsókn, er meira um vert, að 83.500 kjósendur nýttu sér atkvæðisrétt sinn í þessum mikils verðu kosningum. Betra er, að hinn skapandi minni- hluti velur 25 fulltrúa á stjórn- lagaþing en sundurleitt Alþingi hefði kosið 12 vildarvini sína til þess að fjalla um drög að nýjum grundvallarlögum fyrir lýðveldið Ísland. Fulltrúarnir 25 búa yfir mik- illi þekkingu og mikilli reynslu, þeir hafa brennandi áhuga á þessu mikilsverða máli, hafa mikil tengsl út í samfélagið og eru ekki fulltrúar stjórnmála- flokka. Þetta mun nýtast vel. Þjóðin mun fylgjast með störf- um stjórnlagaþings og meðferð Alþingis á tillögum þingsins. Umræðan, sem staðið hefur undan- farin ár um lýðræði og jafnrétti, mun halda áfram og lýðræðis- og réttlætisvitund þjóðar innar á eftir að eflast af þeim sökum. Þá eiga skólar að koma til og kenna nemendum um lýðræði, jafnrétti – og mannvirðingu, því að lýðræði er ekki síst hugsun. Stjórnlagaþing Tryggvi Gíslason frambjóðandi 6428 til stjórnlagaþings Stjórnlagaþingið mun semja frum- varp að nýjum stjórnar- skipunarlögum. Bankar Gilitrutt upp á? Í viðtali í Kastljósi fyrir skömmu var rætt við Benedikt Erlingsson leikara og leikstjóra. Umræðan fjallaði um brúðuleik- verkið Gilitrutt sem hinn dverg- hagi og frábæri listamaður Bernd Ogrodnik sýnir nú í nota- legu og vinalegu leikhúsi sínu í Borgar nesi þar sem hver hreyf- ing, hvert hljóð, svipbrigði, svar og ekki síst þagnirnar skipta svo miklu máli. Næmi listamannsins er ótrúleg á þessu sviði. Benedikt komst vel að orði eins og oft áður (einstaklega gott að hlusta á konuna hans líka) þegar fréttamaður spyr eitthvað á þá leið hvort þessi gamla saga um Gilitrutt eigi nokkurt erindi til nútímafólks. „Gilitrutt . . . Gilitrutt,“ svar- aði Benedikt. (Ath. Ekki er haft orðrétt eftir Benedikt). „Var hún ekki ógnvænleg, blessunin? Var hún ekki grimm? Hitti hún ekki fyrir konu sem var löt og nennti ekki einu sinni að hugsa? Getur Gilitrutt kannski birst svo ógnvænleg sem hún er í líki kreppunnar? Er hún blessun eða bölvun? Hvernig endar sú saga? Er Gilitrutt kannski full- trúi náttúrunnar, umhverfisins, sem við eigum samleið með svo lengi sem við lifum á jörðinni? Spyr hún hver beri ábyrgð á því? Íslendingar bregðast gjarnan við erfiðum verkefnum með tvenns konar hætti. Annaðhvort: Þetta reddast. Og ef það reddast ekki: Helvítis fokking fokk!“ Getur verið að Gilitrutt sé að banka upp á og spyrja hver beri ábyrgð á börnum okkar og barnabörnum og velfarnaði þeirra? Börnin þrá samskipti við fullorðið fólk. Þau kalla eftir festu, öryggi og ást. Förum við með börnin í leikhús? Lesum við fyrir börnin okkar? Syngjum við með þeim? Um þessar mundir eru barnabækur keyptar í þús- undatali. Við vitum að lestur og samvera með börnum: Skapar ró og eykur jákvæð samskipti og orðaforða barna. Hvetur börn til að hugsa og spyrja. Hvetur þau til að skoða og lesa og örvar hugmyndaflug. Kannski er fokið í flest skjól þegar sumar bókabúðir neita að taka íslenskar barnabækur til sölu. Hvað segir Gilitrutt þá? Hvað er krumminn að krunka? Hverju bergmála klettarnir? Hvað segir húmið og stjörnurn- ar og hvað býr í berginu? Finna börnin með tilfinninganæmi sínu hvað er á seyði? Kalla: ó, Guð. Gilitrutt er að koma? Með samveru okkar við yngstu kynslóðina öðlumst við ætíð nýja og óvænta reynslu. Spurningarnar geta verið svo heimspekilegar og hjartanlega einlægar, svör þeirra og lausn- ir svo skemmtilega undarlegar. Njótum samverunnar með dýr- mætum gimsteinum. Bækur Þórir S. Guðbergsson rithöfundur Getur verið að Gilitrutt sé að banka upp á og spyrja hver beri ábyrgð á börnum okkar og barnabörnum og velfarnaði þeirra? ungbarna ullarnærföt smábarna kuldaskór Verð: 20.800 kr. Stærðir: 62- 86 Verð bolur: 3.800 kr. Verð buxur: 3.500 kr. Stærðir: 62 - 86 Verð: 11.500 kr. Stærðir: 21- 25 SVANUR SPÓI K E EN ungbarna heilgalli Einstaklega hlýr og léttur heilgalli úr vatnsfráhrindandi efni. Einangraður með PrimaLoft® örtrefjablöndu. Hlý og góð ullarnærföt úr 100% Merino ull fyrir þau yngstu. Stungnir saumar til að koma í veg fyrir ertingu. Kláðafrí ull. Hlýir og léttir smábarna kuldaskór sem auðvelt er að klæða börnin í. Távörn og gott grip í sóla. 100% Merino ull Einnig fáanlegur í rauðu & grænu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.