Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 2. desember 2010 29 AF NETINU Samkeppni í pulsusölu Þrátt fyrir að samkeppni eigi að ríkja milli fyrirtækjanna samkvæmt íslenskum lögum þá er verð á bensíni og olíu nánast það sama á öllum stöðvunum og samkeppni virðist fyrst og femst vera í pulsusölunni og ævisögum útvalinna. Furðulegt að hagræðing skili sér ekki í verð- lagningu á mest keyptu smávörunni til landsins, eldsneyt- inu, jafnvel beint úr sjálfsalanum? Eða erum við neytendur að greiða niður sjoppureksturinn á bensínstöðvunum við flest stærri gatnamót á höfuðborgarsvæðinu?. blog.eyjan.is/vilhjalmurari Vilhjálmur Ari Arason Kort en ekki biðraðir Biðraðir eftir mat eru fráleitar og ástæðulausar. Samtök ríkis og góðgerða eiga að gefa út greiðslukort fyrir þá, sem skortir fé fyrir mat. Þau eiga að semja við Bónus og Krónuna um að taka þessi kort gild fyrir aðrar vörur en sælgæti, snakk og goss. Mánaðarlega á síðan að leggja inn á þessi kort sem nemur fjölskyldustærð. Ef ástæða er til að hafa sérstakan lager fyrir gefnar vörur, á hann að vera opinn alla virka daga og taka við þessum kortum. Biðraðirnar skaða sjálfstraust fólks og eru þar að auki að hálfu skipaðar fólki, sem ekki þarf aðstoð. Svo sem fólki, er kemur beint frá Kanarí. jonas.is Jónas Kristjánsson Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. Bundið mál og óbundið Þessi upphafserindi Tímans og vatnsins, höfuðkvæðis Steins Steinarr, eru göldrótt og allt kvæðið. Galdurinn er sá, að text- inn er bæði bundinn og óbund- inn. Það er enginn vandi að yrkja kvæði. En það er gald- ur að yrkja kvæði eftir réttum bragreglum og leyfa því samt að hljóma eins og hversdagslegt spjall um daginn og veginn. Þá list kunni Steinn Steinarr. Tón- skáldin Atli Heimir Sveinsson og Jón Ásgeirsson hafa báðir samið tónverk við Tímann og vatnið, öll erindin 21. Bæði verk- in eru til á samnefndum diskum. Og svo er annar galdur í kvæðinu, sem Guðmundur Ólafsson hagfræðingur lýsti svo listilega í vor sem leið í Kilj- unni, menningarþætti Egils Helgasonar blaðamanns í Rík- issjónvarpinu. Guðmundur lýsti þar Tímanum og vatninu sem ástríðufullu ástarkvæði. Sá skilningur er nýr fyrir mörg- um, jafnvel þótt þeir hafi kunn- að kvæðið utan bókar í hálfa öld eða lengur. Skáldskapur kallar stundum á skýringar, sem geta opnað lesandanum nýjar gættir og glugga. Þetta vita margir um músík: þeir hlýða á lærða fyr- irlestra um tónlist og tónfræði, þar sem til dæmis strengja- kvartettar Beethovens eru brotnir til mergjar takt fyrir takt og nótu fyrir nótu með nákvæmum skýringum í sögu- legu og ævisögulegu samhengi. Fátt veit ég sjálfur skemmti- legra, en það er annað mál. Hitt er sjaldgæfara, að kveð- skapur sé fluttur með skýr- ingum línu fyrir línu eins og Guðmundur Ólafsson gerði í Kiljunni (sjá notendur.hi.is/ lobbi/). Bókmenntafræðingar líta sumir svo á, að öllum skýr- ingum við skáldskap sé ofaukið, kvæði skáldanna skýri sig sjálf. En það er ekki örlát skoðun eins og skýringar Guðmundar við Tímann og vatnið vitna um. Guðmundur gæti með líku lagi, býst ég við, opnað kvæði Einars Benediktssonar fyrir Íslending- um eða að minnsta kosti þeim hluta þjóðarinnar, sem finnast kvæði Einars torskilin. Tor- ræð kvæði er hægt að skilja á ýmsa vegu. Góðir kennarar og kvæðamenn eins og Guðmund- ur Ólafsson geta lýst upp leiðina. Ísland á mörg góð skáld, dauð og lifandi. Næsti bær við Stein Þórarinn Eldjárn er á okkar dögum næsti bær við Stein Steinarr eins og Kvæðasafn hans, sem kom út 2008 mikið að vöxtum, vitnar um. Í skáldskap Þórarins rennur bundið mál og óbundið víða út í eitt. Saumur- inn sést hvergi. Þannig hljómar til dæmis kvæði Þórarins Vont og gott: „Það er svo vont að liggja á köldum klaka kalinn í gegn og skjálfa allur og braka. Hugsa bara þetta: – Svaka svaka svaka- lega er vont að liggja á klaka. Það er svo gott að liggja í mjúk- um mosa mæna upp í himin- inn og brosa. Hugsa bara þetta: – Rosa rosa rosalega er gott að liggja í mosa.“ Takið eftir, hvernig textinn flýtur. Þetta er óbundið mál, létt og leikandi, en samt rígbundið, enda hefur Tryggvi M. Bald- vinsson tónskáld samið svell- andi tangó við kvæðið. Þetta skemmtilega lag Tryggva og tíu önnur lög hans við kvæði Þór- arins Eldjárn auk laga við ljóð níu annarra skálda er að finna á diskinum Gömul ljósmynd, söng- lög eftir Tryggva M. Baldvins- son (12 tónar, 2006). Mæli einnig með honum. Auk Tryggva hafa tónskáldin Jóhann G. Jóhanns- son, Jóhann Helgason og nú síð- ast Haukur Tómasson allir gefið út sérlega diska með lögum við ljóð Þórarins. Sum kvæði Þórarins eru bund- in að hætti gömlu skáldanna og sóma sér vel í þeim flokki án þess að hljóma eins og símtöl í hæsta gæðaflokki. Önnur eru óbundin eins og til dæmis Sam- eining: „Tilkynnt hefur verið að Litli- sannleikur hf. og Hálfsannleik- ur ehf. hafi nú sameinast undir nafninu Stórisannleikur ohf. Einfarinn sf. boðar jafnframt til hópferðar í innlönd. Hvað sem því líður er það staðföst ákvörð- un okkar hjá Perluþjónustunni að láta ekki deigan síga og sækja nú æ fastar á djúpið. Við verðum áfram með besta svínafóðrið.“ Tökum að endingu eitt kvæði enn eftir Þórarin Eldjárn, Eðl- isfræði: „Afstæðiskenningu Einsteins trúi ég ekki læt mér hana í léttu rúmi liggja enda fráleitt að við hinir vantrúuðu þurfum að axla sönnunarbyrðina. Af skammtakenningunni þoldi ég ekki einu sinni minnsta skammt- inn tregðulögmálið sá til þess. Með árunum aðhyllist ég hins- vegar æ meir gangteoríu Jóns Á. Bjarnasonar og nýt þess að mega sanna hana sem oftast við mismunandi aðstæður.“ Skáldskapur með skýringum Þorvaldur Gylfason prófessor Í DAG Bókmenntafræðingar líta sumir svo á, að öllum skýringum við skáldskap sé ofauk- ið, kvæði skáldanna skýri sig sjálf. En það er ekki örlát skoðun SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. ALLT Á AÐ SELJ RÝMINGARSALA! RÝMINGARSALA! lifa-design.com Lifa Design á Íslandi BYKO Breidd 200 Kópavogur S ími: 515 4200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.