Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 2
2 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR UMFERÐ „Eftir að nýi Lyngdals- heiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Har- aldsson, þjóðgarðsvörður á Þing- völlum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru veg- irnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóð - garðsins bera 90 kílómetra hraða og greini- legt er að bíl- stjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegn- um þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar tak- markað af hrauni og kjarri. Jafn- framt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leyn- ast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveð- ur mestu hættuna vera austanmeg- in, í nágrenni Hrafnagjár. Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðun- um. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og frið- sæld sé meðal þess sem eftirsókn- arverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyng dals- heiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísinda- menn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn rík- ari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóð- garðsvörður. gar@frettabladid.is Lyngdalsheiðarvegur Gjábakkavegur Þingvallavatn Gamli Lyngdals- heiðarvegur Þingvallavegur 90 90 50 Þjóðvegur Þjóðgarðsmörk Þjónustumiðstöð Þingvellir Brúsastaðir Nýr vegur og hámarkshraði í friðlandinu Gnýr og slysahætta af hraðakstri í þjóðgarði Vegagerðin og Þingvallanefnd ætla að draga úr miklum hraðakstri sem Ólaf- ur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir fylgja nýjum vegi um Lyngdalsheiði. Hraðanum fylgi slysahætta, mengun og hávaði sem spilli friðsæld Þingvalla. ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON OFAN AF LYNGDALSHEIÐI Beinn og breiður vegur liggur nú af Lyngdalsheiði inn í friðlandið á Þingvöllum. Þjóðgarðs- vörður segir ökumenn gleyma að draga úr hraðanum þegar komið sé inn á Gjábakkaveg. MYND/EINAR SÆMUNDSEN BYGGINGARKRANI Víða á höfuðborgar- svæðinu standa byggingarkranar sem ekki eru í notkun. HAFNARFJÖRÐUR Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarð- ar ætlar að láta athuga á hvaða stöðum í bænum byggingarkran- ar eru uppistandandi sem ekki eru í notkun. Ráðið samþykkti einnig að leggja til við bæjarstjórn að lagðar yrðu dagsektir á fyrir- tækið Mótás, fjarlægði það ekki byggingarkrana af lóðinni á Hvaleyrarbraut 26. Fyrirtækið hafði óskað eftir því að hafa kranann á lóðinni í nokkra mánuði til að raða þar efni. Ráðið sagði hins vegar að uppsetning kranans væri ekki í tengslum við neinar fram- kvæmdir og því bæri að fjar- lægja hann. - gar Tekið á krönum í Hafnarfirði: Vilja kortleggja ónotaða krana IÐNAÐUR Dreifing raforku hefur hækkað meira í verði en raf- orka frá árinu 2005, þegar sam- keppni í orku- sölu komst á. Þetta kemur fram í athug- un sem Efla verkfræði- stofa hefur gert fyrir Sam- tök iðnaðarins (SI). Í frétt á vef SI er haft eftir Brynd- ísi Skúladóttur, forstöðumanni umhverfismála hjá SI, að nið- urstöðurnar sýni mikinn mun á verði milli dreifiveitusvæða. Hún bendir á að dreifing raf- orku sé sérleyfisstarfsemi sem lúti eftirliti Orkustofnunar. Þró- unin veki upp spurningar um hvort tekjurammar hafi virkað eins og til hafi verið ætlast. - óká SI kannar raforkuverð: Dreifing hefur hækkað meira Prjónahópur endurvakinn Prjónahópur Rauða krossins í Hvera- gerði hefur verið endurvakinn, að því er fram kemur á vef Rauða kross Íslands. „Á fyrsta hittingi mættu níu galvaskar konur,“ segir þar en hittast á hálfsmánaðarlega, á miðviku- dagskvöldum klukkan átta. „Á fyrstu kynningu var Örn Guðmundsson, varaformaður deildarinnar, með sýni- kennslu á hvernig jólasería er búin til úr þæfðri ull.“ HJÁLPARSTARF SVEITARSTJÓRNIR Þróunar- og ferða- málanefnd Mosfellsbæjar legg- ur til að sveitarfélagið taki þátt í einkahlutafélagi um heilsuklasa í bænum. „Framtíðarsýn klasans, sem hefur vinnuheitið „Heilsuvin í Mosfellsbæ“ er að Mosfellsbær verði þekktur sem miðstöð heilsu- eflingar og heilsutengdrar ferða- þjónustu á Íslandi með fjölbreytta starfsemi á sviði lýðheilsu, heilsu- eflingar og endurhæfingar,“ segir í minnisblaði þar sem enn fremur kemur fram að tilgangurinn sé að tvöfalda umfang heilbrigðisstarf- semi í bænum. Gert er ráð fyrir að hlutafjárframlag Mosfellsbæjar verði að hámarki þrjár milljónir af því hlutafé sem safnist á næsta ári. - gar Framtíðarsýn í Mosfellsbæ: Bærinn verði heilsumiðstöð BRASILÍA Eyðing Amazon-regnskógarins hefur ekki verið hægari í 22 ár, að því er fram kemur í gögnum frá ríkisstjórn Brasilíu. Izabella Teixeira, umhverfisráðherra Brasilíu, segir gervihnattamyndir sýna eyðingu skóga sem nemi 6.450 ferkílómetrum frá því í ágúst 2009 til júlí 2010. Það mun vera fjórtán prósentum minni skógareyðing en ári fyrr. Skekkjumörk í mæling- unni eru þó nokkur, eða tíu prósent. Geimrannsóknastofnunin sem tók myndirnar segir í tilkynningu að eyðing skóganna hafi ekki verið minni frá árinu 1988. „Skógareyðingin hefur ekki verið minni í sögu Amazon og við erum staðföst í þeirri viðleitni okkar að draga enn frekar úr henni,“ sagði Teixeira í gær á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar, sem fram fer í Cancun í Mexíkó. Á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC er eftir henni haft að nýju tölurnar séu „frábærar“. Teixeira segir stjórn- völd í Brasilíu stefna að því að ná skógareyðingu Amazon-regnskógarins niður í 5.000 ferkílómetra á ári fyrir árið 2017. Árangurinn sem nýju loftmyndirnar sýna segja brasilísk stjórnvöld að megi þakka átaki í að fram- fylgja umhverfislöggjöf landsins. - óká Hægari skógareyðing þökkuð átaki í að framfylgja umhverfislöggjöf í Brasilíu: Skógareyðing ekki minni í 22 ár BRUNNINN REGNSKÓGUR Ársgömul mynd af brunnum skógi í ólöglegri landnemabyggð í norðurhluta Brasilíu. NORDICPHOTOS/AFP Birkir, eru FH-ingar núna Hafnfirðingabrandarinn? „Nei, þetta var okkar rimma síðast, en sú næsta verður eflaust jafnari.“ Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka þegar þeir unnu stórsigur á erkifjendunum í FH í fyrradag. HEILBRIGÐISMÁL Lengd fingra karla getur gefið vísbendingu um hversu hætt þeim er við að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að þetta megi lesa úr nýrri rannsókn sem birt var í læknaritinu British Journal of Cancer Study. Rannsóknin leiddi í ljós að karlar sem eru þannig vaxnir að vísifingur þeirra er lengri en baugfingurinn séu mun ólíklegri til að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Niðurstaða rannsóknarinnar var feng- in með því að bera saman hendur fimmt- án hundruð sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli og þrjú þúsund heilbrigðra karla. Fram kemur í umfjöllun BBC að lengd fingra sé fastsett fyrir fæðingu og talið að hún tengist magni hormóna í móðurkviði. Minna magn testósteróns fyrir fæðingu gerir það að verkum að vísifingur verður lengri og getur um leið orðið til þess að lík- aminn myndar síður krabbamein í blöðru- hálskirtli síðar á ævinni, segja aðstandend- ur rannsóknarinnar við Warwick-háskóla og Stofnun krabbameinsrannsókna í Bret- landi. Prófessor Ros Eeles, einn höfunda rann- sóknarinnar, sagði niðurstöðuna kalla á frekari rannsóknir, en yrðu þær staðfestar þá myndi fingramæling geta orðið einföld mæling á krabbameinshættu. - óká Niðurstöður nýrrar rannsóknar hjálpa til við greiningu á blöðruhálskirtilskrabbameini: Lengd fingra segir til um áhættuna HANDÞVOTTUR Hlutfallsleg lengd fingra er sögð ráðast af magni hormóna í móðurkviði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRYNDÍS SKÚLADÓTTIR SPURNING DAGSINS Læknastö›in, Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Ókeypis heyrnarmæling úrvals heyrnartæki og afbragðs þjónusta!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.