Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 2. desember 2010 37 Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akur- eyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöll- um og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkur- borgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opin- bera til að gera endurbætur á hús- næði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæð- ist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjöl- skyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatl- að barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því for- eldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunar- greiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkileg- ast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja hús- næði á vegum hins opinbera, sam- býli, skammtímavistanir og íbúða- kjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjöl- skyldu sinni. Sú félagslega ein- angrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslun- um. Það er von mín að við stofn- un Velferðarráðuneytis verði fund- in leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði. Húsnæðismál hreyfihamlaðs fólks Fatlaðir María Játvarðardóttir félagsráðgjafi Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. AF NETINU Áttu þeir sem enginn þekkir að vinna? Það er líka skrýtið tuð sem strax kemur upp um þessa 25 að þar sé alltof mikið af þjóðþekktu fólki. Við hverju bjuggust menn eiginlega? Að það yrðu kosnir á stjórnlagaþingið 25 frambjóðendur sem enginn þekkir? Hér er samt líka galli í kosningakerfinu sem þarf að skoða: Það miðast við að kjósandi velji fyrst og fremst einn fulltrúa, og svo næsta og þarnæsta til vara. Mér sýnist eðlilegra að hafa kosningakerfi sem miðast við að hver kjósandi velji hóp manna á svona samkomu. [...] Hvað sem líður almennri ánægju með úrslit kosninganna til stjórn- lagaþings dregur kjörsóknin úr vægi þess – það er ósanngjarnt en óhjákvæmilegt. Þá skiptir miklu að þingmennirnir nýju vinni vel saman, forðist fjas og reyni að ná fljótt samstöðu um grundvallar- atriði máls. Það verður náttúrlega snúið – því slík samstaða má held- ur ekki byggjast á lægsta samnefn- ara í viðhorfum þannig að sá ráði sem hægast vill fara. Nýja þingið er kosið til að ná árangri. blog.eyjan.is/mordur Mörður Árnason Allsendis ósár Nú er ljóst að ég er í hópi meirihluta frambjóðenda til stjórnlagaþings, þeirra 497 sem ekki náðu kjöri! Hafði um 2/3 frambjóðenda að baki mér og um 1/3 ofar mér. Þakka veitt traust og er allsendis ósár. [...] Með úrslitunum eftir talningu er ekki komin, en þarf einnig fylgja, tafla yfir það hvað hver frambjóð- andi hlaut af atkvæðum í hvert sæti. Annað sem mér þætti athyglis- vert að fá birt, er hvernig atkvæði skiptust á varaval á eftir hverjum þeim sem valinn var í aðalvali. Það er að á eftir hverjum í 1. vali komi hverjir valdir voru í varasætum þar á eftir og hve mög atkvæði í hvert sætanna. Slík niðurstaða segir tals- vert til um það hversu stefnufastir kjósendur voru. T.d. reikna ég með því að hjá einstaka frambjóðend- um muni einstaka aðrir frambjóð- endur alls ekki sjást sem varaval. Þessar tvær töflur saman, munu gefa áhugaverða mynd af hegðun kjósenda. Þær verða einnig nauðsynlegt gagn til að hafa til hliðsjónar þegar ákveðið er hvort svona kerfi verði notað aftur. blog.eyjan.is/fi a Soffía Sigurðardóttiri • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu hitaveitu í heimi www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 5 25 28 1 2/ 10 Opið hús hjá Orkuveitu Reykjavíkur laugardaginn 4. desember Komdu í heimsókn. Í tilefni 80 ára afmælis hitaveitunnar bjóðum við hjá Orkuveitunni alla velkomna til okkar á Bæjarhálsinn milli klukkan 13:00 og 16:00. Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna: • Klukkan 13:15 verður tekin í notkun ný hitaveita frá Hellisheiðarvirkjun, sem hingað til hefur aðeins framleitt rafmagn. • Fræðsla um heita vatnið á staðnum. • Skráðu þig í Orkuna mína og þú gætir dottið í lukkupottinn. • Teiknisamkeppni fyrir börnin sem fá glaðning fyrir þátttökuna. Fimm myndir úr teiknisamkeppni barnanna fá sérstök verðlaun. • Jólasmákökur með kaffinu fyrir gesti og gangandi. • Skipulagðar ferðir verða um húsið þar sem innviðir fyrirtækisins verða skoðaðir. Hellisheiðarvirkjun verður opin á sama tíma og þar verður hægt að fræðast um allt varðandi virkjunina. Einnig eru allir velkomnir í dælustöðina í Öskjuhlíðinni (fyrir ofan bensínstöð Skeljungs á Bústaðarvegi) og í ventilhúsið í Öskjuhlíðinni (fyrsta beygja til hægri áður en þú kemur á bílastæðin við Perluna). Nánari upplýsingar um opið hús er að finna á www.or.is. Hlökkum til að sjá þig, starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.