Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 8
8 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR 1 Hver er stofnandi Wikileaks? 2 Hver er fyrirliði kvennalands- liðsins í fótbolta? 3 Hvort er orðið Hagkaup í eintölu eða fleirtölu samkvæmt nýjum leiðbeiningum Íslenskrar málnefndar? SVÖR 1. Julian Assange 2. Rakel Dögg Braga- dóttir 3. Eintölu MENNING Skrifpúlt Sveinbjarnar Egilsson- ar, kennara, þýðanda og skálds, var í gær afhent til varðveislu á Bessastöðum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti púltinu viðtöku úr hendi afkomenda Ragnars Ásgeirssonar garðyrkjuráðunauts, bróður Ásgeirs forseta. Ragnar keypti púlt- ið af Einari Benediktssyni skáldi þegar sá síðarnefndi fór í Herdísarvík á sínum tíma. Skrifpúltið er sögulegur gripur enda voru mörg snilldarverk úr bókmenntasögunni unnin við það. Sveinbjörn var kennari í Bessastaðaskóla fyrir um 200 árum og fyrsti rektor Lærða skólans. Samhliða skólastörfum þýddi hann forn grísk rit, orti ljóð og mótaði rannsókn- ir á texta um íslenska tungu. Hann þýddi á íslensku kviður Hómers, sex samræður Platons og önnur forngrísk rit. Jafnframt íslenskaði hann Opinberun- arbók Biblíunnar, aðra Mósebók og Spá- mannabækurnar. Þá þýddi hann Snorra- Eddu og Íslendingasögur á latínu og orti jólasálminn Heims um ból eftir þýskri fyr- irmynd. Sveinbjörn orti líka barnakvæðin ástsælu Fljúga hvítu fiðrildin og Fuglinn segir bí bí bí. Benedikt Gröndal, sonur Sveinbjarn- ar, eignaðist púltið og vann við það. Hann var náttúrufræðingur og rithöfundur og lauk meistaraprófi í norrænum fræðum við Hafnarháskóla, fyrstur Íslendinga. Líkt og faðir hans kenndi Benedikt við Lærða skól- ann auk þess að teikna, yrkja ljóð og semja sögur og leikrit. Síðar eignaðist Einar Benediktsson púlt- ið. Eins og Sveinbjörn og Benedikt vann Einar við púltið að ýmsum sinna þjóðþekktu verka. Skrifpúltið hefur lengi fylgt ætt Ragnars Ásgeirssonar. Létu afkomendur hans gera það upp. Það verður fært á þjóðminjaskrá og varðveitt á Bessastöðum um ókomna tíð. bjorn@frettabladid.is Mörg snilldarverk unnin við skrifpúlt Sveinbjarnar Skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar hefur verið afhent til varðveislu á Bessastöðum. Við púltið vann hann, og síðar Benedikt Gröndal og Einar Benediktsson, að mörgum snilldarverkum bókmenntanna. Í sögu Bessastaða sem kom út árið 1947 segir Vilhjálmur Þ. Gíslason: „Sveinbjörn Egilsson er tákn hins besta og lífshæfasta í Bessastaða- skóla. Og meira en það. Hann er ímynd þess, sem þróttmest var og fágaðast í íslenskum menntum á 19. öld. Í eðli hans og störfum þrinnast saman sterkustu og fínustu þræðir íslenskra mennta og íslensks manngildis eins og það var spunnið öldum saman úr þjóðlegum fræðum og innlendu sögueðli og úr klassískri mennt og kristinni kenningu. Í engum íslensk- um manni síðari alda, sem látið hefur eftir sig ritaðar heimildir, hafa þessir þrír máttarviðir menningar- innar komið eins vel fram, hvergi hafa þeir mótað annan mann svo einsteyptan og heilsteyptan eins og Sveinbjörn Egilsson, engan mann með eins lifandi og gullnu jafnvægi milli lærdóms og listar og lífs.“ Gullið jafnvægi SKRIFPÚLTIÐ AFHENT Afkomendur Ragnars Ásgeirssonar afhentu í gær púltið til varðveislu á Bessastöðum. Það stendur nærri brjóstmynd af Ásgeiri Ásgeirssyni, fyrrverandi forseta, bróður Ragnars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HAGANLEGT Ljóst er að vandað var til verka við smíði skrifpúltsins á sínum tíma. Afkomendur Ragnars létu gera það upp eftir kúnstarinnar reglum áður en þeir afhentu það til varðveislu á Bessastöðum. EIGENDASAGAN Í púltinu er að finna skjal yfir eigendur þess. Fyrstur var Sveinbjörn Egilsson, þá Benedikt Grön- dal, svo Einar Benediktsson, þá Ragnar Ásgeirsson svo Úlfur Ragnarsson og loks Ragnar Önundarson. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Humar2000 kr.kg Skötuselur Sjáumst eldhress á eftir. Skatan er klár í slaginn Skelflettur Humar5900 kr.kg 2890 kr.kg FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. SVISS, AP Miklir kuldar og óvenju- mikil snjókoma torvelda fólki lífið víða í Evrópu þessa dagana, einkum þó norðan til í álfunni. Að minnsta kosti átta manns hafa orðið úti í Póllandi og flug- völlum hefur þurft að loka í Bret- landi, Danmörku og Sviss, auk þess sem þúsundir bílslysa hafa orðið, þar af tvö þúsund í Þýska- landi í fyrrinótt. „Það er óvenjukalt loft yfir stórum hluta austanverðs Atl- antshafs og þegar það mætir hlýju lofti, til dæmis frá Miðjarð- arhafinu, fáum við mikið af snjó,“ segir Hainz Maurer, veðurfræð- ingur í Sviss. Frostið var víða 20 til 30 stig á Celsius og spáð er miklum næt- urkuldum áfram en í dag ætti að draga úr snjókomunni. Loka þurfti Gatwick-flugvelli við London í gær og þurfti af þeim sökum að fresta um 600 flugferð- um. Einnig þurfti að loka flugvell- inum í Genf og miklar tafir urðu á flugvellinum í Zürich. Í Danmörku voru íbúar á Sjá- landi hvattir til að halda sig heima meðan versta veðrið gengi yfir. - gb Mikil snjókoma og kuldar setja mannlífið úr skorðum víða í Evrópu: Átta hafa orðið úti í Póllandi Á ÞOTU Í SKOTLANDI Þessi piltur skemmtir sér vel í snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins fá desember- uppbót. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Guð- bjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, þar að lútandi. Fram kemur á vef Vinnumála- stofnunar að full uppbót sé 44.857 krónur, en greiðsla hvers og eins reiknist í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta árið 2010. „Uppbótin verður greidd þeim sem hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 5. desember á þessu ári og ræðst heildarfjárhæðin af fjölda daga sem viðkomandi hefur verið skráður án atvinnu,“ segir á vef stofnunarinnar. - óká Desemberuppbót í vinnuleit: Full uppbót er tæp 45 þúsund KÖNNUN Ríkisstjórnin nýtur stuðn- ings 36 prósenta þjóðarinnar sam- kvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Það er 6 prósentustigum meiri stuðningur við ríkisstjórnina en mældist í sambærilegri mælingu í október. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Í lok október mældist ríkis- stjórnin með 30 prósenta fylgi og hafði þá ekki notið minni stuðnings frá kosningum, en mælist nú með 36 prósent. Samfylkingin bætir við sig, fer úr 18 prósentum í síðustu mæl- ingu í tæp 22 prósent. Sjálfstæð- isflokkurinn tapar fylgi, fer úr 36 prósentum í 34. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur mælst stærsti flokkur landsins undanfarna sjö mánuði, samkvæmt Ríkisútvarpsins. Vinstri græn fá tæplega 18 pró- sent, Framsóknarflokkurinn 13 prósent og Hreyfingin tæp 8 pró- sent. Tæplega 6.800 manns tóku þátt í könnuninni og var svarhlutfall 67 prósent, 12 prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu og 18 prósent sögðust skila auðu eða ekki myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkur landsins samkvæmt Gallup: Fylgi stjórnarinnar 36 prósent LEIÐTOGAR RÍKISSTJÓRNARINNAR Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms nýtur 36 pró- sent fylgis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖNNUN Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra er vin- sælasti ráðherrann samkvæmt nýjum þjóðar- púlsi Gallup. Um 32 prósent aðspurðra segj- ast vera ánægð með störf henn- ar en 38 pró- sent óánægð. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Tæplega 21 prósent aðspurðra er ánægt með störf Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en um 63 pró- sent óánægð. Rúm 30 prósent eru ánægð með störf Steingríms J. Sig- fússonar fjármálaráðherra, en 55 prósent óánægð. Aðeins 12 prósent aðspurðra eru ánægð með störf Árna Páls Árnasonar viðskipta- ráðherra og 65 prósent óánægð. Óánægja með störf ráðherra: Mesta ánægjan með Katrínu KATRÍN JAKOBSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Afbrotum í vest- urbæ Reykjavíkur hefur fækk- að á milli ára. Þetta kom fram á fundi lögreglunnar með lykilfólki í hverfinu á mánudag. Innbrot- um á svæðinu hefur fækkað mikið á milli ára ef bornir eru saman fyrstu tíu mánuðir ársins við sama tímabil í fyrra. Þetta á við um inn- brot í bíla og fyrirtæki en innbrot á heimili eru næstum því jafn- mörg á umræddu tímabili. Lög- reglan segir þetta áhyggjuefni en með samstilltu átaki sé líka hægt að fækka innbrotum á heimili. Afbrotatölur í Reykjavík: Færri afbrot í Vesturbænum VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.