Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 2. desember 2010 53 Söngvarinn Eyþór Ingi, sem sló í gegn í Bandinu hans Bubba, verð- ur með tónleika til heiðurs rokk- sveitinni Deep Purple í Hvíta húsinu á Selfossi annað kvöld, föstudagskvöld. Eyþór Ingi og félagar hafa haldið heiðurstón- leika sem þessa víða um landið á árinu og fengið mjög góðar við- tökur. Hljómsveitina skipa auk Eyþórs þeir Andri Ívarsson, Arnar Hreiðarsson, Jón Ingimundarson og Gunnar Leó Pálsson. Að sögn Eyþórs hefur mikil vinna farið í að hafa tónleikana eins flotta og mögulegt er, enda ekki auðvelt að heiðra eins merka hljómsveit og Deep Purple. Til heiðurs Deep Purple EYÞÓR INGI Ætlar að heiðra hljóm- sveitina Deep Purple á Sel- fossi annað kvöld. Jólatrukkar Coca-Cola® verða við Bónus Akranesi, í dag fimmtudaginn 2. des. á milli kl. 16-18 Næstu viðkomustaðir jólatrukkanna verða eftirfarandi: Með þér um jólinNánar á Coke.is Þú kemst í jólaskap með okkur Jólatrukkar Coca-Cola koma við á öllum stærri verslunarkjörnum landsins næstu daga og vikur fram að jólum. Jólatrukkar Coca-Cola eru innfluttir frá Bandaríkjunum og sérhannaðir til að skapa jólastemningu þar sem þeir eru skreyttir jólaljósum og ríkulega útbúnir. Annar jólatrukkurinn er helgaður stofu jólasveinsins þar sem yngsta kynslóðin getur fengið mynd af sér með sjálfum jólasveininum. Í hinum jólatrukknum er áhugasömum boðið að spreyta sig á nýjustu Playstation Move leikjunum, sem byggja á hreyfingu leikmanna. 3. des Föstudagur Bónus Langholti, Akureyri kl. 16-18 4. des Laugardagur Nettó Glerártorgi, Akureyri kl. 16-18 5. des Sunnudagur Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkr. kl. 14-16 8. des Miðvikudagur Bónus Tjarnarvöllum, Hafnarf. kl. 16-18 9. des Fimmtudagur Nettó Mjódd kl. 16-18 10. des Föstudagur Krónan Bíldshöfða kl. 17-19 11. des Laugardagur Krónan Lindum kl. 16-18 12. des Sunnudagur Bónus Korputorgi kl. 16-18Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Elsta hljómplötuútgáfa landsins, Geimsteinn, heldur útgáfuhátíð á Nasa á laugardaginn. Þar verður öllum þeim sem gefa út á árinu hjá útgáfunni smalað saman í allsherjar veislu. Listamennirn- ir sem koma fram eru Bjartmar og Bergrisarnir, BlazRoca, Selma Björns og Miðnæturkúrekarn- ir, Klassart, Deep Jimi and the Zep Creams, Lifun og Valdimar. Geimsteinn hefur alla tíð veitt nýjum listamönnum brautargengi og ekki einskorðað sig við neina ákveðna tegund tónlistar og má segja að tónleikarnir endurspegli þá stefnu. Hátíðin hefst klukkan 22 og miðaverð er 1.500 krónur. Útgáfuhátíð Geimsteins VALDIMAR Hljómsveitin Valdimar stígur á svið á Nasa á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fyrrverandi eiginmaður söngkon- unnar Britney Spears heldur því fram í viðtali við tímaritið Star Magazine að hún búi við heimilis- ofbeldi. Jason Alexander er æskuvinur Spears og fyrrverandi eiginmaður, en þau voru aðeins gift í 55 klukku- stundir eins og frægt er orðið. Alexander og Spears hafa haldið góðu sambandi eftir að hjónaband þeirra var dæmt ógilt árið 2004 og segir Alexander að söngkonan hafi leitað til hans eftir að Jason Trawick, kærasti hennar, hafi sleg- ið til hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut glóðarauga. „Britney er í ofbeldisfullu sambandi og hún sagði mér að líf sitt hefði breyst í martröð. Ég hef miklar áhyggjur af henni og held að hún sé að segja mér þessi leyndarmál í von um að ég geri eitthvað til að koma henni út úr þessum aðstæðum,“ segir Alex- ander í viðtalinu. Samkvæmt Star Magazine er þetta ekki eina leyndarmálið sem söngkonan treysti vini sínum fyrir því hún sagðist einnig hafa orðið ólétt eftir Trawick fyrr á árinu. Britney hrædd við kærastann TREYSTI VINI Samkvæmt fyrrverandi eiginmanni Britney Spears býr hún við heimilisofbeldi. NORDICPHOTOS/GETTY Sveitasöngkonan Tayl- or Swift og leikarinn Jake Gyllen haal sáust í annað sinn saman á kaffihúsinu Frothy Monkey í borginni Nashville nú á þriðjudag- inn var. Fylgst er með hverju skrefi pars- ins, sem hefur fengið gælunafnið „Jaylor“ í anda Brangelinu. „Jake er hrifinn af cappuccino með smá sírópskvettu út í og fannst kaffibollinn sérstaklega góður á Frothy Monkey,“ var haft eftir heimildarmanni. Þau virðast afskaplega sólgin í kaffi því þau hafa sést á hinum ýmsu kaffihúsum víða í Bandaríkjun- um næstum daglega und- anfarna viku. Þau virð- ast heldur ekki nísk því samkvæmt einum kaffibarþjóni skildu þau eftir dágott þjór- fé handa starfsfólki. Drekka bara kaffi KAFFISJÚK Jake Gyllen- haal og nýja kærastan hans, sveitasöngkonan Taylor Swift, eru sólgin í kaffi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.